Feykir


Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 20.12.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 48/2007 Húnavatnshreppur Sparkvöllur vígður Sparkvöllur Húnavallaskóla var formlega vígóur 12. desember sl. er Eyjólfur Sverrisson mætti á staðinn fyrir hönd KSÍ og lét klippa á borða til marks um vígsluna. Einnig færði hann skólanum fullt net af boltum aðþessutilefni.SparkvölIurinn er kærkominn viðbót við íþróttaaðstöðu Húnavalla- skóla og er mikið notaður af nemendum og fyrrverandi nemendum. Völlurinn er upphitaður og upplýstur öll kvöld. Heimild. Hreppur.is Skagafjörður FNVsmíði aðstöðuhús Atvinnu- og férðamála- nefnd samþykkti á fundi sínum að ganga til viðræðna við tréiðnadeild FNV um að deildin smíði nýtt aðstöðuhús fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar vorið 2009. Þá samþykkti nefndin að vinna fjárhagsáætlun fyrir aðila sem óska eftir því að setja upp lýðheilsuskóla í Varma- hlíð. Var erindi þess efnis tekið fýrir á síðasta fúndi nefndarinnar fýrir jól. Var sviðsstjóra falið að ganga til viðræðna við Capacent um að íyrirtækið vinni fjárhagsáæt- lun fyTÍr verkefiiið. Skagafjöróur Stigahæstu hrútarnir frá Syðra-Skörðugili Fyrir skömmu voru kunngeröar niðurstöður úr sauðfjárskoðun sem ráðunautar Leiðbeininga- miðstöðvarinnar framkvæmdu í Skagafirði í haust. Að mati Eyþórs Einarssonar ráðunautar hafa orðið verulegar framfarir hvað varðar bakvöðvaþykkt á lömbum frá því ómmælingar liófust árið 1990. í haust voru mældar 4.808 gimbrar og reyndist bakvöðvinn að meðaltali 25.2 mm þykkur sem er það mesta til þessa að árinu 2006 undanskildu þá mældist vöðvinn 25.7 mm. Skoðuð voru 878 hrútlömb þar var bakvöðvinn 26.6 mm að meðaltali og fita 3.1 mm. Þrátt fyrir glæsilegan hóp af lambhrútum voru engin met slegin í ár. Þrír stigahæstu hrútarnir hlutu allir 86 stig. Tveir þeirra, sá í efsta sæti og sá í þriðja sæti voru frá Syðra- Skörðugili og sá nr. tvö var frá Ökrum í Fljótum. Þessirhrútar voru allir sæðingar synir Hvells frá Borgarfelli í Skaftártungu en mikill fjöldi lambhrúta undan honurn kom til Elvarog Fjóla bændurá Syðra-SkörOugili er ekki óvön að eiga bestu kynbótagripi hérað- sins. Hér er Elvar með lambhrútinn sem stóð efstur haustið 2005. mynd ÖÞ: skoðunar í héraðinu í haust. Af veturgömlum hrútum stóð efstur að stigum Kaldalós frá Syðra-Skörðugili, hann hlaut 86.5 stig. Þetta er heimaalinn hrútur, frábær að allri gerð með einhver bestu lærahold sem fyrir finnast. Næstir á eftir kornu eftir röð Gormur frá Hóli í Sæmundarhlíð, Draumur frá Syðra-Skörðugili, Rórnur frá Mannskaðahóli og Rosti frá Brúnastöðum í Fljótum allir með 85.5 stig. Er eitthvað að frétta? Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Sérfræðikomur frá FSA í janúar Sigurður Albertsson, skurölæknir 7., 8. og 9. janúar Bjarki S. Karlsson, bæklunarskurðlæknir 21., 22.,23. og 24. janúar Haraldur Hauksson, æðaskurðlæknir 28., 29. og 30. janúar Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir 31. janúar til 1. febrúar Tímapantanir í síma 455 4022 Blönduós Ósætti um laun bæjarfulltrúa Á síðasta fundi bæjastjórnar Blönduósbæjar ítrekuðu fulltrúar D og Á lista tillögu sína sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 29. nóvember sl. þess efnis að laun bæjarstjórnar hækki ekki um meira en 3% frá næstu áramótum. Var tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Lagði meirihlutinn fram bókun þar sem fram kom að meirihluti bæjarstjórnar Blönduóss telji að sveitastjórn- armenn eigi að hafa þann metnað að þóknanir til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins séu sambæri- legar við það sem gerist í nágrannasveitarfélögum. Utvarp Norðurlands Alla virka daga á milli klukkan 17.30 og 18.00 Stmi auglýsingadeildar/fréttadeildar 464-7000 Netfang ruvak@ruv.is RÍKISÚTVARPIÐ OHF ■OKKAR SPARNAÐUR MEÐ ÖRORKUVERND FYRIR BÖRN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.