Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 37/2007 Jón Sigurðsson skrífar Adrepa á vega- gerðarmál í Skagafirði Sú staða er á Sauðárkróki hvað varðar þjónustustöð Vegagerðar ríkisins að á undanförnum árum hefur störfum þar fækkað og sjálfstæði hennar minnkað til muna. Um síðustu áramót var ákveðið af yfirstjórn Vegagerð- arinnar að flytja starf þjón- ustustjóra frá Sauðárkróki til Borgarness. Með honum fór það sjálfstæði, sem stöðin á Króknum hafði hvað varðar utanumhald með viðhalds- verkefnum, girðingum, efnis- vinnslu, ley'fi fyrir vegtenging- um, yfirlögnum, fræsingum, reiðvegum, styrkvegum, for- gangsröðun viðhaldsverkefna, áætlunargerð og fl. Verulega er orðin til trafala sú vaxandi fjarlægð sent orðin er á milli þeirra sent taka ákvarðanir urn þjónustu Vegagerðarinnar og þeirra sem þiggja. Má þar nefna tæknimenn hjá sveitarfélögum og svo almenning. Boð ganga á rnilli í langan tíma áður en lausn er fundin. Það er skiljanlegt þegar sá sem veita á þjónustuna þekkir ekki til staðhátta þar sem um ræðir, hefur kannski aldrei séð aðstæður og þarf að afla sér upplýsinga með hringingunt í rnann og annan til að geta leyst hin einföldustu mál. Ómæidur tími og fyrirhöfn fer í þessa hluti og til skammar fyrir fyrirtækið. Áður en þessi staða þjónustustjóra var flutt til Borgarness, var búið að leggja niður stöðu mælingamans og stöðu hönnuðar á Sauðár- króki. Á vordögum kom það í ljós að draga ætti úr þjónustu við vegfarendur á malarvegum og lýsti það sér m.a. í því að vegir voru sjaldnar heflaðir og stórlega dregið úr rykbindingu á malarvegum á þessu svæði. Þegar skoðað er ofan í kjölinn hvað veldur, kernur í ljós að fjárveiting til þjónustu hefur ekki hækkað í 3 til 4 ár. Á sama tíma hafa rekstargjöld til allra hluta hækkað unt ntörg prósent. Þetta hefur leitt til þess óhjákvæntilega að þessi liður hefur farið fram úr fjárheimildum undanfarin t\'ö ár. I staðin fyrir það að auka fjárveitingar í samræmi við það, þá var það gefið út af hálfu yfirmanna Vegagerðarinnar að umffamkeyrsla undanfarinna ára skildi greidd á næstu þremur árum og er það klipið af þriggja ára gömlum fjárveitingum sem ekki voru burðugar fýrir. Hvers á það fólk að gjalda sem býr í sveitum Skagaijarðar og verður að nota malarvegina meira og minna hvern einasta dag ? Öryggi vegfarandans er kastað fyrir róða með svona vinnubrögðum, Bílar í dag eru ekki fram- leiddir fýrir malarvegi, það ættu menn að hafá í huga. Svo kölluð „Low profil“ dekk eru á öllunt nýjum bílum í dag og þau hafa aldrei átt neina samleið með grófum og holóttum malarvegum frekar en álfelgurnar sem vel flestir aka á. Við sem búum út á landi gerum okkur alveg grein fyrir því að hvert starf sem hverfur suður fyrir heiðar skiptir máli og því er illt til þess að vita að forráðamenn ríkisstofnana geti lagt niður eða fært til störf án þess að þingmenn hafi neitt um það að segja, en þeir eru til þings kosnir til að standa vörð uin hvern þann einstakling sem ljáði þeiin atkvæði sitt í góðri trú. Jón Sigurðsson samgöngunefnd Sv.fél Skagafjörður. Er eitthvað að frétta? Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7 7 76 Ingibjörg Hafstað skrifar Kvenfélög í Skagafirði Vetrarstarf kvenfél- aganna er að hefjast þessa dagana. Kven- félögin í Skagafirði eru 11 og í þeim eru um 230 konur. Starf kvenfélaganna í Skaga- firði byggir á traustum grunni og hafa íbúar til sjávar og sveita gegnurn áratugina tekið eftir og notið starfa þeirra á margvíslegum vettvangi því flest hafá þau starfað lengi. T.d. er Kvenfélag Rípurhrepps stofnað árið 1869, Kvenfélag Sauðárkróks 1895 og Kvenfélag Staðarhrepps verður 100 ára í vor. Raunar starfa kvenfélögin allt árið því fjáröflun þeirra er oft bundin við veitingasölu við ættarmót og erfidrykkjur eða í kringum göngur og réttir. Þó kventélögin starfi að mestu leyti sjálfstætt þá hafa þau samstarfsvettvang sem er Samband skagfirskra kvenna og eru því aðilar að Kvenfélagasambandi Islands. Sambandið heldur utan um fáein sameiginleg verkefni. í september koina formenn félaganna saman og skipuleggja vetrarstarfið. HaldinerhausU'aka og skiptast félögin á að halda hana. Þá hittast konur úr öllum félögunum og taka gjarnan með sér gesti. Félagið sem heldur samkomuna sér svo um menningar- ogskemmtidagskrá. Fast verkelni er svo heimsókn á Heilbrigðisstofhunina á Sauðárkróki. Félögin taka að sér að fara dagstund með mánaðar millibili á stofiiunina og heimsækja vistfólk á sal og hafa meðferðis kaffiveitingar og skemmtiefiti af einhverju tagi auk þess að blanda geði við þá sem þar búa. Þetta er afar þakklátt og vel metið verkefiii. Vinnuvakan svokölluð er haldin í mars/ apríl ár hvert og er sameiginlegur muna- og kökubasar télaganna og hefur verið haldin í Varmahlíðarskóla í mörg ár og áður á Löngumýri. Á formannafúndi á haustin er telcin ákvörðun um hvert söfnunarté vökunnar rennur. I vor rann það t.d. til björgunarsveitanna í Skagafirði og árið áður til Skagafjarðardeildar Krabba- meinsfélagsins. Á fiindi for- manna núna 12. september s.l. var ákveðið að affakstur vinnuvöku rynni til Grósku Iþróttafélags faflaðra. Það er gott að eiga góða að Sambandið á góða vini og einn sá dyggasti er Brynjar Skarphéðinsson sem lengi rak gróðrarstöð á Akureyri. Nú ræktar Brynjar fý'xir kvenfélögin og hefur um árabil gefið okkur um 400 trjáplöntur á hverju surnri sem Helga Bjarnadóttir ritari sambandsins sér um að sækja og deila út til félaganna. I gangi er landsátak kven- félaganna um aukna hreyfingu og bætt mataræði og höfum við áhuga á að standa fyrir samkomu um heilsueflingu í vetur. Kvenfélögin starfa eins og sagði fyrr mest sjálfstætt og sníða sér stakk eftir vexti og áhuga félagskvenna. Það er ekki rétt að við séurn alltaf að baka og elda. Það gerurn við ef við kjósum að hafa það þannig og höfiun gainan af. Hér áður fýrr þegar algengast var að vinna kvenna væri eingöngu á heimilunum og þær voru oftar en ekki fjárhagslega háðar afkomu bænda sinna, þá var eðlilegt að þær færu þá leið að baka og sauma fýrir kvenfélagið sitt,-“ þær áttu efiii í fat og mjöl í brauð”. En nú eru breyttir tímar og starf félaganna mótast af aðstæðum kvennanna í félögunum ,félagslegum og fjárhagslegum. Þó þaðségaman að vinna saman að ýmsum verkefirunr þá eru konur líka að njóta þess bara að hittast, einnig að afla sér þekkingar með því t.d. að fara á námskeið saman. Þær gefa sér líka tíma til að fara í gönguferðir, á kaffihús eða leikhús. Þær fara sarnan í ferðir innan lands og utan. Markmið okkar allra er þó alveg ljóst, að styðja við líknar og menningarstarfsemi. Og það er býsna drjúgt sem við leggjum af mörkunt. Á síðasta ári söfnuðu félögin og gáfu til þarfra ntálefna aðallega hér heima í héraði urn 2.5 milljónir í peningum talið og þetta hefur verið algeng upphæð undanfarin ár. Þá er ekki talinn með afrakstur vinnuvöku né öll sú sjálfboðavinna sent konur inna að hendi við ýmis tækifæri. Það geta allar konur verið í kvenfélagi Engin inntökuskilyrði eru í kvenfélögununr, einungis viljinn til að vera með. Það eru heldur engin landamæri. Konum er frjálst að velja sér félag óháð því hvar þær búa í héraðinu. Þessi pistill er hvatning til kvenna að bætast í hópinn. Stjórn Sambandsins skipa nú; Ingibjörg Hafstað í Vík.form., Dalla Þórðardóttir Miklabæ.varaform., Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð ritari, Ragna Jóhannesdóttir gjaldkeri á Sauðárkróki auk Margrétar Gunnarsdóttur og Jónu B.Heiðdals á Sauðárkróki sem eru meðstjórnendur. Allar þessar konur geta gefið upplýsingar um störf kvenfélaganna. Með góðri kvenfélagskveðju. Ingibjörg Hafstað { ÁSKORENDAPENNINN ) Magnús Óskarsson, Sölvanesi „Nóttlaus voraldarveröld, þar sem víðsýnið skin.“ Stephan G Verndum víósýnió Rúm öld er liðln síðan danskir lýðháskóla- ræktunarfrömuðir kenndu trúbræðrum sínum íslenskum í Ungmennafélagshreyf- ingunni að stinga niður hríslum. Nú verður gildi skógræktarseint oflofað, hvort heldur er til nytja, skrauts ellegar skjóls; að ógleymdu því að grænt laufskrúð trjáa hamlar gegn ofhlýnun jarðarafvöldum mengunarmanna. En allur ervarinn góður. Á íslandi sérfólk lengra frá sér en víða annars staðar á jarðarkringlunni. Ferðafólk flykkist m. a. til landsins til þess að njóta þessa útsýnis. Af þeim sökum verða skógræktendur að hugsa sig um tvisvar, þegar þeirvelja nýjum plöntum stað, þarsem þærverða eftirfáein árað háum trjám. Vildi annars nokkur, sem þekkirtil núverandi dýrðar Skagafjarðar, aka um héraðið að nokkrum árum liðnum án þess að hafa fyriraugum: Drangey, Glóðarfeyki og Mælifellshnjúk? Égheld varla. Skipulag er allt sem þarf. Ég skora á Kristján Kristjánsson /v. skóiastjóra, Lækjarbakka 9, að skrifa næsta pistil.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.