Feykir


Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 25

Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 25
48/2007 Feykir 25 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Jólin eru háannatími prestanna okkar og sá tími sem flestir íslendingar sækja messu. Feykir sendi séra Sigurói Grétari Siguróssyni á Hvammstanga tölvupóst og forvitnaóist aóeins um helgihald á Hvammstanga svo og honum sjálfum. ánægöur meó Hvað er nú helst að frétta úr Húnaþingi vestra? - Úr Húnaþingi vestra er allt gott að frétta. Hér er gott að búa. Atvinnuástand almennt gott. Nokkrir að byggja sér hús. Menningarlíf í miklum blóma. Safnaðarstarf hefur gengið vel. Er búið að skreyta bæ og byggðir í tilefni jólanna? -Já. Á Hvammstanga eru miklar Ijósaskreytingar. Ljósastauramir fara íjólabúning, mörg hús eru fagurlega skreytt, margir sveitabæir eru einnig vel skreyttir. En af þér sjálfum? - Þakka þér, allt gott. Það hefur reyndar verið svolítil flensa upp á síðkastið á heimilinu, en hún ergengin yfir. Bömin hlakka mikið til jólanna og auðvitað við hjónin líka. Það er í mörg hom að líta eins og gerist og gengur á stórum heimilum. Ertu kominn í jólaskap? - Já það er ég. Á námsárunum fór ég alltaf í jólaskap þegar próftaflan var hengd upp en nú kemst ég yfirleitt í jólaskap við upphaf aðventu, einkum og sér í lagi á aðventuhátíðinni í Hvammstangakirkju þar sem við setjum okkur í rétta gírinn með formlegum hætti ef svo má að orði komast. Það er alltaf á fyrsta sunnudegi í aðventu og þá er mikil tónlistarveisla. Einleikarar, bamakór, organistinn og kirkjukórinn sem brilleraði algjöriega á hátíðinni. Ertu mikið jólabarn? - Já, ég held ég geti sagt það. Ég á mjög fallegar og dýrmætar æskuminningar af jólahaldi og er frekar fastheldinn á hefðir þó ég hafi góða aðlögunarhæfni. Það er dýrmætt að heyra bömin tala um eitthvað sem hefur e.t.v. verið tvisvar eins og um áralanga hefð sé að ræða. Það er mikilvægt fyrir fjölskyldur að skapa sér fallegar og innihaldsnkar hefðir því þær lifa svo lengi með okkur. Hvernig eru hefðbundin jól hjá sóknarprestinum? - Ég verð nú að nefna Þoriáksmessuskötuna sem ég hef aðeins einu sinni smakkað og geri ekki aftur. Hún minnti mig á hár sem maður hreinsar úr sturtubotninum eftir nokkurra vikna notkun. Hins vegar förum við fjölskyldan alltaf til yndislegra vinahjóna okkar hér á Hvammstanga í Þoriáksmessuskötu. Þar er yfirkokkur hin geðþekki mannvinur Gunnar Leifsson bólstrari og leggur hann allan sinn metnað í verkið. Leitt að kunna ekki að samgleðjast honum betur. Hins vegar nýtur kona mín máltíðarinnar út í ystu æsar. Ég snæði bara pizzu með krökkunum. Síðan þegar heim er komið fara öll fötin beint í þvottavélina svo "ilmurinn” blandist ekki jólunum að óþörfu. Jólin sjálf em yndislegur tími. Við förum öll í aftansöng kl. 18.00 í Hvammstangakirkju enda er ég presturinn og leiði messuna. Það eru yndislegar samverur og vel sóttar. Kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Síðan hef ég komið við á sjúkrahúsinu á leiðinni heim og óskað heimilisfólki þar gleðilegra jóla. Ég tek gjama eitthvað af bömunum með en frúin fer beint heim að klára sósuna. Síðan borðum við hamborgarhrygg og svið. Já, ég sagði svið. Það er siður sem Lísa konan mín ólst upp við hjá ömmu sinni og afa hér í Víðidal. Á fyrstu jólunum okkar saman þar sem sáttaleiðin fólst í tveimur aðalréttum á aðfangadagskvöld sá ég ástæðu til að taka myndir af borðinu til að mín sunnlenska og hefðbundna fjölskylda myndi yfir höfuð trúa mér þegar ég lýsti matseðlinum. Konan mín býr síðan til Ijúffenga súpu í forrétt en ég hef áður búið til hefðbundinn jólaís skv. uppskriftfrá ömmu minni heitinni. Á miðnætti annast ég hátíðarmessu í Kirkjuhvammskirkju hér rétt ofan við bæinn. Það er einstök stund í látleysi þeirrar kirkju. Þær stundir eru afar vel sóttar og skapa einstakt andrúmsloft. Við hjónin lítum síðan yfir jólakort þegar heim er komið en höllum okkur svo. Á jóladag messa ég á sjúkrahúsinu kl. 11.00 og síðan í einni af sveitakirkjunum sem ég þjóna kl. 14.00. í ár verður það í Vesturhópshólakirkju þar sem þeir fóstbræður og hagleiksmenn HalldórJón Pálssonsóknamefndarformaður og Valdimar Eggertsson sóknarnefndarmaður hafa undirbúið þessa gömlu og merku kirkju. Þeir eru enda hvers manns hugljúfi og skemmtilegir í þokkabót ef vel er að þeim farið. í öllum þessum messum fylgir mér Pálína Fanney Skúladóttir organisti sem er einstaklega Ijúf og fær kona ásamt félögum úr hinum öfluga kirkjukór Hvammstanga. Við fjölskyldan höfum svo reynt að fara suður eitthvað til að rækta þær rætur fjölskyldunnar sem þarliggja. Hvað langar þig svo mest að fá í jólagjöf, þá er ég að tala um af veraldlegum hlutum ? -Þessari spumingu er erfitt að svara. Ætli ég yrði ekki sériega glaður með Legó. Ég og yngsti sonur minn höfum verið að byggja svo mikið úr legó upp á síðkastið að ég er að upplifa hvert “flashbackið” á fætur öðru. Nú eru margir sem eiga um sárt að binda um jól og áramót, hafa misst ástvin eða lent í erfiðleikum á árinu, er eitthvað sem þú getur sagt við þetta fólk? - Þetta er rétt hjá þér. Jólin eru einmitt sá tími sem slík sorg verður hvað erfiðust. Þegar allt þarf helst að vera eins og það var en verður allt í einu öðruvísi og aldrei aftur eins. Ég hvet viðkomandi til að halda áfram, gefast ekki upp, leyfa fögrum minningum að flæða um þó að tár fari að renna. Vera óhrædd að opna hjarta sitt fyrir einhverjum sem þau treysta s.s. presti eða öðmm, muna að við emm aldrei ein í sorg okkar og sársauka. í trúnni fáum við styrk og samfylgd Guðs sjálfs. Stundum þurfum við að búa til alveg nýjar hefðir, hafa hlutina allt öðm vísi en áður var. Það er ekki óyfirstíganlegt en það er engu að sfður nýr kafli, nýtttímabil ílífinu. Ég hvet fólk til aðsækja helgihald og muna orðin úr sálminum “Hvert fátækt hreysi höll nú er því Guð er sjálfur gestur hér". > > OSKUM OLLUM GLEÐILEGRA JOLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI —CTew£»!t eh}3— RAFVERKTAKAR : AÐALGÖTU 24 ©453 5519 TÖLVUDEILD : BORGARFLÖT 27 © 455 7900

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.