Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 11

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 11
09/2008 Feykir 11 Hestaumfjöllun Feykis Umsjón með hestasidu: Eyþór Jónasson: 848-2725 og Guðný Jóhannesdóttir: 898-2597 ís - Landsmót á Svínavatni um helgina Glæsilegt mót framundan ís - Landsmót á Svfnavatni verður haldið með glæsibrag næstkomandi laugardag og hefst mótið annað hvort klukkan tfu eða ellefu árdegis en nánari tímasetning ræðst af þátttöku og verður hægt að fylgjast með á heimasfðu mótsins sem er www. svinavatn-2008.blog.is. Hestasfðan sló á þráðinn til Tryggva Björnssonar og forvitnaðist um mótið. Hestamannafélögin Þytur og Neisti í Húnavatnssýslum hafa í samvinnu við styrktaraðila tekið höndum saman um framkvæmd og kostun mótsins en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið af þessari stærðargráðu. Við byrjum á þvi að spyija Tryggva hvort von sé á einhverjum frægum hrossum og eða knöpum á laugardaginn? -Já, Lukka frá Stóra Vatnsskarði mun mæta undir stjórn Þórðar Þorgeirssonar auk þess sem Kaspar frá Kommu undir stjóm Jakobs Sigurðs Sigurðssonar og sigurvegarinn í B flokknum síðan í íyrra, Tígull frá Gýgjarhóli, en Þórður mun freista þess að verja þann titil. Að ógleymdum Ási frá Stóra Ármóti. Nú síðan má ekki gleyma sterkum knöpum og hestum héðan úr Húnavatnssýslum, Skagafirði og Eyjafirði, segir Tryggvi. Eitt helsta vandamál mótsins í fýrra var að gestir mótsins sem vildu geta horft úr bílum sínum heyrðu þarf að leiðandi ekki það sem fram fór. Þetta vandamál heíúr nú verið leyst en mótshaldarar hafa útvegað útvarpssendi þannig að unnt verði að sitja í upphituðum bílum og bæði sjá og heyra það sem fram fer úti á ísnum. Það er því Ijóst að óhætt er að lofa skemmtilegu móti um helgina og þeir sem vilja ganga alla leið geta tekið þátt í gleðinni á Pottinum og Pönnunni á Blönduósi sem styður dyggilega við mótið. Það gera einnig Landsvirkjun, Húnavatnshreppur, Verkffæðistofan Ferill, Kjarnavörur, Kaupþing, SAH Afúrðir efh, Sorphreinsun VH, Rarik, Vörumiðlun og Ferðaþjónustan áHofi. Skagfirska mótaröðin____________________ Hágangur til sigurs Fyrsta mótið í Skagfirsku mótaröóinni fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum sl. föstudagskvöld en þá var keppt í tölti. Skagfirska mótaröðin hefur skapað sér sess sem ein af stóru mótum vetrarins og var þetta fyrsta mót hörkumót. Ingólfúr Helgason á Hágangi frá Narfastöðum hélt þó forystu allt kvöldið með 7,33 í einkunn. Annar var Pétur Öm Sveinsson á Naomi ffá Saurbæ með 6,50 og það var svo Jóhanna Friðriksdóttir á Kviku ffá Kvíabekk sem hafúaði í þriðja sætinu með 6,17. En helstu úrslit vom þessi: Tölt 1. flokkur 1. Ingólfur Helgason, Hágangur Narfastöðum 7,33 2. Pétur Örn Svelnsson, Naomi frá Saurbæ 6,50 3. Jóhanna Fríðriksdóttir, Kvika frá Kvíarbekk 6,17 Tölt áhugamenn 1. Hlín Mainka, Hlöðver frá Gufunesi 6,5 0 2. Einar Sigurjónsson, Glóa frá Stóru-Seylu 5,25 3. HallfríðurS Óladóttir, Helga frá Melstað 5,25 Fjórgangsmót í Arnargerði Mögnuð stemning Áhorfendur voru vel með á nótunum á fjórgangsmóti sem haldið var í Reið- höllinni í Arnargerði á hlaupársdag. Þátttaka keppenda á mótinu var góð og hörð barátta um efstu sæti. Helga Una og Samba sigmðu en að öðm leiti urðu úrslitin urðu effirfarandi: A-Úrslit, opinn flokkur: 1. Helga Una Björnsdóttir á Samba frá Miðhópi, 6.3 2. Sigríður Lárusdóttir á Eríu frá Gauksmýri, 6.0 3. Guðrún Ósk Steinbjömsd. á Spóa frá Þorkelshóli, 5.9 A-Úrslit, áhugamannaflokkur: 1. Anna Jonasson á Tvinna frá Sveinsstöðum, 5.3 2. Heiga Rós Níelsdóttirá Glaðværð frá Fitjum, 5.2 3. írís Eysteinsdóttir á Hljómi, 5.2 A-Úrslit, unglingaflokkur: 1. Harpa Birgisdóttirá Þrótti frá Húsavík, 6.0 2. Rakel Rún Garðarsd.á Lander frá Bergstöðum, 5.3 3. Elín Harðardóttir á Móheiði frá Helguhvammi, 5.2 ( KNAPAKYNNING ) á Skapti Steinbjörnsson DEILDIN Ö DJ DJra Skapti Steinbjörnsson 52 ára hrossabóndi og reiðkennari frá Hafsteins- stöðum. Skafti er uppalinn á Hafsteinsstöðum og fór þar að stunda hrossarækt ungur að árum. Ekki iét árangurinn á sér standa því fyrsta afrekshrossið úr hans ræktun var hestaguilið og gæðingafaðirinn Feykir frá Hafsteinsstöðum sem fyrst var sýndur 1992. Síðan hefur margur gæðingurinn komið úr þessari þekktu ræktun. Á hvaða hestum kemur þú á þau mót sem eftir eru? -Gloppu frá Hafsteinsstöðum í tölt, Grun frá Haf- steinsstöðum í fimmgang, smalinn er óráðinn og annað hvort Rofa frá Hafsteinsstöðum eða Grun í skeiðið. Hefur þú einhverja hjátrú í kringum keppni og sýningar? - Þaó er í algjöru lágmarki en ég hef happastein í vasanum þegar f keppni eða sýningar er komið. Síðan er bara að vera vel upplagðurogjákvæður. Hvernig lýst þér á framtakið? -Alveg frábært. Þetta er mikil lyftistöng fyrir hestamennskuna. Hvernig hefur reiðkennaranámið á Hólum nýst þér? -Mjög vel, það sett aukinn kraft í mann. Það verður að fylgjast vel með nýjungum í hestamennskunni. Það hefur verið mikið meir en næg eftirspurn eftir störfum mínum sem reiðkennara en sökum anna heima fyrir hef ég lítið getað sinnt því. Á að verja ræktunarbústitilinn á Hellu? -Við erum ekki búin að taka ákvörðun um það en það kemur alveg eins til greina að gefa því frí núna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.