Feykir


Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 22

Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 22
22 Feykir 48/2007 Jón Bjarnason skrifar CQ C I Kirkjan er hom- steinn samfélagsins Kirkjan hefur veriö grunnþáttur okkar þjóóskipulags nánast frá upphafi íslandsbyggðar. Með henni höfum við lifað bæði súrt og sætt í meir en 1000 ár. Mikilvægt er að hún nái að bregðast við breyttum kröfúrn á hverjumtímaentraustböndmijli ríkis og kirkju gefa samfélaginu öryggi sem okkur er mikilvægt. Trúfrelsi og virðing fyrir öðrum trúarbrögðum eru sjálfsögð og slíkt á að vera kennileiti okkar Islendinga í hvivetna. Kirkjan og safhaðarstarfið eru hornsteinar Ijölbreytts menningarlífs víða ekki hvað síst í minni samfélögum úti á landi. Má þar sérstaklega nefita söng og tónlistarlíf og barnaog unglingastarfþar sem fjölskyldan öll er virkur þáttakandi í, að ógleymdum hlut starfi eldri borgara. Fjöldi barna, unglinga og fullorðinna um land allt syngur í kirkjukórum eða tekur þátt í tónlistar- og uppbyggilegu trúarlífi í kringum kirkjurnar. Fjölþætt ábyrgð um land allt Þá er þess að geta að kirkjustaðirnir eru einstæðar vörður í sögu, atvinnu- og menningarlífi þjóðarinnar og samofnir örlögum hennar. Kirkjurnar vítt og breitt um landið er byggingarsögulegir dýrgripir og búnaður þeirra er hluti af listasögu landsins. Þessum verðmætum verður að halda til haga og gera sýnileg í nútímanum. Þarna ber þjóðkirkjan og við öll víðtækar samfélagsskyldur. Kirkjusagan og kirkjustað- irnir em samofin þeim verð- mætum sem reynt er miðla og laða fram t.d. í menningar tengdri ferðaþjónustu. Þetta er nú þegar víða gert t.d. með því að hafa kirkjurnar opnar og bjóða tónlist og aðra dagskrá um ferðamannatímann. Kirkju- starfið er mikilvægur hlekkur í byggðamálum og ómetanlegt í öllu félags og menningarlífi stórra og minni samfélaga um landið. Þess vegna þurfúm við m.a. að standa vörð um prestssetrin ogprestaköllin út um land og efþörf er að finna þeim aukin og ný samfélagshlutverk í síbre>tilegu samfélagi. Hátíðarkveðjur á jólum Það er mikilvægt er að við höfúm þessa fjölþættu ábyrgð í huga. Islenska þjóðkirkjan, kristni og kristnifræðsla snýst ekki einungis um trúmál, hún snýst einnig um menningarlíf þjóðarinnar, þá menningu sem hefur fylgt okkur í gegnum aldirnar. Við eigum að finna hjá okkur þörf til að rækta þessa dýru arfleið af alúð og natni á ólíkurn vígstöðvum. Það á að vera ófrávíkjanleg regla að borin sé virðing fyrir ólíkum trúarbrögðum. En um leið eigum við að fagna þeirri merku menningar- og trúararfleifð sem kristin trú hefúr gefið okkur. Þjóðkirkjan gegnir dýnnætu hlutverki í okkar samfélagi, og það er okkar allra að standa vörð um að hún geri það áfram unr langa hríð. Ég óska lesendum Feykis gleðilegrar jólahátíðar og far- sældar á nýju ári og þakka hvatningu og góðan stuðning á árinu sem er að kveðja. Jóti Bjarnason Bestu óskir um gleðileg iól ogfarsældákomandiári - pökkum árið sem er að líða. Starfsfólk Nýprents

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.