Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 1

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 1
Óskar Pétursson, villingur, söngvari, Skagfirðingur og Ijúflingur meó meiru, átti stefnumót við Feyki einn rigningarlegan sunnudagsmorgun. Astæða stefnumóts okkar var tilraun blaðamanns til þess að fá Óskar til þess að rifja upp gamla tíma og deila með lesendum Feykis uppáhalds stöðum sínum á æskuslóðunum. „Útsýnið hér úr eldhusglugganum er stórfenglegt og hér stóó maður gjarnan og flatti nefið á rúðuna og fylgdist með því sem geróist í veröldinni“ Sjá viðtal á bls. 6-7 Fjölbreytt störf í boði Segja sig úr Héraðsnefnd A-Hún. Næga vinnu er að fá á Norðurlandi vestra Um þessar mundir eru auglýst 16 laus störf á vef Vinnumálastofnunar á Noröurlandi vestra. Óhætt er að segja að störfin séu af margvíslegum toga þar sem meðal annars er auglýst eftir trésmiðum, kennurum, leikskólakennurum, skrifstofufólki, skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur fram í lauslegri úttekt starfsmanna SSNV um atvinnuhorfur á svæðinu. Einnig vekur athygli að á meðan sjávarútvegsfyrirtæki annars staðar á landinu segja upp fólki auglýsir Fisk Seafood eftir starfsmönnum. Þá eru ótalin störf sem enn hafa ekki hafa verið auglýst en samkvæmt forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga, Skýrr og KPMG vantar einnig fólk til starfa hjá þeim fyrirtækjum. I samantekt ffá SSNTV kernur fram að Norðurland vestra sé um margt spennandi valkostur til búsetu, einkum fyrir fjölskyldufólk. Hér séu góðir leik- og grunnskólar auk þess sem á svæðinu sé bæði framhaldsskóli og háskóli. Svæði án umferðarljósa í samantekt starfsmanna SSNV segir jafhframt að fyrir þá sem dvelji drjúgan hluta úr degi í bið við umferðarljós hljóti Norðurland vestra að vera aðlaðandi kostur, þar sem engin umferðarljós séu í landshlutanum. Samgöngur séu almennt greiðar og lítið fyrirtæki að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja Eyfirðinga eða höfúðborgarbúa. Lögreglan sér þó um að bensínfóturinn verði ekki of þungur þegar ferðagleðin gerir vart við sig - svona rétt til að menn fari sér ekki að voða. Þá sé fasteignaverð á Norðurlandi vestra í hagstæðari kantinum en meðalverð á fermetra í einbýli er um 100 þúsund krónur. Rétt sé þó að benda á að verð getur verið misjafht milli einstakara byggðarkjama á svæðinu. Vilja allsherjar sameiningu Bæjarstjórn Blönduóss hefur tekið ákvörðun um að segja upp samningum um Héraðsnefnd A-Hún. og óska eftir því að uppgjör fari fram í samræmi við gildandi samþykktir og sveitarstjornarlog. -Það er greinilega víðtækur vilji til meira samstarfs innan sveitar- stjórnanna. Okkur finnst það á skjön við nútíma stjórnsýsluhætti að auka alltaf vægi héraðsnefndar í stað þess að stíga skrefið til fulls og sameinast. Þessi gjörningur er okkar leið til þess að höggva á hnútinn og stíga firam til sóknar. í því umhverfi sem við búum við í dag er nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða, segir Héðinn Sigurðsson, formaður bæjarráðs Blönduósbæjar og héraðsnefndarmaður í Austur-Húnavatnssýslu. Þá gerði bæjarstjórn það að tillögu sinni að sett yrði á laggirnar samstarfs- nefnd um sameiningu sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu. I nefndinni eigi sæti tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi og ráðinn verði verkefhisstjóri í hlutastarf. Kosið yrði um sameiningartillögu í íbúakosningu í maí 2009. —ICTenflitt ehj3— [Delllnspiron 1501 ] SérstakttilboðsverðTenqils > kr. 69.900 Versladu við fagmenn! Tcngillehf Tötvudeild Borgarf1öt27 Sauðárkróki Sími 455 7900 VIÐ B0NUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum ©SnMS’ <ÉB$, Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar ogsprautun ----- .

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.