Feykir


Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 10

Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 10
10 Feykir 14/2008 Glæsilegt lokakvöld Stóru upplestrarkeppninnar Knáir krakkar Lokahátfð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin 1 Fjol- brautaskólanum á Sauðárkróki sl. þriðjudagskvöld. Þar kepptu 12 krakkar til úrslita. Sex voru frá Árskóla á Sauðárkróki, þnr frá Grunnskólanum Austan vatna, einn frá Varmahlíðarskóla og tveir úr Siglufirði en Siglfirðingar hafa undanfarið tekið þátt í lokahátíðinni með Skagfirðingum. Eins og undanfarin ár var vandað til þessa viðburðar. Unga fólkið er í aðalhlutverki, keppendurnir allir úr sjöunda bekk. Þrír efstu úr keppninni í fyrra sáu um að kynna það sem fram fór. Einnig sáu börn og unglingar úr Varmahlíðarskóla um fjölbreyttan tónlistarflutning bæði í upphafi og einnig meðan dómnefnd var að störfum undir lokin. Skáld keppninnar að þessu sinni voru Jón Sveinsson, Nonni, og Steinn Steinarr, en aukþess að flytja efni eftir þessa höfunda fluttu krakkarnir eitt ljóð að eigin vali. Sigurvegari í ár varð Helga Þórsdóttir úr Árskóla. í öðru sæti varð Katarína Ingimarsdóttir úr Varmahlíðarskóla og þriðji varð Arnór Þórðarson úr Árskóla. Þessi þrjú hlutu peningaverðlaun sem Sparisjóður Skagafjarðar gaf. Formaður dómnefndar lét þess getið þegar hann tilkynnti úrslitin að krakkarnir hefðu verið mjög jafnir að getu og valið hefði því verið mjög erfitt. Ingibjörg Hafstað í Vík var umsjónarmaður keppninnar eins og undanfarin ár. Hún lét þess getið í setningarávarpi Bryndís Rut úr Varmahlíðarskóla lék á saxafón og vakti mikta lukku. Hér er einn hópurinn tilbúinn aó fiytja Ijóó aó eigin vali. Frá vinstri Guðný Rós frá Siglufirði, Katarína úr Varmahlíðarskóla.Halldór úr Hólaskóla og Elín Ósk úr Sólgaröaskóla. Þrjú efstu í keppninni. Arnór.Katarína og Helga . Hópurinn sem kom fram á úrslitakvöldinu kynnnar og tóniistarfiytjendur, sigurvegari keppninnar í fyrra er lengst til vinstri. að alls hefðu 92 nemendur í átta bekkjadeildum tekið þátt í undankeppni fyrir lokahátíðina. Það eru Raddir, samtök um vandaðan upp- lestur og framsögn, sem standa að þessum viðburði í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara um land allt, en alls eru haldnar 32 lokahátíðir í ár. ÖÞ: HASKOLAFUNDAROÐ ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur Sjálfbær þróun: íslensk náttúra, menning og þekking í alþjóðasamhengi Málþing í Háskólanum á Hólum, þriðjudaginn 15. apríl ki 13.15-15.30 Mikilvægi sjálfbærrar þróunar er ótvírætt og umræða um hana skipar veigamikinn sess hjá Sameinuðu Þjóðunum og í allri umræðu um stöðu og framtíð þjóða. Málþingið dregur fram sjónarmið sjálfbærrar þróunar í víðri merkingu og vegur og metur hvað ísland getur lært af öðrum þjóðum og hvernig íslendingar í krafti sjálfbærrar þróunar geta tekist á við að bæta menninguna og heiminn. Dagskrá: Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum Setning málþings Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson Ávarp Dr. Porvarður Árnason, Háskóli íslands - Háskólasetrið á Hornafirði Sjálfbært ísland - falsvon eða fyrirheit? Dr. Guðrún Helgadóttir, prófessor ferðamáladeild Háskólans á Hólum Varðveisla með nýtingu: Sjálfbær þróun íslenskrar menningar Dr. Stefán Óli Steingrímsson, dósent fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum íslensk náttúra: Fjölbreytt eða fátæk Umræður Lok málþings Allir velkomnir! Fundinum verður netvarpað beint á heimasíðunni: www.utanrikisraduneyti.is/haskolafundarod

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.