Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 7
37/2007 Feyklr 7 j 3. Varmahlíð Við höldum í bílinn og keyrum í Varmahlíð. Þangað fór Óskar reyndar aldrei í bíl hér áður fyrr, ekki nema þegar hann fékk að stíga upp á brettið hjá Baldri mjólkurbílstjóra. -Þá var talað við okkur strákana á hreinni íslensku og ntaður vissi hvað beið rnanns þegar ntaður yrði fullorðinn. Bíll var ekki til í Álftagerði á þessum árum, segir Óskar. I Varmahlíð gekk Óskar í skóla og eftir skóla var síðan hangið í gamla kaupfélaginu eða í Gusu, eins og sjoppan var kölluð. Síðar fékk hann starf sem bensíntittur á kaup- félagsplaninu. -Við vorum í skóla í Miðgarði og síðan niður í gamla skóla. Þar man ég eftir að hafa rennt ntér niður að skúr með þeim afleiðingum að nagli tók botninn úr buxunum sem mamma hafði saumað á mig upp úr buxurn af bróður mínum. Með rassinn úr mátti ég því skammast heim því svona gat égekki verið. Kannski naglaskömmin eigi sök á því hversu átt mér liggur rómur í dag, það skyldi þó aldrei vera, segir Óskar hugsandi en kíminn urn leið. Að loknum grunnskóla tók við annars konar uppeldi í Miðgarði og segir Óskar að ekki sé ólíklegt að þar hafi fengist fyrsti kossinn. -----------------------------\ 5. Gilsbakki Við erum löngu fallin á tíma en Óskar á tvo staði enn sem hann vill koma á framfæri. Annar er Gilsbakki þar sem staðið er og horft fram í dalinn. -Það er ótrúlegur staður. Ég fór þangað fyrst 16 ára gamall á gömlum Land Rover sent Binni heitinn í Geldingaholti átti. Við fórum nokkrir að ná í einhvern fjandans bíl og gengum hér fram eftir í leiðinni. Ég man hvert einasta fótmál því þetta varð svolítið djúpt í ntér enda hafði ég heyrt sögurnar af Moniku í Merkigili. Þarna fer ég alltaf annað slagið bara til þess að fá þessa stórkostlegu tilfinningu. 4. Stóra Vatnsskarð Frá Varmahlíð liggur leið okkar að Stóra Vatnsskarði. -Þangað fór maður til Benna á haustin til þess að fara í göngur. Benni var minn Tarsan og hálfgerð þjóðhetja í augum okkar strákanna en hann skemmti gjarnan á barnaböllum. Eins kom hann hingað til æfinga nteð pabba og Sigfúsi og voru þeir þá að æfa gamanvísur. Ekki var hann heldur minni ntaður í mínum augum f)TÍr þá staðreynd að hann átti nýjan Land Rover sem hann keyrði eins og hálfi'iti, segir Óskar sem snemma fékk áhuga á bílum þó ekki væru þeir til á hans æsku- heimili. Aðra hetjudáð tengir Óskar við Benna á Stóra Vatnsskarði. Bróðir Óskars dvaldi hjá honum veturlangt til þess að temja tryppi og vaknaði Óskar við það nótt eina árið 1964 að heimilisfólkið á Stóra Vatnsskarði stendur þar inni á gólfi, sótugt og alblóðugt. Hafi kviknaði í gamla bænum á Stóra Vatnsskarði með þeirn afleiðingum að enginn átti undankomu leið út. Braut Benni þá gluggann og hékk út um hann á annarri hendi en notaði hina til þess að slaka heimilismönnum þar niður. Komust allir tiltölulega heilir frá atburði þessum en Óskar segist ætíð fá hroll við tilhugsunina urn hversu litlu mátti muna þegar hann ke)TÍr þarna unt. -Benni er hetja með stóru Hái. Við Gísli fórum ófá haustin í göngur fyrir hann og héðan á ég líka margar mjög góðar minningar enda Benni glaðsinna og skemmtilegur maður. Þetta eru mínir uppáhalds staðir enda var heimurinn ekkert rnikið stærri en þetta. Krókurinn var því aldrei neinn uppáhaldsstaður hjá mér, hann var svo langt í burtu. Ekki nema þá Græni salurinn í Bifröst en það ristir ekki djúpt, segir söngvarinn knái að lokum. Tími okkar er á þrotum og þeir bræður hafa pakkað niður í töskur. Áfangastaðurinn er borgin þar sem leið þeirra liggur í stúdíó þar sem taka á upp Skagfirskar drykkju- vísur. Lögin sem við hin syngjunt hvert með okkar nefi eftir að söngolían hefur smurt raddbönd okkar. Útkoman ásamt dvd mynd með safni af myndum og myndböndum þeirra bræðra mun líta dagsins ljós fyrir jól.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.