Feykir


Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 13

Feykir - 06.03.2008, Blaðsíða 13
09/2008 Feykir 13 Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti. Hestaíþróttir Molar ...Tryggvi Björnsson og sig gríðarlega vel á ísmóti á Akkur frá Brautarholti stóðu Eiðavatni við Egilsstaði á Óvæntur gestur. dögunum. Gerðu þeir félagar sér lítið íyrir og sigruðu B flokk gæðinga með eink-unnina 8,66 sem þykir góð einkunn þetta snemma vetrar. ...Þá gerði Magnús Bragi Magnússon á Punkti frá Varmalæk ekki síður góða ferð á Mývatn þar sem þeir félagar sigruðu í tölti með einkunnina 7,50.1 öðru sæti varð einnig Skagfirðingur, Artemisia Bertus á Rósant frá Votmúla. Einnig sigraði Magnús í 100 metra skeiði á Fjölni frá Sjávarborg á tímanum 8,32 sek. ...Þegar Loafer og Kristín í Miðhópi í Húnaþingi vestra fóru að gefa hrossum sínum á þriðjudagsmorguninn hafði þeim fjölgað um nóttina,! hópinn hafði bæst jarpur hestur. Ekki hefur hann hlotið fast nafrt ennþá en er kallaður Óvæntur, því enginn vissi um tilurð hans, móðirin átti að vera geld. ( FERMINGAR & FERMINGARBÖRN ) Þegar kemur aö því aó gefa fermingarbarninu eitthvaö sem viókemur áhugamáli þess, í þessu tilviki hestamennsku, ber aó hafa í huga aldur þiggjandans, reynslu og aóstöóu hans til þess aö stunda áhugamálið. Hvaö skal gefa fermingarbarninu? ■ Passa þarf upp á að barninu sé ekki gefið eitthvað sem það kann ekki með að fara. Þetta ber sérstaklega að hafa í huga sé um að ræða barn þar sem fjölskyldan er ekki með í sportinu. ■ Reiðhjálma þarf að endurnýja ekki sjaldnaren á fimm ára fresti ogeða eftir þungt högg. Því getur hann verði góð fermingargjöf. En reiðhjálmur er ekki það sama og góður reiðhjálmur. Passa þarf að hjálmurinn passi barninu og eins að hann sé af viðurkenndri gerð. Rangur hjálmur getur verið alveg jafn hættulegur og enginn hjálmur. ■ Ef gefa á hnakk þarf að vanda valið. Hann skal vera úr vönduðu og góðu leðri og eins þarf hann að henta vaxtarlagi knapans þannig að hann stuðli að því að knapinn sitji í réttri ásetu. Þarna gæti borgað sig að hafa fermingarbarnið með í ráðum og alls ekki vitlaust að fá að prófa samskonar hnakk og kaupa skal, á hesti. Því það er ekki það sama að prófa hann í búðinni og nota síðan hnakkinn raunverulega. Öryggisístöð skulu skilyrðislaust fylgja. • Beisli ogtaumur. Passa þarf aðtaumurinn sé mjúkur og gott að halda um og oftar en ekki henta svokallaðir stopparar börnum sérstaklega vel. Eins að gefa þeim beisli með einföldum hringamélum því ungur og óreyndur knapi kann ekki með stangamél að fara. • Spennandi nýung sem gott er að venja börnin á eru þessi svokölluðu öryggisvesti. Þarna er um að ræða vesti sem bæði styðja við bakið og vernda hrygginn ef barnið lendir í einhverju, dettur eða fær hnykk, þá dregur þetta úrhöggi oghlífir. Margsannaðeraðbörn eru móttækilegri en fullorðnirfyrir nýungum og því gott að venja sig strax við öryggið því að sjálfsögðu viljum við börnunum okkar allt það besta og þá á aldrei að spara í öryggismálum. Því miður þá bíður hestamennskan miðað við margar aðrar íþróttagreinar, ekki upp á margar öryggisvörur en þær sem þó til eru á skilyrðislaust að tileinka sér að nota. ■ Hvað fatnað snertir þá er mikið úrval til af góðum hestafatnaði auk þess sem hlýr ullar innanundir fatnaður nýtist alltaf vel í hestaferðum sumarsins. Þó ber að hafa í huga að fatnaðurinn sé gerður til þess að vera á hestbaki þannig að hann sé hvorki skrjáfgjarn né háll. Eins er mikilvægt að fatnaðurinn sé aðsniðinn og blakti því ekki í roki sem geturskapað slysahættu. Vandaður hestafatnaður er dýr, en endingargóður og borgar sig því þegar upp er staðið. Ungt afreksfólk:: Linda Björk Valbjörnsdóttir Æfir sta'ft og stefnir hátt Hverju þakkar þú þennan árangur? -Númer eitt-tvö og þrjú; Miklar og þrotlausar æfingar og mikið keppnisskap, ég hef líka verið með góða þjálfara sem skiptir miklu máli og svo er stuðningur foreldra minna ómet-anlegur. Passar þú upp á mataræði og annað í kringum íþróttirnar? -Já, ég passa vel uppá mataræðið. Égtek alltaf með mér hollt nesti ískólann, borða aldrei sætindi og drekk ekki gos. Síðan passa ég mig alltaf á því að fá nægan svefn. Hvað ertu búinn að fara á mörg mót þaðsemaferári? -Égerbúin aðfara á átta mót á þessu ári. Þetta hlýtur að vera mjög kostn- aðarsamt hver greiðir þessar ferðir? -Allurferða-, gisti- og matarkostn-aður lendir á foreldrum mínum sem alltaf fylgja mér á mót og æfingar. Eru þær ekkert niðurgreiddar af íþróttafélagi þínu? -UMSS greiðir keppnisgjöldin á mótin en allur annar kostnaður lendir á foreldrum mínum. Eru einhverjir sem styrkja þig sem íþróttamann ? -Á síðasta ári fékk ég styrk frá Afreksjóði UMSS og einnig frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirð- inga, svo er ég á samning hjá Asics en þeir skaffa mér æfingafatnað og skó. Þessum aðilum færi ég mínar bestu þakkir fyrir þennan frábæra stuðning sem er mjög mikilvægur fyrir mig. Hvert stefnir þú íþróttalega séð? -Ég stefni á að halda mínu sæti í lands- liðinu og verða afrekskona í frjáls- íþróttum. Allt íþróttafólk stefnir á toppinn og að sjálfsögðu langar mig að komast á Ólympíuleikana !! Linda Björk Valbjörnsdóttir 15 ára frjálsfþróttakona hefur þrátt fyrir ungan aldur náð frábærum árangri í íþrótt sinn. Linda Björk er í afrekshópi landsliðsins, hún er margfaldur íslandsmeistari og nú síðast var hún kjörin íþrótta- maður Tindastóls fyrir árið 2007. Feykir spurði þessa frábæru íþróttakonu út í íþróttina, árang- urinn og sfðast en ekki síst hvert stefnan hafi verið tekin. Hvaða íþróttagreinar æfir þú að staðaldri? -Ég æfi frjálsíþróttir af fullum krafti. Hvað æfir þú oft f viku og hversu lengi? -Ég tek tækni- og þrekæfingar 5 sinnum íviku og lyftingar 4 sinnum í viku og hver æfing er c.a 2,5 klst. Hverjar eru aðstæður þfnar til þess að stunda þessar æfingar? -Útiæfingasvæðið er það flottasta á landinu, en innanhúsaðstaðan erekki nógu góð sérstaklega ekki fýrir hlaupara. Á æfingatímabilinu um veturinn þarf ég að fara margar ferðir til Reykjavíkur til að taka hlaupa- æfingar. Hverjir eru þínir bestu árangrar á íþróttasviðinu? -Ég hef sett 4 íslandsmet, 1 í 4x200m boðhlaupi, 1 í 200m hlaupi og 2 í 400m grinda- hlaupi. Ég er 13 faldur íslands- meistari, 4 sinnum í 60m hlaupi, 2 sinnum í lOOm hlaupi, 1 sinni í 200m hlaupi, 2 sinnum í 80m grindahlaupi, 1 sinni í 300m grindahlaupi, 3 sinn- um í 60m grindahlaupi, svo er ég í Afreks- og úrvalshópi unglinga auk þess er ég í A-landsliði Islands. Linda Björk Valbjörnsdóttir, íþróttamaður Tindastóis 2007. MYND: VG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.