Feykir


Feykir - 06.03.2008, Side 2

Feykir - 06.03.2008, Side 2
2 Feykir 09/2008 Frumkvöðlakraftur á Norðuriandi vestra 84 hugmyndir sækja styrki Á heimasíóu Byggðastofnunnar má finna töflu og tölulegar upplýsingar um umsóknir sem borist hafa annars vegar í sjóð vegna mótvægisaðgerða á sviði ferðaþjónustu og eflingu atvinnuþróunar og nýsköpunar og hins vegar í sjóð um eflingu atvinnuþróunar og nýsköpunar. 84 umsóknir frá Norðurlandi vestra bámst í þessa tvo sjóði. Alls bárust 543 umsóknir á sviði ferðaþjónustu þar sem sótt var um styrki upp á rúmlega 3,2 milljarða. Þar eru til ráðstöfunar á árunum 2008 - 2009, 360 milljónir króna. Það vekur athygli hversu margar umsóknir koma ffá Norðurlandi vestra annars vegar og Vestíjörðum hins vegar en engin svæði áttu eins margar umsóknir og þessi tvö. Það er því ljóst að írumkvöðlaþáttur ætti ekki að standa svæðunum íyrir þrifum heldur fremur skortur á fjármunum. Þessa dagana er unnið að mati á umsóknum og munu niðurstöður sjóðanna tveggja liggja fyrir annars vegar í lok mars og hins vegar um miðjan apríl. Leiðari Flottir krakkar sem við eigum Mikið megum við hér á Norðurlandi vestra vera montín afkrökkunum okkar. Ég var að enda við að horfa á þáttinn Skólahreystiþar sem nemendur úr grunnskólum á Norðurlandi vestra öttu kappi iþrautum sem ég er ekki vissum að ég hefði á sínum tíma getað leyst skammlaust afhendi, var íþróttamanneskja þó. Ég hefrosalega gaman afþví aðfjalla um og segjafrá málefnum barna og unglinga þvíþau eru oftar en ekki að gera svo ofsalega flotta hluti. Árshátíðir skólanna eru í hámarki og leikverk, frumsamin stæld og stolin prýða svið skólanna. Þau syngja,þau dansa, leika og stunda íþróttir og standa sig svo vel íþví sem þau eru að gera. Ég hefsagt það áður og segiþað enn að með þessa æsku þurfum við engu að kvíða. Fram undan erufermingar enfermingardagurinn er stór dagur í lífifermingarbarnsins og Jjölskyldu þess. Blaðið er að þessu sinni svolítið helgað þessum tímamótum og gaman að sjá hvað krakkarnir úrÁrskóla höfðu að segja um ferminguna, trúna og lifið. Klárir krakkar og skemmtilegir þarna á ferðinni. Mig langar að nota þennan vettvang tilþess að hvetja okkur öll tilþess að styðja ennfrekar við bakið á krökkunum okkar, hrósa þeim og hvetja til dáða í því sem þau taka sérfyrir hendur. Áfram svona krakkar! Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðantenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson. Prófarkalestun KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Aðalfundur Skagafjaróardeildar Rauða krossins Sjálfboðalidi heiðraður Ragnar Berg Andrésson ásamt Gunnari Rögnvaldssyni. Aðalfundur Skaga- fjarðardeildar var haldinn s.l. miðvikudag í húsnæði deildarinnar. Ágætis mæting var eða um 16 félagar. Auk venjulegra aðalfundar- starfa kom góður gestur Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins með fræðandi erindi um málefni innflytjenda, auk þess sem hún kynnti ný verkefhi félagsins. Sjálfboðalið- inn Ragnar Berg Andrésson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Framboð til stjómar að þessu sinni var Sigrún Alda Sighvats og Jón Þorsteinn Sigurðsson. Var Jón Þorsteinn kjörinn inn í stjómina til tveggja ára en Sigrún til i árs. Sigrún Alda kom í stað Soffíu Þorfinnsdóttur sem starfað hefúr með deildinni síðan 2003. Einnig var kosið um nýjan formann deildarinnar þar sem Gunnar Rögnvaldsson, gaf eldd kost á sér til endurkjörs. í framboði til formanns var séra Gunnar Jóhannesson, prestur á Hofsósi. Að aufd var einn nýr varamaður kosinn í stað Sigrúnar. Var það Anna (Annýa) Szafraniec búsett á Sauðárkróki. Farskóli Norðurlands vestra 9 klára Jarðlagnatækni Níu nemendur utskrifuöust ur nami i Jarðlagnatækni við Farskóla Norðurlands vestra á dögunum. Nemend- urnir hófu námið 3. desember en því lauk 22. febrúar. Alls voru kenndar 300 kennslustundir á 6 vikum og sóttu nemendur skólann viku í senn og síðan viku frí þess á milli. Helstu námsþættir voru Námstækni, samskipti og samstarf á vinnustað, íslenska, stærðfræði, tölvur og upplýs- ingatækni, efhisffæði, tækni- teiknun og innmælingar, efnis- fræði, jarðvegsfræði, jarðlagnir, vélfræði, rafmagnsffæði og öryggismál. Námið er metið til 24 ffamhaldsskólaeininga af Menntamálaráðuneytinu og var kennt effir námskrá. Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins styrkti námið. Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar Umferð vélhjóla til vandræða Á sfðasta fundi Land- búnaðarnefndar Blönduós- bæjar kom fram að umferð vélhjóla f afréttalöndum Blönduósbæjar væri til vandræða. Greinileg ummerki hafa sést um umferð torferuhjóla í afféttinni síðast liðið haust og er álitið að hross hafi fælst úr afréttinni af þessum sökum og málið því litið mjög alvarlegum augum. Húnaþing vestra Fyrirmyndar söluskáli Söluskálinn á Hvamms- tanga var á dögunum valinn besta Shell - sjoppan á landsbyggðinni. Útnefiiinguna fékk skálinn eftir úttekt Shell á söluskálum ritt og breytt um landið. Sannarlega flottur árangur og greinilega vel þess virði að koma \ið í Shell á Hvammstanga. Háskólamál í Skagafirði Framtíðin rædd Rektor Hólaskóla Háskólans á Hólum mætti ásamt fylgdarliði á fund Byggðarráðs Skagafjarðar til þess að ræða næstu skref f háskólamálum í Skagafirði. Tilefhi fundarins er meðal annars fyrirhuguð heimsókn nefhdar ríkisstjórnar um málefni Hólaskóla. Eftir umræður um skólann var ákveðið að byggðarráð óskaði effir fundi með nefnd ríkisstjórnarinnar og var sveitarstjóra fálið að skrifa henni erindi þess efnis.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.