Feykir


Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 7
48/2007 Feyklr 7 Fljótin Náðu 16 kindum úr Héðinsfirði Mikið um að vera hjá 3. bekk / Grunnskól- anum á Blönduósi Sjö afmæli í desember Bændur úr Austur-Rjótum fóru til Héðinsfjarðar í síðustu viku til að sækja þær kindur sem eftir urðu í firðinum í haust. Flestir fóru á bát frá Siglufirði en þrír fóru á snjósleðum til að ná þeim sjö kindum sem vitað var um framarlega í Héðinsfirði og reka þær niður að sjó. Alls náðust 16 kindur í ferðinni, tvær úr Ólafsfirði en hinar úr Fljótum og dreifðust þær á fimm bæi. Ekki er vitað um að kindur séu eftir þarna en eitthvað mun vanta enn af fé sem búist var við að fyndist í þessum túr. Kindurnar voru fluttar á báti til Siglufjarðar og er líklegt að þetta verði í síðasta skipti sem slíkur flutningamáti er viðhafður því á næsta ári verða komin jarðgöng úr Siglufirði í Héðinsfjörð og þá verður væntanlega allt bras með að korna á göngum í firðinum og síðan fénu til byggða úr sögunni. ÖÞ: Landað fé úr Keili í Siglufirði árið 2005 eftir állka ferð og nú. Liklega verður þetta i siðasta skifti sem fé verður flutt á sjó eftir smölun i Háðinsfirði. mynd ÖÞ. Gagnaveita Skagafjarðar 1. áfanga senn lokið Farið er að sjá fyrir endann á framkvæmdum Gagnaveitu Skagafjarðar í Túnahverfi, þó jarðvinnuframkvæmdum Ijúki ekki endanlega fyrr en á nýju ári. Verkið hefur gengið ágætlega miðað við tíðarfar það sem af er vetri og þessa dagana viðrar ágætlega fyrir framkvæmdirnar. Undanfarið hefur verið unnið í því að draga nýjan ljósleiðara í stofn- lagnakerfi Gagnaveitunnar og mun ídráttur í heimtaugar hefjast á næstunni. Þá verður skilið við ljósleiðarann í inntaksboxi sem fest verður á vegg við inntakið innan veggja heimila í Túnahverfi. I mars er síðan áætlað að hægt verði að opna á ljósl- eiðaratengingarnar inn á kerfi Gagnaveitunnar, en tengibox sem sett verða upp á heimilum þegar opna á fyrir notkun tenginganna, eru væntanleg í lok febrúar. Gagnaveita Skagafjarðar Hvatapeningar verða greiddir Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur ákveóið að foreldrar barna 6-16 ára sem uppfylla ákveðin skilyrði um þátttöku í tómstunda-, íþrótta- og menningarstarfi fái greiddar 8.000.- krónur í Hvatapen- inga árið 2007. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að skilyrðin eru þau að börnin þurfa að vera á aldrinum 12-16 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Yngri árgangar höfðu möguleika á að fá sína Hvatapeninga í tengslum við Sumar T.Í.M. síðasta sumar. 3. bekkur í Grunnskólanum á Blönduósi hefur ansi mikió að gera í desember. Ekki er nóg með allar hátíðimar: jólatónleika, aðventuna, föndurdaga í skólanum, jólaböll og ýmislegt fleira, heldur emsjö bekkjarsystkini sem eiga afmæli í mánuðinum. í bekknum eru 19 nemend- ur og er það fjölmennasti bekkur skólans. Nemendur bekkjarins eiga afmæli í janúar, mars, maí, júlí, ágúst, september, október og svo þessir sjö í desember. Afmælisdagarnir í desember eru þann 6. 7. 8. 10. 11. 12. og síðasti dagurinn er 21. Er þetta bæði annasamt fyrir foreldra barnanna og börnin sjálf sem óneitanlega eru á hlaupum milli afmæla þennan mánuðinn. (texti fjölmiðlaval) Frjálsar íþróttir Jólamót USAH Jólamót USAH verður haldið í íþróttahúsinu á Blönduósi 27. desember næst komandi. Hefst mótið klukkan tólf og er áætlað að það standi í fjóra tíma. Keppt verður í langstökk án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi. Aldursflokkar verða: 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri nema í kúluvarpi, þar verður keppt í flokki 15-16 ára og svo 17 ára og eldri. Frjálsar Jólamót UMSS Jólamót UMSS verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 22. des kl 14.00. Keppt verður í langstökki, þrístökk án atrennu, hástökki, stangarstökki og kúluvarpi bæði í karla- og kvennaflokkum. Tilviljun aö United varð fyrir valinu Gísli Svan Einarsson er framkvæmdastjóri Versins, vísindagarðar sem staðsettir eru við Sauðárkrókshöfn. Hann er íþróttaáhugamaður og á sér að sjálfsögðu uppáhaldslið í enska boltanum. Og það halda bara allir í fjöiskyldunni með sama liðinu. Hvert er uppáhalds liðið þitt og af hverju? -Manchester United. Það var eiginlega algjör tilviljun. Þannig var að ég var að fara í keppnisferðalag 12 ára gamall og vantaði tösku undir íþróttadótið. Þegar ég kem inní búðina og sé þessa faliegu rauðu tösku þá ákveð ég að kaupa hana. Taskan var rækilega merkt Man.Utd. ég er ekki viss um að ég hafi pælt mikið í því þá en síðar skipti þetta talsvert miklu máli vegna þess að Man Utd var lið verkamanna í Manchester og það þótti ekki verra í Neskaupstað. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Það er varla hægt að segja það en menn hafa auðvitað skipst á skotum. Hefur þú farið út á leik með liðinu þínu? -Ég hef ekki farið á leik með Man. Utd en ég hef farið tvisvar á leiki í Englandi og var það mikil upplifun. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðning við liðið? - Það halda allir með Man. Utd. mm ( MITT LIÐ } Knattspyrna____________ Tindastóll missir fjóra leikmenn Fjórir ungir leikmenn frá Tindastóli hafa gert samning vió Knattspyrnudeild Keflavíkur um aó ganga til liös viö félagið. Eru þetta þeir Arnar Skúli Atlason, Fannar Freyr Gíslason, Arnar Magnús Róbertsson og Ingvar Björn Ingimundarson, allir leikmenn með 2. flokki Tindastóls. Á vef Víkurfrétta kemur fram að leikmennirnir nruni konra til liðs við Keflavík strax eftir áramót og stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja samhliða því að æfa knattspyrnu. Ljóst er að um blóðtöku er að ræða fyrir Tindastól sem í haust vann sér rétt til þess að spila í 2. deild. Hins vegar ættu drengirnir sem allir eru efnilegir, mögulega að geta skapað félaginu tekjur í framtíðinni enda uppaldir innan raða Tindastóls. Það er að því gefnu að þeir verði atvinnumenn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.