Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 5
37/2007 Feykir 5 Skála ogsyngja Skagfirðingar Álftagerðisbræður komnir í stúdíó Undanfarna daga hafa hinir einu og sönnu Álftagerðisbræóur dvalió í Reykjavík við upptökur á nýjum hljómdiski. Tilefnið er tuttugu ára afmæli kvartettsins, en þeir bræður sungu fyrst formlega saman við útför föður sín, Péturs Sigfússonar, sem var jarðsunginn frá Víðimýrar- kirkju laugardaginn 3. október 1987. Síðan hafa þeir bræður vart þagnað, nerna rétt til að blunda yfir blánóttina!! Á nýja diskinum verða 14 lög, sem flestir kannast við, en þaueruínýjumraddsetningum, sent Stefán Gíslason, söngstjóri, hefur gert. Stefán hefur stjórnað kvartettinum frá upphafi og sér um undirleik á flestum skemmtunum þeirra bræðra. Gunnar Þórðarson sér urn útsetningarfyrirhljómsveit, en meðal hljóðfæraleikara verða Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson og Stefán Gíslason, auk Gunnars. Fyrsta lagið á diskinum heitir “Skála og syngja Skagfirðingar”, en síðan rekur hvert lagið annað. Diskurinn kemur út unt miðjan nóvember ásamt ntynddiski, sem Gísli Sigur- geirsson, kvikmyndagerðar- rnaður, er að vinna um þá bræður frá Álitagerði. Þar kennir ýmissa grasa frá ferli Álftagerðisbræðra, sem heldur en ekki verður fróðlegt að sjá. Það er sem sé von á veglegum diskapakka frá Álftagerði fyrir jólin; hljómdiskur og mynddiskur í kaupbæti,hvorirt\'eggja ísama pakkanum. Álftagerðisbræur við upptökur. Lögin hans Jóns endurútgefm Tónlist til styrktar góðu málefni Hljómdiskurinn Lögin hans Jóns, úrval laga eftir Jón Björnsson, tónskáld og kórstjóra frá Hafsteinsstöðum, hefur verió endurútgefinn vegna mikillar eftirspurnar. Platan kom út fyrir jólin 2002 í tilefni af 100 ára árstíð Jóns, sem fæddur var í febrúar árið 1903. Hann andaðist á Sauðárkróki í nóvember árið 1987. Allur ágóði afsölu plötunnar rennur í sjóð, sem stofnaður var í tengslum við útgáfuna, og ætlað er að styrkja ungt og efnilegt tónlistarfólk í Skagafirði. Þegar hafa nokkrar úthlutanir farið fram og eru vonir bundnar við að endurútgáfan styrki enn frekar grundvöll sjóðsins. Platan er komin í sölu í Skagfirðingabúð og Ábæ, og fæst einnig hjá forsprakka útgáfunnar, Eiði B. Guðvinssyni á Sauðárkróki. Dreifing í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri er fyrirhuguð og verður kynnt nánar síðar. Á plötunni eru 17 lög í flutningi skagfirskra lista- rnanna, m.a. Karlakórsins Heimis, Skagfirsku söngsveit- arinnar og Álftagerðisbræðra. Tólf af þessum lögunr höfðu áður kontið út á öðrum plötum en nteðal hinna fintm lagasmíðanna er Lækurinn, sem talið er að sé síðasta lagið sem Jón samdi, á haustmánuðum 1987. Stefán Gíslason, kórstjóri Heintis, fann lagið fyrir tilviljun á sínum tíma, útsetti það og bjó til flutnings. í dónti um plötuna, sem birtist í Morgunblaðinu í desentber 2002, sagði m.a.: “Lögin hans Jóns er góð heimild um merkilegan tónlistarfrömuð senr ekki má gleymast kontandi kynslóðunt Skagfirðinga og annarra landsmanna.” Eiður Guðvinsson með diskinn góða og mynd afefnilegu tónlistarfólki úr Skagafirði. íþróttafréttir Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar___ Brynjar prjónaði eins og einn kilómeter Brynjar Þór fór mikinn á Langasandi. Mynd: Lovísa Sigurjónsdóttir Afreksmaóurinn Brynjar Þór Gunnarsson úr Vélhjóla- klúbbi Skagafjaröar er að gera þaó gott í vélhjóla- íþróttinni þessa dagana og það er alltaf gaman aó því þegar Skagfiróingar láta að sér kveóa í ftölmennum hópi keppenda. Brynjar Þór keppti í prjón- keppni á Langasandi á Akranesi á dögunum og gjörsigraði með því að keyra á afturdekkinu um kílómetra leið á sandinum. Einnig var haldin keppni í blandi af motocross og enduro og þar var Binni í 3ja sæti, Einar Sverrir Sigurðarson (íslands- nreistari í bæði Motocross MXl og Enduro) var í 1. sæti. Stelpurnar úr minnibolta eldri hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls geróu sér glaðan dag á sunnudaginn var. íþróttahúsið á Sauðárkróki var upptekið vegna mótahalds og þ\4 héldu þær ásamt þjálfara sínunt til æfinga í íþróttahúsinu í Varmahlíð og fóru í sund á eftir. Alls eru um 20 stúlkur að æfa í þessunt flokki og undirbúa þær sig áfkappi f)TÍr þátttöku í Mandsmótinu í vetur. Körfuboltinn_______________________ Tap og sigur gegn Þór Tindastóll lék tvo æfingaleiki við Þór Akureyri á dögunum en liðin undirbúa sig af kappi fyrir átökin í lceland Express-deildinni sem hefst í næstu viku. Fyrri leikurinn fór fram í Síkinu á Króknum og þar voru Stólarnir sterkari framan af. Þórsarar gáfúst ekki upp og síðari hálfleikur var jafn en þegar upp var staðið höfðu Stólarnir betur, 81-77. Síðastliðinn mánudag mætt- ust liðin síðan á Akuretyi og þróaðist leikurinn ekki ósvipað þeirn fyrri, Stólarnir náðu góðu forskoti í byrjun en Þórsarar söxuðu á forskotið og komust yfir í fjórða leikhluta og sigruðu á endanum 78-74. Síðasti æfingaleikur Tinda- stóls fyrir Islandsmótið verður nú á föstudaginn en þá koma ísfirðingar í heimsókn í Síkið og hefst leikurinn kl. 19.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.