Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 8
8 Feykir 37/2007 VIKA4 0 Breyttur lífsstíll meö Feyki Jæja nú er búið að taka á því í þrjár vikur og kannski tími til kominn fyrir þá sem ætla lengra að fara að finna sér líkamsræktarstöð. Ekki síst í Ijósi þess að nú styttist dagurinn og stöðugar rigningar gera útiæfingar ekki að freistandi kosti. En þær María ogSiva í Þreksporti halda áfram að senda okkur dagskrá og svona líta næstu tvær vikurnar út. í næstu viku má auka örlítið við brennsluna. 3x í viku Dagur 1. Dagur 2 Brennsla 20-30 mín Dagur 3 10-15 mín upphitun, hlaupabretti, stigvél, hjól. Bekkpressa Niðurtog þríhöfði Róður í vél eða með handlóði Tvíhöfði með stöng Niðurtog víttgrip Axlapressa með lóðum Gera skal 2x15 endurtekningar Gotteraðtaka 15-20 míní brennslu eftir lyftingarnar. Kvið og bakæfmgar skal gera alla dagana. Gangi ykkur vel 10-15 mín upphitun, hlaupabretti, stigvél, hjól. Fótpressa Fótkreppa Fótrétta Kálfalyfta Hnébeygja Framstig '' "> Gullkorn j vikunnar Vel skipulögö matarinnkaup og matseóill koma oft í veg fyrir aó óhollusta sé gripinn á síðustu stundu. Á slóóinni www. hvaderimatinn. is má finna fjölda hugmynda af matseölum og þaó sem betra er uppksriftirnar fylgja meö og innkaupalistar. Holjréttur vikunnar Grænmetisréttur með Ricotta 250 gr. Galbani Finetta Ricotta ostur 200 gr. Niðurskorið blandað grcenmeti, t.d kúrbítur, tómatar oggulrœtur 150 gr. Niðursneitt brauð 50 gr Nýrifinn Grana Padano ostur Olívuolía Smjör Salt og pipar Aðferð: Forhitið ofninn í 200 gráðu hita. Hitið olíu á pönnu og steikið grænmetið. Raðið brauðinu í botninn og hliðarnar á eldföstu móti. Setjið grænmetið síðan ofan á. Blandið Ricotta ostinum og smá olívuolíu saman og kryddið eftir smekk. Setið ostamaukið yfir grænmetið. Stráið rifna ostinum yfir og og bakið í 10 mín. ( TÖLVUPÓSTURINN ) Jón Guómann Jakobsson stýrir Reykjavíkurdeild spútnikfyrirtækisins Léttitækni. Feykir sendi Jóni tölvupóst og spurói frétta. Aöalmáliö er jákvæöni > > Hvað er svo að frétta úr Reykjavíkurhreppi? -Héðan úr suður- vígstöðvum Léttitækni er allt gott að frétta. “Útrás" Léttitækni ehf yfir heiðar gengur afskaplega vel og höfum við náð góðri fótfestu á markaðnum. Það er hins vegar alltaf hægt að bæta við og gera betur og það er í mörg horn að líta. En þér sjálfum? -Sömuleiðis allt gott að frétta frá mér og mínum. Krakkarnir komnir í leiksóla og allt komið í sinn vanalega haustgír. Við fluttum í sumar og erum að verða búin að koma okkur vel fyrir í nýju íbúðinni í Grafarholti. Núna í dag eru við einmitt að skella okkur norður á Blönduós yfir helgina og hlakkar okkuröllum mikið til. Eru ekki einhverjar skemmtilegar nýjungar hjá Léttitækni þessa dagana? -Það sem kemur fyrst uppí kollinn er auðvitað Segway hjólið. Því tæki er erfitt að gera skil í síma eða á prenti. Best er að skoða www.segway.com. Segway verkefnið fer af stað næsta vor. Svo erum við að semja um nýtt umboð á rafdrifnum hillukerfum en þá eru heilu brettarekkakerfin á sleðum í gólfi og nýtist vöruhúsið margfalt betur. Þetta er sniðug lausn þar sem fermetraverð á byggingum er hátt og fer hækkandi. Er alltaf jafn mikið að gera? -Já.eins og hjá mörgum fyrirtækjum í dag er meira en nóg að gera. Það virðist vera endalaus eftirspurn eftir góðum vönduðum vörum og góðri þjónustu í þessum geira. Við reynum að vera alltaf á tánum að fylgjast með nýjungum og góðum lausnum. Forsvarsmenn fyrirtækja gera sér líka betur grein fyrir því í dag hvað léttitæki getur breytt miklu fyrir starfsmanninn, sem verður ánægðari og líður betur í vinnu sem svo skilar sér í bættum afköstum. Betur vinnur vit en strit:) Hvað er svona helst framundan hjá ykkur? -Tyrklandsferð er núna næst á dagskrá. Við erum að fara að hitta framleiðendur á hillukerfum og skápum. Við erum reyndar byrjaðir í viðskiptum við þá fyrir um einu og hálfu ári. Viðskiptin hafa gengið vonum framar og nú er kominn tími til að hittast og ræða málin dýpra um framhaldið. Svo eru mörg verkefni framundan og verkefnastaðan hefur aldrei verið jafn góð. Svo má líka nefna að við erum að fara að byggja annað nýtt hús á Blönduósi sem verður tilbúið um áramótin. Eruð þið að bjóða einhverjar vörur sem gætu hentað á “heimamarkaði” það er á Norðurlandi vestra? -Vörurnar sem við erum með henta í raun hvar sem er. Alls staðar þar sem eru lagerar eða vöruhús má yfirleitt finna einhverjar vörurfrá okkur. Hvortsem það erhillukerfi, handvagn eða lyftari. Við eigum marga trausta viðskiptavinu um land allt. Það snýst frekar um það hvort menn á “okkar heimamarkaði’’ geri sér almennt grein fyrir því að við séum með svona mikið vöruúrval og oftar en ekki á betra verði en samkeppnisaðilar okkar. Auóvitað getum við líka verið duglegri í að auglýsa okkur í heimabyggð. Hvers saknar þú nú mest frá heimahögunum? -Það er margs að sakna. Ég fæddist og ólst upp á Blönduósi og því hefur maður alltaf taugar norður. Mjög stór hluti fjölskyldunnar erfyrir norðan og við reynum að renna norðureins oftogvið mögulega getum. En burtséðfrá vinum ogplskyldu þá finnst mér alltaf notalegt bara að vera í kyrrðinni og njóta lífsgæðanna sem eru í umhverfinu og náttúrunni. Ég er bjartsýnn á framtíð svæðisins. Staðsetning svæðisins landfræðilega og samgöngulega séð er mjög góð. Það leynast tækifæri víða, en frumkvæði þarf að koma frá fólkinu sem hér býr. Aðalmálið er jákvæðni og bjartsýni þá er oft eins og hlutirnir komi að sjálfu sér. > > og bjartsýni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.