Feykir


Feykir - 10.04.2008, Qupperneq 9

Feykir - 10.04.2008, Qupperneq 9
14/2008 Feykir 9 Hesta Um fjöllUn Fcylíis Umsjón med hestasídu: Eyþór r 848 2725 og Gudný (£ 898 2597 Tekið til kostanna o.fí. Molar Heyrst hefur þetta um Tekið til kostanna sem haidin verður 24. til 27. aphl: • Að á kvöldsýningunum á föstudags- og laugardags- kvöld verði fluttur leikþáttur sem segir frá æviskeiði Skag- firðings nokkurs og samneyti hans við þarfasta þjóninn. Skagflrðingur þessi er víst nokkur gleðimaður en frést hefur að faðir hans muni alveg slá honum við. Að gerð og uppsetningu leikþáttanna koma vist Sögusetur íslenska hestsins, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson leikstjóri, sr. Hannes Örn Blandon, Stefán Gislason söngstjóri, vaskir kórdrengir og fjölmargir leikendur. • Að kennslusýningar Hóla- skóla í reiðhöllinni Svaða- stöðum á sumardaginn fýrsta, 24. apríl og laugar- daginn 26. apríl séu eitthvað sem enginn fróðleiksfus hestamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Auk þess sé ókeypis inná þær. • Að forsala aðgöngumiða hófst mánudaginn 7. apríl á N1 á Sauðarkróki, Fákasproti á Akureyri og Ástund í Reykjavík. • Að aðstandendur kaffi- húsanna sem verða í reið- höllinni Svaðastöðum, þ.e. Kaffibaunin, kaffihús Grunn- skólanema austan Vatna, Sauðárkróksbakarí og Herdís í Áskaffi verði með Reið- mannarækju, Fljótakleinur og fleira áhugavert á boðstólum. Trúlega er tilvalið að kíkja í kaffi í reiðhöllina, jafnvel þó maður hafi engan áhuga á hestum. Ingimar formaður Hrossaræktarsamband Skagafjarðar hélt aðalfund sinn þann 31. mars á Löngumýri. Guðmundur Sveinsson gaf ekki kost á sér tO áframhaldandi stjórnarsetu en nýr inn í stjórn er Eysteinn Steingrímsson. Stjórnin er skipuð eftirfarandi mönnum: Ingimar Ingimarsson for- maður, aðrir í stjórn; Magnús Bragi Magnússon, Eymundur Þórarinsson, Sigurbjörn Þor- leifsson og Eysteinn Stein- grímsson. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. Skagaströnd Böm í hestamennsku Hestamennska nýtur mikilla vinsælda um allt land og hafa hestamannafélög vfða um landið unnið að þvf að kynna íslenska hestinn fyrir ungafólkinu. ÁSkagaströnd auglýsti Hestamannafélagið Snarfari eftir áhugasömum krökkum sem vildu prófa að „eiga“ hest án allra skuldbindinga. -Þetta er kjörið fýrir þá krakka sem vilja prófa að „eiga“ hest án skuldbindinga. Viðkomandi fær ákveðinn hest til umráða og verður að sinna honum í samráði við verkefhisstjóra sem aðstoðar við hirðingu og útreiðar. Við töluðum við Ingimar Pálsson á Króknum um að útvega okkur sprenglærða reiðskólahesta sem mundu henta í verkefnið, segir Erla Jónsdóttir gjaldkeri Snarfara. Hvemig gekk að fá krakka í þetta verkefni? - Það má segja að við hefðum mátt vera örlítið fyrr á ferðinni því núna er mikið um að vera hjá krökkunum í skólanum. Fáir sóttu um þess vegna en við sinnum þeim sem koma og gerum þetta skemmtilegt, segir Erla og bætir við að hestamannafélagið útvegi hesthús, reiðtygi og fóður fyrir hrossin. Verkefninu lýkur Sjómanna- dagshelgina. Æskan og hesturinn Stefnir í glæsilega sýningu Sýningin Æskan og hesturinn verður haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki þann 3. maf næstkomandi. Um er að ræða tvær sýningar sem verða um daginn, önnur kl. 13 og hin kl. 16. Auk Skagfirðinga koma þátttakendur viða að s.s. frá Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Hvammstanga, Blönduósi og þeir sem koma lengst að eru frá Norðfirði. Það eru böm og unglingar sem sýna ýmis atriði sem þau hafa æft og miðað við fyrri sýningar er óhætt að mæla með sýningunni fyrir alla. Hestar Sama „gamla“ stjómin Hestamannafélagið Léttfeti hélt aðalfund sinn þann 3. aphl s.l. Óhætt er að segja að sama „gamla“ stjórnin hafi verið kosin en hún hefur Iftið breyst undanfarin ár. Kom fram á fúndinum að Jón Geirmundsson hefur setið í stjórn í 20 ár og Guðmund- ur Sveinsson í 21 ár. Annars er stjómin eftirfarandi: Guð- mundur Sveinsson formaður, Jón Geirmundsson ritari, Ragn- ar Pálsson gjaldkeri, Stefán Reynisson og Hörður Þórarins- son meðstjómendur. Á fúndin- um var m.a. skorað á stjórn að félagið kæmi sér upp heimasíðu á netinu og fór sú vinna strax í gang daginn effir. Nítján nýir félagar sóttu um inngöngu og telur þá félagaskráin 223 manns. Konur í meirihluta Aðalfundur Hestamanna- félagsins Stíganda var hald- inn þann 11. mars sl. Mikið var lagt upp úr því að efla unglingastarfið hjá félaginu og landsmótið í sumar var ofarlega í huga fúndarmanna. Nýr formaður var kjörinn og er stjórnin skipuð eftirfarandi: Jónína Stefánsdóttir formaður, Eymundur Þórarinsson gjald- keri, Líney Hjálmarsdóttir ritari, Friðrik Þór Jónsson og Margrét Sigurðardóttir meðstjómendur. Þá hefúr Stígandi opnað heima- síðu: www.123.is/stigandafelagar Árskóli Kokkakeppni grannskóla Nemendur f valhópum í 9. og 10. bekk í heimilisfræði f Árskóla tóku þátt í kokkakeppni mánudaginn s.l. í kennsiueldhúsi sfnu. Það voru 4 lið, sem áður höfðu keppt í sínum valhópum og komist áfram, sem öttu kappi. Liðin höfðu eina klukkustund til að útbúa matinn og bera fram fyrir dómara en dómarar sátu og dæmdu eftir framsetningu, útliti og bragði. Það voru þeir Arnar Freyr Sigurjónsson og Óli Grétar Óskarsson sem báru sigur úr býtum með ostafyllta kjúklingabringu. Sigurliðið mun taka þátt í kokkakeppnigrunnskólanna sem haldin verður þann 12. apríl n.k. í Menntaskólanum í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendum á landsbyggðinni gefst kostur á að taka þátt í stóru keppninni og spennandi verður að sjá hvernig okkar nemendum vegnar þar. Jingabríngft {------------------------------- Tll sölu Toyota CoroUa árgerð 1996, ekinn aðeins 138.000, mjög góður og lítur vel út, álfelgur, spoilero.fi. ^SÍmi 899 8245_________________

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.