Feykir


Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 27

Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 27
48/2007 Feykir 27 Þorbjörg Sandra og Hreiðar Örn kokka Einfalt og þægi- legt fyrir jolin Uppskriftir vikunnar koma frá þeim Þorbjörgu Söndru Magnúsdóttur og Hreiðar Emi Steinþórssyni. Þau ákváðu að bjóða upp á einfalda og þægilega rétti sem standa alltaf fyrir sínu. Þau skora á Dagnýju Huld og Hjört Elefsen Fellstúni 4, að koma með næstu uppskrift. Forréttur Humar og humarsósa 500gr. humareða skelbrot 3-4 hvítlauksgeirar Olía Svartur pipar Salt Humarinn er tekin úr skelinni (má einnig hafa hann í henni), settur í eldfast mót, olíu hellt yfir hann þannig að hún fari yfir hann. Pressið hvítlauksgeirana og blandið saman við olíuna og síðan er svörtum pipar og salti stráð yfir. Gott er að láta humarinn liggja í þessum legi í ca. 2 - 4 tíma áður en hann er eldaður. Humarinn er síðan annað hvort hægt að snögg steikja á pönnu eða skella inn í ofh í eldfasta mótinu í ca. 5- lOmín. Humarsósa 1 lítil dós majones V2 dós sýrður rómi 3-4 msk. tómatsósa 1-2 msk. sœttsinnep 1-2 msk. fiskikryddfrá knorr 1-2 msk. sítrónupipar Þetta er síðan borið fram með ristuðu brauði. Og stendur alltaf fyrir sínu. Aðalréttur Mexikóst lasagna Fyrir ca. 4 400gr. kjúklingabringur 1 pk. Santa Maria wrap tortilla original kökur eða aðrar tortillakökur 1 pk. Santa Maria Fajita spice mix 1 krtikka Santa Maria Garlic salsa medium 1 dl. matreiðslurjómi Matarolía til steikingar 1 stk. stór gul paprika 1 stk. stór rauðlaukur Ca. 200gr. rifinn ostur 1 msk. hveiti 1 dl. vatn Aðferð Skerið bringurnar, paprikuna og laukinn í strimla/bita og brúnið í olíu á pönnu. Stráið hveitinu og fajita kryddinu yfir. Bætið vatni, rjóma og salsasósunni út í og blandið vel saman. Látið malla á pönnunni í ca. 5 - 10 mín. Nú er að “lagfæra ” tortillurnar og fyllinguna; leggið tortillurnar í eldfast mót, setjið tortillu og fyllingu til skiptis, byrjað og endað á tortillu, ca. 3 lög. Gott er að smyrja eldfasta mótið með smá olíu svo kökurnar festist ekki í botninum. Stráið ostinum yfir efstu tortilluna og gratínerið í ofni við 200°c í ca. 20 mín. Eftirréttur Vanilluís með heitri súkkulaði sósu og ferskum jarðaberjum Heit súkktdaðisósa 1 plata Sírius suðusúkkulaði 2 stk. Mars súkkulaði Ca. ‘A - V2 dl. rjómi Þetta er allt sett saman í pott við vægan hita, og látið bráðna vel. Borið fram með hvaða ís sem þið viljið og ekki er verra að hafa fersk jarðaber með. Verið ykkur að góðu Sandra og Hreiðar smáauglýsingar... Til sölu Handgerd jóla- og gjafakort, einnig kertaskreytingar. Opiðfrákl. 17-21. Ásbjörg Jóhannesdóttir Víðigrund 24 Sími 453 6075 Snjóbretti óskast Á einhver snjóbretti sem hann er hættur aðnota og vill losna við. Efsvo erþá erum við að leita að bretti fyrir aldruinn 10- 12ára. Nánari upplýsingar i sima 453 6527. Baldursbrá brúnkumeðferðir eru nýjungar á markaðinum i dag sem er að keyra alltum koll hérlendis og erlendis. í brúnkusprautun erhægtað verða fallega brúnn án þess að hafa áhyggjur afskaðlegum áhrifum sólar. Brúnkusprautun hentar vel fyrir alla þá sem vilja lita frisklega út og hentar vel fyrir öll tækifæri. Hafðu gjafabréfmeð í pakkanum til hennar/hans. Munið að panta timalega fyrir jól og áramót. Tímapantanir í síma 860 9800 Aðalgata 20b (Þreksport) sími 860 9800 Halló hestafólk Hefnokkra bása tilleigu, skaffa fóður og sé um hirðingu. Upplýsingar i síma 453 5558. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 466 Heilir og sælir lesendur góðir. Gantan er að byrja þáttinn að þessu sinni með ágætri hringhendu eftir Ágúst Guðbrandsson frá Hækingsdal. Er hún augljóslega ort í svartasta skantmdeginu: Þó lengi nœttir og lœkki í dag lítið œtti að saka. Því góðar vœttir um heill og hag hér í gœttum vaka. Önnur vel gerð hringhenda kemur hér eftir Ágúst: Það er margt sem þyngir brá í þykkni svartrar ncetur. Vonir bjartar enn ég á inn við hjarta rœtur. Mér finnst trúlegt að Ágúst hafi verið orðinn aldraður, er hann orti þessa: Um það verður engu breytt alltafþynnist vörnin. Þau eru aðfalla eitt og eitt aldamóta börnin. Margirþeirsem eldrieru, kannasttrúlega við vísur eftir þann snjalla hagyrðing, Þorntóð Pálsson frá Njálsstöðum. Held örugglega að þessi sé eftir hann. Lagleg hringhenda þar á ferð: Helgimyndir heimskunnar hyllir blindur fjöldinn. Svoferyndi œskunnar allt í syndagjöldin. Næsta vísa Þormóðs held ég að hljóti að vera mörgum kunn enn þann dag í dag: Æskan dáir heiðið háa hljóð ogfáum kunn. Siglir þráin silfurgljáa svala, bláa unn. Að síðustu þessi fallega hringhenda frá Þormóði: Dvelur njóla, fellurfjúk fölskvar sólarvanga. Felur jólamjöllin mjúk móa, hóla, dranga. Annar snjall húnverskur hagyrðingur, Jón Ásgeirsson á Þingevrum, mun hafa ort svo í vetrarferð á reiðhesti sínum, skaflajárnuðum: Heyra brak og bresti má broddur klaka smýgur. Hófa vakur haukur þá hrannarþakið flýgur. Margar góðar vísur eru enn kunnar vísnavinum dagsins í dag, eftir þessa gömlu snillinga. Á ferð yfir Stóra Vatnsskarð á reiðhesti sínum, yrkir Jón: Við skulurn koma í Valadal vcenan hitta Pétur. Mtnum góða gjarðaval gefur enginn betur. Eins og við margir gleðimenn þekkjum, kemur oftast bakslag í hátíðahöldin. Á slíkum degi hefur Jón trúlega ort þessa: Ég vil deyja undir eins öllu svo éggleymi. Það er allt til mœðu og tneins mér í þessum heimi. I framhaldi af þessu er fljótlegt að setja næst upp þessa ágætu vísu Jakobs á Varmalæk: Islensk þjóð sem ávallt bjó við arfleifð sagna og Ijóða. Var rúinfiestu, en reyndist þó ríkust allra þjóða. Önnur ágæt vísa kentur hér eftir Jakob: Aldrei verður vina snauð vísan hljómasnjalla. Menn láta ei þennan þjóðarauð í þögn og gleymsku falla. Ekki fcr milli rnála að ntikil fátækt hefur verið hér í Húnaþingi, þegar næsta vísa var ort. Veit ekki unt höfund hennar: Von er til aðfólk ogfé affögnuði leiki’ á hjólum. Veittur er á Vindhœle vatnsgrautur á jólum. Fyrir nokkru síðan fundu snjallir hagyrðingar upp fyrirjólablús. Sá snjalli hagyrðiugur Stefán Vilhjálmsson, yrkir Jólinfœrast ncer á ný nú égyrkifús og forðast skal aðfalla í fyrirjólablús. Sá snjalli hagyrðingur Jón Karlsson bóndiíGýgjarhólskoti í Biskupstungum, hefur ort ntarga lipra vísu. Þessar tvær ntunu vera eftir hann: Þegar mjöllin þokafer þíðir völl úr skorðum. Upp umfjöll ég uni mér eins og tröllin Jorðutn. Þó að vetur lœk og lind leggifjötri sínutn. Sveimar fögur sumarmynd samt í huga tnínunt. Einhverju sinni sendi þessi góði gleði- ntaður undirrituðum þessa fallegu kveðju: Meitlaðu rím í máli snjöllu myndaðu bros á hrjúfri kinn. Fjöll og hestar framar öllu fceri yl í huga þittn. Ef ég skil dagatalið rétt lesendur góðir, mun þessi þáttur verða sá síðasti á þessu ári. Þakka ykkur fyrir gott og skemmtilegt samstarf á árinu og vona ég að þau kynni haldist á því næsta. Enda svo með þessari ágætu vísu Rakelar Bessadóttur húsfreyju á Þverá í Norðurárdal: Ævirólið entt ei dvín Æðsta skjólið bíður. Lífsins sólin sígur tnín Senn aðjólum líður. Verið þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtý’sson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.