Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 37/2007 Koltrefjaverksmiðja á Sauðárkróki? Undirbúningur kominn á fullt Eftir að stjom SSNV samþykkti á fundi sínum á dögunum að hugsanleg koltrefjaverksmiðja á Norðurlandi vestra myndi rísa í Skagafirði hefur Atvinnumálanefnd Sveitar- félagsins Skagafjarðar tekið Þetta kom fram á fundi atvinnumálanefndar á þriðju- dag. Á sama fund mætti Jón ÖrnBerndsen.skipulagsfulltrúi, og ræddi um iðnaðarlóðir í Skagafirði. Eins og áður hefúr málið upp á sína arma. komið fram í Feyki eru menn bjartsýnir á þetta verkefni og eru fulltrúar ffá Fjárfest- ingarstofu að vinna í því að finna tjárfesta til þess að koma að verkefninu. Leiðari Vöndum kveðjurnar Enginn veitfyrr en allt í einu. Þetta, “ekki orðatiltæki,” hefur oftar en ekki komið upp í huga mér síðustu ár. Alltof margir í kringum mig, ungtfólk í blóma lífsins hefur annað hvort lent í slysi sem hefur breytt lífiþeirra tilframbúðar eða bundið á það endi. Enn var ég rækilega á þetta minnt í síðustu viku þegar gamall skólabróðir og vinur varðfyrir slysi og liggur hann í raun enn þungt haldinn í lífshættu á spítala. Sem beturfer höfum við síðustu vikur skipst á hlýjum kveðjum á bloggsíðum okkar. Þessi vinur minn þáði yfir 40 lítra afblóði og mér skilst að um 160 einstaklingar hafi því lagt hönd á plóg við að bjarga lífi hans. Alltþetta hefurfengið mig tilþess að hugsa um hvernig við högum kveðjum okkar við fólk. Gefum við okkur kannski ekki tíma tilþess að heilsa eða kveðja á viðeigandi og almennilegan máta þeim sem eru okkur kærir?Er hraði nútímans svo mikill að við frestum því að segja viðkomandi að hann eða hún sé okkur kærþangað til að það er kannski of seint? Eða mættum við íhuga að hrósa Iwort öðru oftar, klappa vinalega á öxl eða taka í hendi og segja sæll vinur minn. Þá sem við þekkjum betur kveðjum við meðfaðmlagi og kossi. Þökkum fyrir góða stund og höldum áfram. Sátt. Bros og nokkur vinaleg orð tefja ekki svo mikið þó að á hraðferð séum. Hins vegar geta þessi andartök verið andartökin sem við munum og ylja okkur komi eitthvað upp á. Því er boðskapur vikunnar; vöndum kveðjurnar og skiljum í sátt. Alltaf. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Utgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Úlafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri S ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Btaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Stafgöngudagur ÍSÍ Holl og góð hreyfing Stafgöngudagur ÍSÍ var haldinn sl. laugardag og þrátt fyrir mikið annríki vegna Laufskálaréttar mættu nokkrar vaskar konur og tóku þátt í göngunni. Var þetta í fyrsta skipti sem Skagaíjörður var með þátttöku í Stafgöngudegi ÍSÍ. Gengið var frá sundlauginni í Varmahlíð, uppá íþróttavöllinn ofan við Varmahlíðarskóla og endað á göngustíg senr liggur inn í skóginn og upp á Reykjarhól. Töluverður áhugi virðist vera fyrir stafgöngu í Skagafirði og margir þiggja smá leiðsögn við að bæta tæknina og flestir fá sér svo viðeigandi stati í framhaldinu. Karl Lúðvíksson, íþróttakennari, hefur boðið einstaklingum og hópum upp á leiðsögn að því tilskildu að staður og stund henti báðum aðilum. Blönduósbær Jóna Fanney sagði upp Ollum að óvörum sagði Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi síðustu sex árin, starfi sínu lausu á aukafundi bæjarstjórnar sem haldinn var sl. mánudag. Jóna Fanney, sem einnig er bæjarfúlltrúi E-lista mun áfram sitja í bæjarstjórn en einungis sem bæjarfulltrúi. Jóna vildi ekld gefa upp hvað hún ætlar að gera en hefur samþykkt að koma í viðtal við Feyki að viku liðinni. 3149 dilkar á dag Nytt met var slegið i Kjotafurðastoð KS þann 21. september sl. en þann dag fóru 3149 dilkar í gegnum húsið. í sömu viku var annað met slegið en þá var 14.880 dilkum slátrað. Þann 2. október var búið að slátra yfir 54 þúsund dilkum og hefúr vinnslan þetta haustið gengið vel að sögn Péturs Friðjónssonar, markaðsstjóra Landbúnaðarsviðs. Ekki hefur verið slátrað á laugardögum í sláturtíðinni en segir Pétur það vera öflugu starfsfólki hússins að þakka hversu vel hefur gengið þetta haustið. Eins og verið hefúr eru það bændur alls staðar af á landinu sem nýta sér þjónustu Kjötafurðarstöðvar- innar og greiðir afurðastöðin hæsta verð til þeirra þetta haust eins og svo oit áður. Blönduósbær Einar fastráðinn Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti með fjórum atkvæðum gegn þremur að ráða Einar Kolbeinsson í fullt starf hjá bænum. Einar hefúr starfað hjá Blönduósbæ allt árið og er í raun bara verið að ganga ffá fastráðningu hans í þau störf sem hann hefúr þegar gengið í. Minnihluti bæjarstjórnar taldi ekki eðlilegt að ganga frá ráðningu Einars án þess að starfið væri auglýst en meirihlutinn taldi að ekki væri skýlaus krafa í starfsmannastefnu bæjarins að auglýsa öll laus störf innan sveitarfélagsins. Útigangskindur skila sér / hús Betraer seinten aldrei Við smölun í Ólafsfirði um síðustu helgi komu fram tvær veturgamlar gimbrar sem gengið höfðu úti síðasta vetur. Voru gimbrarnar frá Brúnastöðum í Fljótum. Gimbrarnar heimtust í fyrra haust og áttu að lita en þegar lömh voru tekin á hús þá voru þær horfnar og fundust ekki þrátt fjTÍr talsverða leit. Það er nokkuð ljóst að þær hafa haldið sig einhversstaðar í fjallgarðinum milli Ólafsfjarðar og Fljóta síðasta vetur og dulist þrátt fyrir að alltaf sé talsverð umferð af snjósleðafolki á þessu svæði yfir veturinn. Kindurnar \’oru rígvænar en báru þess þó merki að eitthvað hefði hert að þeim síðasta vetur því þær höfðu gengið úr allri ull í vor. ÖÞ:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.