Feykir


Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 48/2007 Leiðari Með ósk um gleðilegjól Kvíði, sorg og vanlíðan erþví miður einn af fylgigestum jólahátíðarinnar og þrátt Jyrir að flest okkar hlakki tiljólanna eru aðrir sem þeim kvíða. Ástvinamissir, skilnaður eða jafhvel veikindi geta kallaðfi'am blendnar tilfinningar til þessarar hátíðar Ijóss ogfriðar. Sjálfbý ég við þær aðstæður að hafa börnin mín ekki hjá mér nema önnur liverjól og önnur hver áramót og hefurþað fi-amkallað blendnar tilfinningar og kvíða ijfir hvernig þessar hátíðir verði í barnlausu húsi. Á stundum hefur hvarflað að okkur hjónum aðflýja ástandið og fara annað, en þess í stað höfian við ákveðið að takast á við hlutina eins og þeir eru. Þessijólin verða börnin heima og gleði í bæ. Ég tók eittsinn viðtal við ungan mann sem misst hafi eiginkonu sítia og við töluðum umjólin. Hann sagðist hafa verið voða sterkurþar til allir voru sofnaðir og hann ha.fi setið einn eftir og grátið ofan í koníakið sitt. Hann sagði líka að það væri í lagi að gráta, það væri nauðsynlegur hlud bataferilsins og mörgum árum síðar hafi hann á nýjan leik náð að öðlast gleði yfir helgi jólanna. Gleði sem hann um stund hélt að hann hefði tapað að eilífu. Gleði sem þó ætið var blönduð trega yfir því sem einu sinni var. Ég hefhugsað mikið umþessa hluti upp á síðkastið og komist að þeirri niðurstöðu að kannski sakni ég mest af öllu sakleysi barnsæskunnar og þeirrajóla sem það bauð upp á. Jóla þar sem sorg og sút var eitthvað sem ég ekki þekkti. Jóla þar sem allir diskar voru á sínum stað og stólarnir við þá setnir. Ég held líka að það sé skylda okkar sem fullorðin erum að reyna að sjá tilþess að börnin okkar upplifi gleði og áhyggjuleysijólanna sama liverjar aðstæðurnar eru. Það þarfekki allt að vera fullkomið ogþað þarfekki að kaupa allt mögulegt og ómögulegt til þess aðjólin komi. Hreint hús, hrein börn ogjólamatur, borinn fram á okkarfínasta stelli, í sambland við væntumþykju, bros og ást er allt sem til þarf. Kæru lesendur ég óska ykkur gleðilegrajóla og vona að hátíðirnar verði ykkur Ijúfar. Hugsum hlýlega til þeirra sem eiga um sárt að binda um leið og við tendnnn jólaljósin og hleypum helgi jólanna að. Feykir er nú kominn í smájólafrí og kemur næsta blað því ekki útfijrr en to.janúar. Með þökk fyrirfrábærar viðtökur á árinu sem er að líða. Guðný Jóhannesdóttir feykir@ nyprent. is sími 898 2597 Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Pórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og drcifing Nýprent ebf. Simi 455 7171 Umbrot og prcntun: Nýprent ehf. Fljótin Nýtt flugskýli rís við Miklavatn í sumar hófst vinna vió um 40 ferm. nýbyggingu á austari bakka Miklavatns í Fljótum. Þarna var til skamms tíma lítið timburhús sem gekk undir nafninu flugskýli. Þetta hús var reist á þeim tíma þegar Loftleiðir stunduðu síldarleitarflug fyrir Norður- landi á síldarárunum. Þá var þarna bækistöð þeirra sem störfuðu við flugið en vélin lenti á Miklavatni. Þetta leitarflug varð m.a. til þess að koma fótunum undir Loftleiðir fjárhagslega og því var talsverð saga tengd þessari lágreistu byggingu sem síðustu ár hefur orðið tímans tönn að bráð. „Við erum tveir sem stöndum að því að endurgera þessa byggingu. Gunnar Björg- vinsson fyrrverandi flugvirki hjá Loftleiðum er með mér í þessu” sagði Dagfinnur Stefánsson fyrrverandi flug- maður þegar hann var inntur út í þessa framkvæmd á dögunum. „Þetta síldarleitarflug skipti alveg sköpum fyrir starfsemi Loftleiða því þá skapaðist samfelld vinna í nokkra mánuði. Þá átti félagið bara eina vél sem tók þrjá farþega. En þegar við fengum leitarflugið skapaðist grund- völlur til að kaupa aðra vél og þetta hleypti krafti í þá sem stóðu að Loftleiðum. Það er út af þessu sem við ráðumst í að endurbyggja Loftleiðabeisinn eins og við starfsmennirnir kölluðum skúrinn í gamla daga. Og svo var þetta náttúrlega skemmtilegur tími. Við vígjum húsið svo formlega á næsta ári. Það er meiningin að þetta verði nokkurskonar minjasafn. Þarnaverðurkomið fyrir myndum og munum sem tengjast síldarleitarfluginu“ sagði Dagfinnur Stefánsson. Nýja flugskýlið sem er i byggingu við Miklavatn i Fljótum. Mynd ÖÞ: Héraðsnefnd A - Hún.____________________ Blönduós vill byggðasamlög Bæjarstjórn Blönduósbæjar óskaði á síðasta fundi sínum eftir afstöðu aðildarfélaga Héraðsnefndar A- Hún. um málaflokka sem verið hafa á forræði Héraðsnefndar en Blönduósbær sagði sig úr nefndinni á dögunum. Var óskað eftir svörum um ustu og rekstur héraðsskjala- reksturtónlistaskóla,skólaþjón- safhs. Er það tillaga bæjar- stjórnar Blönduós að stofna byggðasamlag um rekstur þessara eininga og kjósa í þær stjórnir. Óskar bæjarstjórn jafnframt eftir svörum ffá hreppsnefhdum Húnavatns- hrepps, Skagastrandar og Skagabyggðar eigi síðar en 20. janúar 2008 þar sem sveitarfélagið þurfi ella að gera aðrar viðeigandi rástafandir með rekstur ofangreindra málaflokka. Margeirs 1. Benediktssonar, Sigurjóns Péturssonar og Sveins Þon'aldssonar voru fest á minnisvarðann. Séra Sigríður Gunnarsdóttir flutti hugvækju en við athöfnina voru aðstandendur þeirra sem minnst var ásamt fleira fólki. Veðrið þann 14. desember fyrir 72 árum er eitthvert versta veður sem gengið hefur y'fir landið og sérlega var það vont hér á Skagafirði. Sex bátar réru um nóttina í blæjalogni en laust upp úr hádegi skall veðrið á. Fjórir bátar komust að bryggju við illan leik en tveir bátar fórust með sjö manns innanborðs. Einn maður varð úti á Reykjaströnd. Sagt er frá atburðunum í Skagfirskum annál 1847-1947 og í Sauð- árkróksbókum Kristmundar Bjarnasonar. Aðstandendur við minnisvarðann. Mynd: ÓAB Sauðárkrókskirkjugaróur Athöfn við minnis- varða um týnda í síðustu viku var athöfn við hér á Skagafirði í óveðrinu minnisvarða um týnda í mikla 14. desember 1935 Sauðárkrókskirkjugarði. og ekki fundust. Minnst var þeirra sem fórust Plötur með nöfnum þeirra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.