Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 9

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 9
37/2007 Feyklr 9 ÓK Gámaþjónusta á Sauðárkróki hefur verió starfrækt frá árinu 1988. Fyrstu tvö árin var fyrirtækið aðallega í sorphiröu en frá árinu 1990 hefur fyrirtækið einnig sérhæft sig í útleigu sorpgáma og þjónustu við þá. Fyrirtæki vikunnar ÓK Gámaþjónusta I upphafi voru starfsmenn fyrirtækisins ekki margir en þá sá Ómar um að keyra ruslabílinn og fékk skólastráka til þess að hlaupa í tunnurnar. Smá saman ijölgaði hjá honum en árið 1992 réð hann fyrst fastan starfsmann sér við hlið og í dag eru starfsmenn Ómars 6 að honurn meðtöldum auk þess senr skólastrákar sjá enn unr hlaupin í tunnurnar en þar er hann með 6 stráka sem skipta með sér einu stöðugildi. Starfssvæði fyrirtækisins er Skagaíjörður og Sigluljörður og sér Gámaþjónustan um alla sorphirðu á þessu svæði. Þá er hann í dag með unr 140 ruslagáma í útleigu og eru þeir á stærðarbilinu 10 til 30 rúmmetrar. Eins er hægt að fá lítil ruslakör senr eru 660 - 1100 lítrar á stærð og eru um 110 þannig kör í unrferð hjá Ómari. Til hliðar við þetta rekur Gámaþjónustan 20 stk. þurr salerni, eða kamra, er þar um að ræða gáma líkt og við sjáurn á útihátíðum og stundum við tjaldsvæði. Að auki hefur hann snn'ðað salernisgáma sjálfur sem fara út um land allt. I hverjum gánr eru 6 vatnssalerni senr uppfylla allar nútíma hreinlætiskröfur og á Gámaþjónustan 4 slíka. Gámaþjónustan rekur 7 bíla sem þjónusta viðskiptavini hennar auk þess að vera með sérbúin bíl til þess að hreinsa rotþrær við sumarbústaði og sveitabæi. Einnig sér Gámaþjónust- an unr að keyra um 10 tonn á dag nreð rækjuskel frá Dögun til Siglufjarðar þar senr unnið er úr þeim kítósan. ÓK Gámaþjónusta á hlut í Jarðgerð ehf. og koma starfsmenn frá ÓK til nreð að sjá um daglega vinnu þar. IdagerÓKgánraþjónustan að reisa nróttökustöð fyrir flokkaðan úrgang, er þar um sérstakt fyrirtæki að ræða. Flokka ehf. var stofnuð í júní 2006 og hófst þá undir- búningur að byggingu flokkunarstöðvarinnar. Þegar hún verður að fullum komin í gang gerir Ómar ráð fyrir að þar verði þrjú stöðugildi. Stefnt er að því að stöðin hefji rekstur í byrjun desember á þessu ári. Er þarna um að ræða mjög svo spennandi verkefni sent Feykir mun fá að fylgjast nánar með og kynna betur þegar nær dregur opnun þess fyrirtækis. Omar Kjartansson, eigandi OK Gámaþjónustu. Salernin sem Ómar hannaði og smíðaði. í gámunum mé lika finna þessarfinu sturtur. Hann er glæsilegur nýjasti bílinn i flota Ómars. ( MITT LIÐ ) Líflegar umræóur um fótbolta á heimilinu Skúli Jónsson framkvæmdastóri knattspyrnudeildar Tindastóls lifir og hrærist f heimi knattspyrnunnar. Hann er Púllari, allt frá árum svart hvíta sjónvarpsins, þannig að ekki voru það litirnir sem heilluðu hann eins og suma. Hvert er uppáhalds liðið þitt og af hverju? -Ég hef haldið með Liverpool frá því að ég fór að geta fylgst með enska boltanum. Ég man eftir að ég fór að halda með Liverpool vegna þess að mér fannst þeir spila skemmtilegan fótbolta og ég sat alltaf límdur við sjónvarpið þegar sýnt var frá þeim, en þá var bara horft á alla leiki í svart hvítu. Hefur þú einhvern tímann lent f deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Já ég man eftir því að á unglingsárum lenti maður oft í deilum út af því en þá sérstaklega við þá sem héldu með Leeds eða Man. Utd. Núna seinni árin eru það aðallega þeir sem halda með Man. Utd. sem maður hefur lent í deilum við og í eitt skiptið varég nærri laminn. Hefur þú farið út á leik með liðinu þínu? -Nei, éghef ekki gefið mértíma til fara á leik hjá þeim. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðning við liðið? -Það gengur ekki mjög vel ég á þrjá drengi og það er bara einn sem heldur með Liverpool en hinirtveir halda með Man. Utd. Þannig að það verða oft mjög líflegar umræður á heimilinu um fótbolta. YOU'LL NEVF.RWALK ALONE smáauglýsingar... Til sölu Til sölu netbundnar, þurrar hálmrúllur, saxaðarog ósaxaðar. Gurmar, Stóru-Ökrum s. 895 9268 Trésmíðavél til sölu Hobbytrésmíðavéltilsölu. Gerð EFIPHI, samanstendur af afréttara, þykktarhefli, sög, patrónu og úttaki fyrir fræsara. Verð kr. 60.000. Uppl. i síma 453-6750 eða 453-5602. Brauðgerðarvél óskast Á einhver brauðgerðarvél inni i geymslu þar sem hún safnar bara ryki. Efsvo er þá langar okkur að bjarga henni fyrir sanngjarnt verð. Upplýsingar í sima 456- 5515 Sendibíll til sölu Til sölu gamall og góður sendibill. Toyota LiteAce 1988 ígóðulagi. Uppl. í síma 8619842 PalliFr. Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.