Feykir


Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 6

Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 6
6 Feyklr 14/2008 Rafmagnsverkstæðiö Neistinn ehf á Skagaströnd hefur veriö starfrækt frá árinu 1970 en fyrirtækið er í eigu Hallbjörns Björnssonar. Hjá fyrirtækinu starfa þrír rafvirkjar allir með meistararéttindi. Strákarnir á Neistanum eru þekktir fyrir húmor, hugvit og einstakan áhuga á formúlunni. Fyrírtæki vikunnar Neistinn ehf. á Skagaströnd Hallbjöm hefur rekið Neistarm í 38 ár. Hjalti vinnur við pressu í amerískan ísskáp. Þegar teikning kemur án Ijósaplans parf að redda sér og það kunna strákarnir á Neista betur en fleisir. Bjössi einbeittur á svip enda ekkert grína að komast í stuð. Aðspurður um hvort Neisti hafi alltaf verið á sömu kennitölu segir Hallbjörn að í árdaga fyrirtækisins hafi kennitölur ekki tíðkast en upphaflega hafi þeir verið tveir sem ráku fyrirtækið saman. Hinn hætti árið 1980 og eftir það rak Hallbjörn fyrirtækið á eigin nafnnúmeri eða alit til ársins 1996 er fyrirtækinu var breytt í formlegt einkahlutafélag. Hjá Hallbirni starfa í dag Björn sonur hans og Hjalti Reynisson, frændi þeirra feðga. Yngri rafvirkjarnir tveir lærðu hjá Hallbirni á sínum tíma auk þess sem þeir hafa báðir nælt sér í meistara- réttindi. Saman mynda þeir því flott teymi sem getur tekið að sér svo til allt sem viðkemur rafmagni, sé hluturinn ekki til, fmna þeir hann bara upp. En þeir félagar fundu upp rafstýrðan búnað í kirkju- klukkuna á Skagaströnd og í dag situr meðhjálparinn með fjarstýringu í vasanum og stýrir með henni hringingum klukkunnar. - Búnaðurinn í kirkjunni var bilaður og við fórum að pæla aðeins í þessu og enduðum með þennan búnað. Hann hefur vakið töluverða athygli og er meðal annars bent á hann inni á heimasíðu Kirkjustofu, segir Hallbjörn hógværðin upp- máluð. - Við höfum hins vegar ekki gert fleiri enda höfum við ekki mikinn tíma til þess að fylgja þessu eftir með markaðsstarfi og erum því svolítið í að hanna hitt og þetta í okkar frítíma, en setjum það síðan bara upp á hillu þegar lausnin er komin, bætir hann við. Teiknað á staðnum Uppfinningar eru ekki það eina sem strákarnir leysa vel af hendi en þeir er vinsælir í hvers lags vinnu og er blaðamann bar að garði voru þeir félagar að draga í og vinna í uppsetningu ljósa og rafmagns í skrifstofum sem verið er að koma upp í gamla kaupfélagshúsinu á Skaga- strönd. Teikningin var klár en inn á hana vantaði ljósaplan og það leystu strákarnir með því að klippa niður plastbúta og leggja inn á teikninguna þar sem þeir töldu að heppilegt væri að fá ljós. Frumleg lausn á ferðinni en svínvirkar. Á verkstæðinu má einnig sjá heimilistæki sem bíða viðgerðar auk þess sem Hjalti hefur sérhæft sig í viðgerðum á amerískum ísskápum. Eruð þið líka í að teikna rafmagnsteikningar? -Já, við gerum í raun allt sem viðkemur rafmagni og eru teikningar þar með taldar. Við höfum allir leyfi til þess að teikna og gerum það mikið því það eru margir sem eru að byggja eitthvað og ekki til í að eyða miklum peningum í hönnun og því erum við oft að teikna þetta og hanna á staðn- um sem off eru skemmtileg- ustu verkin. Við lögðum eitt sinn rafmagn í rækjuvinnslu þar sem ekki var til eitt blað af teikningum og þurfti að hanna allt rafmagn upp á nýtt. Við unnum þá vinnu á staðnum og höfðum með okkur kallana sem síðar myndu vinna í húsinu. Sú vinna varð mjög vel heppnuð og skemmtileg. Nú hafði þið unnið töluvert í togurum og bátum. Finnið þið fyrir samdrætti í sjávar- útvegi? -Nei, hann bitnar ekki á okkur. Þessi grein hefur breyst svo mikið frá því að ég til dæmis byrjaði í rafmagni að það er alltaf að koma eitthvað nýtt inn. í dag er mun meiri lagnavinna við öll hús og skrifstofur þar sem gera þarf ráð fyrir öllum fjarskipta- lögnum inn í húsið og því hefur sú vinna komið í staðinn fyrir það sem þá kannski hefur dottið út. Rafmagnsvinnan er svo fjölbreytt og skemmtileg. Við mætum hér á morgnana og búumst við að dagurinn sér fyrirsjáanlegur en förum síðan kannski heim að kvöldi og höfum verið að vinna allan daginn í einhverju allt öðru en við höfðum ætlað. Eins fáum við núna meira af heimilis- tækjum í viðgerð því þegar kreppir að gerist það sjálfkrafa að fólk lætur gera við það gamla í stað þess að henda því alltaf og kaupa nýtt. Nú hvað togarana snertir þá hefur vinnan í þeim aukist frekar en hitt eftir að Fisk Seafood keypti Skagstrending. Við höfum unnið mikið í rafmagni í Örvari en þegar hann var tekinn í ísfisk þá vorum við í tvo mánuði að vinna þar. Síðan aftur í fyrra þegar restin var tekin. Það er mikið og flókið rafkerfi í svona frystiskipi sem reynir á. Snarbrattir rafvirkjar Auk hefðbundinnar rafvirkja- vinnu sjá strákarnir um að selja eldavélar og fleiri raftæki en helstu birgjar þeirra eru í Reykjavík og á Akureyri. -Við pöntum fyrir fólk en liggjum ekki með lager síðan er hægt að kaupa hjá okkur klær og þessar algengu rafmagns- vörur. Auk strákanna þriggja er systir Hallbjörns í hlutastarfi hjá fyrirtækinu og sér hún umbókhald það má því segja að um sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki sé að ræða. Vinnusvæðið er stórt, öll Austur-Húnavatnssýsla auk þess sem þeir fara reglulega yfir á Sauðárkrók að vinna fyrir Fisk Seafood. Þá eiga þeir hlut í stórri skemmu ásamt Vélaverkstæði Skagastrandar og Trésmiðju Helga Gunnars, en þessi þrjú verkstæði hafa tekið höndum saman um bátaviðgerðir undir nafninu Bátanaust ehf. Hver er verkefnastaðan framundan? -Hún er góð, þó er það gallinn við þessa starfsemi að maður sé aldrei langt fram í tímann og hún breytist eiginlega stöðugt. Þannig að þið eruð bara brattir? -Snarbrattir alveg hreint, er svarið. Kaffistofa þeirra félaga er fánum prýdd og formúlan skipar heiðurssess. Svona til þess að hafa móralinn í lagi eru þeir bara sammála um hver sé bestur og alveg með það á hreinu hver það er sem ræður hverju. Hjalti á lokaorðin; Bjössi er auðvitað sonur forstjórans svo hann er aldrei skammaður en að öðru leyti er þetta mjög einfalt. Hallbjörn ræður pólitíkinni, Bjössi ræður formúlunni og ég ræð öllu sem ég vil ráða, segir Hjalti og uppsker skellihlátur vinnufélaganna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.