Feykir


Feykir - 10.04.2008, Page 7

Feykir - 10.04.2008, Page 7
14/2008 Feyklr 7 Ingunn Kristjánsdóttir söngkona með meiru Alin upp í söng Ingunn Kristjánsdóttir er ung og upprennandi söngkona á Sauðárkróki. Ingunn hefur, þrátt fyrir ungan aldur, vakió athygli fyrir frammistöðu sfna í söngkeppnum og framkomu á skemmtunum. Ingunn mun verða fulltrúi FNV f Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri á laugardagskvöld. Feykir forvitnaðist um bakgrunn og framtíðardrauma Ingunnar. -Égerfædd 12. júlíárið 1990 á Sauðárkróki. Foreldrar mínir eru Kristján Örn Kristjánsson lögregluþjónn og Sigríður Margrét Ingimarsdóttir þroskaþjálfi. Ég ólst upp í Kristjánsklaufinni í húsi sem heitir Hyrna. Þar var gott að búa, góðir nágrannar og stutt upp á Nafirnar þar sem ég lék mér oft. Við fórum oít í hjólatúra á Nöfunum og í brekkunum fyrir ofan húsið voru margir steinar sem mér þóttu fallegir og kom mér upp steinasafni. Enn þann dag í dag stend ég mig að því að stinga steinum í vasann, rifjar Ingunn upp aðspurð um uppruna sinn. Spilarðu á einhver hljóðfæri? -Ég lærði á blokkflautu eins og margir þegar ég var lítil og eitthvað lærði ég á píanó en ég er svo óþolinmóð að æfingarnar urðu ekki eins og skyldi. En ég er reyndar nýhætt að æfa á gítar til að einbeita mér að söngnum. Ingunn er alin upp í söng og hefur hann fylgt henni alla tíð? -Mamma hefur verið að læra söng í gegnum tíðina og heíur leiðbeint mér heilmikið og Dóra amma er í kirkjukórnum, Ingimar afi syngur líka mikið og já, ég hef gaman að því að syngja. Við fluttum til Reykjavíkur þegar ég var 7 ára og þar fór ég í söngskóla Siggu Beinteins. Ég nennti reyndar ekki að æfa mig mikið, vildi bara syngja sjálf. Þar var tekið upp myndband af mér syngjandi en mér finnst óþægilegt að horfa á sjálfa mig á myndbandi og geri það helst ekki. Byrjaðir þú snemma að koma fram opinberlega? -Ég söng og lék í skólaleikritum og þegar ég var þrettán ára var ég beðin um að syngja á skemmtun með Geirmundi Valtýssyni upp á Sjúkrahúsi og þá fór boltinn að rúlla. Fermingarárið mitt söng ég eitt lag á afmælisdiski hjá Geirmundi og svo hringir hann stundum í mig þegar hann vantar söngvara t.d. á jólaböll og svoleiðis. Auk þess að syngja með Geirmundi og víðar var Ingunn hluti af stelpnahljómsveit Sorins Lazar sem stofnaður var hér fyrir nokkrum árum og hann ætlaði að koma á framfæri. -Við vorum fimm stelpur í hópnum og gáfum út jóladisk en einhverra hluta vegna varð ekkert meira úr þessu og við hættum. En þetta var gaman og ég lærði heilmikið um stúdíóvinnu og tækni í kringum músíkina. Fulltrúi FNV í Söngkeppni fram- haldsskólanna Þrátt íyrir að draumurinn um stúlknahljómsveit yrði ekki að veruleika lagði Ingunn ekki upp laupana og hefur hún verið áberandi í söngkeppnum heima í héraði. -Já, ég söng bakrödd í Dægurlagakeppninni í Sælu- vikunni árið 2005. Árið 2006 söng ég lagið „Mikki refur“ eftir Árna Gunnarsson og það lag bar syngur úr býtum. í Sæluvikunni í fyrra var söngskemmtun í staðin fyrir keppni og ég fékk að vera með þar. Það var svolítið öðruvísi fílingur meira frjálsræði og minna stress. Og núna um daginn var söngkeppni í Fjölbrautaskólanum og þar sigraði ég með lagið „Svo smá“ með hljómsveitinni Heart með íslenskum texta eftir Davíð Þór Jónsson. Með það lag fer ég í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer 12. apríl á Akureyri. Keppninni verður sjónvarpað beint hjá Ríkissjónvarpinu, og ALLIR að kjósa rétt!!!, segir Ingunn spennt. Hefurðu verið í söngnámi eftir skólann hjá Siggu Beinteins? -Já, ég byrjaði í Tónlistarskóla Skagafjarðar en flutti svo með Alexöndru í skólann hennar í Villa Nova núna í vetur. Þar læri ég klassískan söng og tónfræði sem mig vantaði. Ég tek þátt í uppfærslu skólans á dagskrá um æfi og störf Sigvalda Kaldalóns sem sýnt verður í Sæluvikunni. Verslunareigandi Við skiptum yfir í léttara hjal en Ingunn er ein af eigendum Topphesta á Sauðárkróki og afi hennar þekktur hestamaður. Það er því ekki hægt annað en spyrja hana hvort hún hafi ekki smitast af hestabakteríu afa síns. -Sem krakki var ég mikið að hjálpa til í reiðskólanum hjá Ingimar afa. Þegar við áttum heima í Reykjavík hlakkaði ég mikið til að komast norður á sumrin í hrossin og íþróttirnar. Ég var mjög fegin þegar foreldrar mínir létu undan þrýstingi frá mér og fluttu norður aftur. Núna er ég ekki mikið í hestum, lauma mér stundum á bak, en á sumrin hjálpa ég stundum til í reiðskólanum og hestaferðunum. Þá tók ég þátt í að setja á stofn hesta- og gæludýraverslun sem heitir Topphestar. Við erum fjögur sem eigum verslunina, þ.e. ég og kærastinn minn sem heitir Ebbi, Inga Dóra systir mömmu og Ingólfur maðurinn hennar. Ég kem nú reyndar lítið nálægt þessu en ég kem ef það vantar hjálp, annars er ég að vinna annarsstaðar. Ég er að vinna á N1 og svo í sjoppunni á Mælifelli um helgar. Þú nefndir íþróttaiðkun áðan, stundar þú íþróttir? -Ég var mikið í íþróttum þegar ég var yngri sérstaklega í sundinu. Fjölskyldan hefur verið viðloðandi sundið í gegnum tíðina bæði pabbi og Kristján Hansen langafi, en þetta tengdi okkur saman. Hann fylgdist vel með mér í gegnum sundið, svarar Ingunn og ég spyr hana út í afrek hennar í sundinu. -Ég átti einu sinni metið í Kerlingasundinu sem er sam- bærilegt við Grettissundið hjá strákunum. Metið stóð í nokkrar mínútur en það var bætt af konu sem synti í næsta riðli á eftir mér. Annars komst ég oft á verðlaunapall bæði hér heima og utan héraðs meira að segja á Landsmóti. Annars ætlaði ég aldrei að verða afrekskona í sundi, hafði bara gaman af því að synda. Foreldrar mínir mín fyrirmynd Hvert stefnirðu í framtíð- inni? -Ég er núna á öðru ári í Fjölbrautaskólanum og stefni að því að klára tvær brautir þar, þ.e. fél-fél og fél-sál. Ég ætla að fara í háskóla en er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða, það verður að koma í ljós. En ég veit það fyrir víst að ég ætla að læra meira í söng. Er það þá klassíski söngurinn sem verður ofan á? -Ég hef mjög gaman af því að syngja dægurlög en það er erfitt að lifa á söng, þetta er erfiður bransi. En klassíkin er líka skemmtileg og aldrei að vita hvert söngurinn leiðir mann. Svo bíður maður bara eftir stóra tækifærinu. Áttu þér einhverjar fyrir- myndir í söngnum? -Nei, ég er svo skrítin að þegar ég hlusta á músík þá hlusta ég eftir laglínunni og textanum og læri þau strax en veit kannski ekkert hver er að syngja. En ef ég ætti að nefna einhverja þá hafa foreldrar mínir haft mest áhrif á mig. Mamma hefur leiðbeint mér mikið í söngnum og pabbi með sviðsframkomuna en hann er vanur leikari með Leikfélaginu og var sjálfur í hljómsveit. En það er engin sérstök fræg fyrirmynd hjá mér. Ef þú fengir eina ósk uppfyllta, hver yrði hún? -Mig vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn, svarar Ingunn og hlær um leið og hún minnir sitt heimafólk á Norðurlandi vestra á söngva- keppnina í sjónvarpinu á laugardagskvöld. Orð sem vert er að taka undir. Áfram Ingunn!

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.