Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 9
48/2007 Feykir 9
Fallega skreytt jólaborðið þar sem rauðir, hvítir og gylltir litir ráða rikjum.
Anna Lea Gestsdóttir í Blóma og gjafabúðinni ráðleggur lesendum
Er jgóda veislu
gjöraskal
Á jólum drögum við oftar en
ekki fram það fegursta úr
okkar pússi bæði hvað
varðar fæði, klæði og
skrautmuni heimilisins.
Þegar síðan klukkan slær
sex á aðfangadagskvöld
setjumst við að uppdekk-
uðu jólaborðinu.
Margir leggja mikið upp úr
borðskreytingum þetta kvöld og
búa til skreytingar, fægja silfrið
og skrifa jafnvel smá skilaboð til
þeirra sem sætin verma. Feykir
fékk Önnu Leu Gestsdóttur
í Blóma og Gjafabúðinni á
Sauðárkróki til þess að sýna
okkur hvernig dekka skuli
hátíðarborðið.
Sjálf segist Anna Lea vera
hrifin af því að hafa mikið af
ljósum en bætir við að síðan fari
það eftir aldri ijölsk)'ldumeðlima
hversu öruggt borðið þurfi
að vera. -Skagfirðingar vilja
nánast undantekningalaust fá
rautt og gyllt á jólaborðið og í
skreytingar. Heildsölurnar fyrir
sunnan eru farnar að þekkja
inn á þessar siði hér og tala unt
það að þarna komi konan sem
\rilji allt rautt og gyllt. Eins eru
framleidd f)TÍr mig sérstök kerti
í þessum litum írá Jöklaljósum,
segir Anna Lea og brosir.
Anna Lea hefur átt Blórna
og gjafabúðina í þrjú ár en áður
hafði hún unnið í búðinni á
mörg sumur og oft með skóla
ífá því hún var 16 ára. Það er
því óhætt að segja að þrátt fvrir
ungan aldur hafi hún ntikla
reynslu. En skyldu skreytingar
hafa breyst mikið á þessum
árum. -Já, þær hafa gert það.
Sérstaklega aðventukransarnir.
Fólk kaupir alltaf meira og
meira í einföldum stíl og þá
alveg tilbúna sem ekkert þarf að
gera við á næsta ári. Það er ekki
eins mikil vinna í búðinni að
föndra fyrir fólk eins og var hér
áður.
Hyasinturnar fara
síðustu dagana
Framundan er aðal annatíminn
í búðinni sem, síðustu fimrn
dagana fyrir jól segir Anna Lea,
að allt fari á fullt. Þá komi fólk
og kaupi hyasintur og önnur
blóm auk þess sem margir
séu á síðustu stundu með
jólagjafainnkaupin.
Hefúr þú lent í því að það
sé komið eftir lokun á
aðfangadag og þú beðin að
redda gjöfinni sem gleymdist?
-Já, það hefúr komið fjTÍr,
minnisstæðasta dæmið er
þegar eiginmaður einn kom
frekar niðurlútur eftir hádegi
á aðfangadag og átti þá eftir að
finna eitthvað handa konunni.
Því var að sjálfsögðu reddað. Ég
bý í sama húsi og blómabúðin er
staðsett í og því kemur það alltaf
reglulega f)TÍr að bankað er upp
á hjá mér ef eitthvað vantar. Því
er að sjálfsögðu reddað með
bros á vör.
Mæðgur í rekstri
Búðina á Anna Lea í samstarfi
við móður sína, Sóleyju
Skarphéðinsdóttur og segir
Anna Lea að það hafa verið
óvænt að það kom til. -Ég var
að koma úr námi og vantaði
vinnu, örlögin urðu síðan
þannig að sama dag og ég
fékk samþykkt tilboð í búðina
fékk ég líka atvinnutilboð
hjá Byggðastofnun. Ég vildi
hvorugu sleppa og þá kom
mamma inn í þetta nteð mér.
Hún stendur síðan vaktina í
búðinni þegar ég vinn og ég sé
um allan rekstur.
Er markaður fyrir blómabúð
á Sauðárkrók? -Já, það er það.
En með tveimur blómabúðum
verður þetta óneitanlega
erfiðara enda varla nógu stór
markaður fyrir þær báðar,
það er bara þannig. En það
er engan bilbug á okkur af
finna. Við erum með vinsælar
merkjavörur sem fólk safnar í
og heldur áfrant að kaupa. Ég
legg mikið upp úr því að hafa
nterkja vörurnar á sama verði
og þær eru annars staðar svo
það er engin ástæða til þess
að keyra langan vel til þess að
kaupaþessarvörur. Fólk verður
að vera meðvitað um að versla
í heimabyggð til þess að halda í
þá þjónustu sem hér er í boði,
segir Anna Lea að lokum.
Takið eftirhversu skemmtilegt erað merkja hveijum og einum sitt sæti.
Falleg grenigrein með skrauti gerirfallegan svip á borðstofuna.
Fallegur borðbúnaður setur punktinn yfir i-ið.
Það getur vehð gaman að kaupa sér eitthvað smálegt til þess að fullkomna veisluborðið.