Feykir


Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 2

Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 2
2 Feyklr 14/2008 Hofsós Hofsóskirkja fær veglega peningagjöf Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi Til minningar um Grím Gíslason í hverju samfélagi áöur fyrr voru öflug kvenfélög sem störfuöu af krafti til heilla sínu umhverfi. Eitthvaö hefur dregiö úr mesta kraftinum því starfskraftar kvenna eru eftirsóttir vföa í félagsstörfum. En Hofsós nýtur góös af Kvenfélaginu. Laust fyrir jólin 2007 boðuðu kvenfélagskonur í Hofsósi og nágrenni sóknarnefnd staðarins á sinn fund og færðu Hofsóskirkju 500.000 krónur að gjöf, áður voru þær búnar að gefa kirkjunni 100.000 krónur. Einnig lögðu þær 100.000 í væntanlegt íþróttahús á staðnum. Þetta eru miklar og höfðinglegar gj afir hjá félaginu. Megnið af innkomu Kvenfélagsins fer í menningar og líknarmál og er vert að þakka þeim þeirra störf. Rmmtudaginn 3. apríl var haldin aö Húnavöllum árleg framsagnarkeppni grunn- skólanna í Húnavatnsþingi. Keppnin er haldin til minningar um Grím Gíslason frá Saurbæ í Vatnsdal. Keppendur voru tólf og lásu þrisvar hver. Lesinn var kafli úr sögu eftir Jón Sveinsson og síðan kvæði eftir Stein Steinarr og að lokum kvæði að eigin vali. Aöalfundur kúabænda í A-Húnavatnssýslu var haldinn á dögunum. Á fundinum flutti Gunnfríður Hreiðarsdóttir landsráðu- nautur í nautgriparækt erindi um skýrsluhald og nautgriparækt og sfðan hélt Baldur H. Benjamíns- son framkvæmdastjóri Landsambands kúabænda erindi og fór yfir stööu greinarinnar í landinu. Afurðahæsta búið árið 2007 í A-Húnavatnssýslu var Brúsastaðir með 6.613 kg eftir árskúnna. í öðru sæti var Hlíð með 6.156 kg og í þriðja sæti var Höskuldsstaðir með 6.014 kg. Afurðahæstu kýr á svæðinu á síðasta ári voru: Sóley frá Steinnýjarstöðum meðlO.956 kg. Heiðbrá frá Hnjúki með 9.460 kg og Villa frá Auðólfsstöðum með 9.353 kg. Á fundinum lýstu fundarmenn yfir miklum áhyggjum af Allir keppendur stóðu sig vel og hlutu lof dómara og áheyrenda. Það var því erfitt verk að úrskurða hverjir hefðu staðið sig best. Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru: 1. Eydís Sigurðardóttir, Húnavallaskóla. 2. Alma DröfnVignisdóttir,Höfðaskóla 3. Árný Dögg Kristjánsdóttir, Grunnskólanum á Blönduósi. Sérstök aukaverðlaun fyrir vandaðan lestur hlutu þau: hækkandi verði á aðföngum og samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun um kjaramál bænda. “Aðalfundur kúabænda í A-Hún. haldinn 19/3 2008 lýsir þungum áhyggjum af ört hækkandi verði á aðföngum tO búrekstrar, einnig hefur fjármagns- kostnaður hækkað stórfellt. Fundurinn telur brýnt að leiðrétta afurðaverð til samræmis við hækkanir þessar strax, svo stéttinni verði búin viðunandi lífskjör og mat- vælaöryggi þjóðarinnar verði tryggt” Stjórn Félags kúabænda í A-Húnavatnssýslu skipa Magnús Sigurðsson á Hnjúki sem jafnframt er formaður, Jóhannes Torfason á Torfalæk, Gróa Lárusdóttir á Brúsastöðum, Jóhann Bjarnason á Auðólfsstöðum og Jens Jónsson í Brandaskarði. Bragi Hólm Birkisson, Húna- vallaskóla og Kristín Karen Karlsdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra. Húnavatnshreppur Kaupirí Hveravalla- félaginu Húnavatnshreppur hefur ákveöiö aö nýta sér forkaupsrétt sinn aö hluta Bjarka Kristjánssonar f Hveravaliafélaginu. Var þetta ákveðið á síðasta hreppsnefndarfundi Húnavatnshrepps þar sem Björn Magnússon var gestur fundarins. Kynnti Björn þar aðalfund Hveravallafélags- ins sem haldinn verður 17. apríl n.k. Skagaströnd Biopol bætir viðstarfs- manni Biopol á Skagaströnd hefur borist liöstyrkur en fyrirtækiö réð til Ólafíu Lárusdóttir líffræöing til starfa á dögunum. Ólafía er frá Mosfellsbæ og flytur því búferlum á Skagaströnd til þess að fara að vinna hjá Biopol. Eru starfsmenn fyrirtækisins sem stofnað var sl. sumar því orðir tveir talsins. Helstu verkefni fýrirtækisins eru rannsóknir á hrognkelsum. Húnavatnshreppur Tveir smiðir byggivið Hamarsbúð Byggöarráö Húnaþings vestra hefur ákveðiö aö ganga til samninga viö Tvo smiði ehf. um viðbyggingu Hamarsbúöar. Verksamningurinn tekur til allrar smíðavinnu og efniskostnaðar vegna smíða sbr. teikninga frá Hauki Árnasyni byggingatækni- fræðingi. Utan samnings þessa eru vatns- og raflagnir. Verkkostnaður er alls kr. 3.650.000- með vsk. Leiðari Ég heiti Guðný og ég er landsbyggðarhrokagikkur Ég fór eitthvað að renna yfir gamla leiðara á dögunum og komst að þeirri niðurstöðu að ég er ekki að verða neitt skárri en þessir 101 Reykjavík hrokagikkir sem ég hneykslast svo oft og iðulega á. Fólk sem opinberlega lýsir vanþóknun sinni á landsbyggðinni og öllu sem hún stendurfyrir. Fólki sem sér ekki útfyrir nafla eigin alheims. Nema hvað ég er á hinum endanum. Ég skil ekkifólk sem velur og kýs að búa í umferðahnút, háu fasteignaverði og almenni stressi meðan tækifærin bjóðast hægri vinstri úti á landsbyggðinni og erfiðlega gengur að manna störfþar nema leita útfyrir landssteinana. Ég veltiþvífyrir mér smá stund hvað ég ætti að gera með þessa uppgötvun mína. Á ég að draga í land og hætta þessum hroka en komst að þeirri niðurstöðu að það þýði víst lítið. Ég verði bara að sættast við mín Þingeysku gen og uppeldi í nágrenni Akureyrar og viðurkenna staðreyndir. Því segir ég hátt og skýrt á hverjum morgniþegar ég mæti myglaðri ásýnd minni í speglinum: „Ég heiti Guðný og ég er landsbyggðarhrokagikkur“. Ég heflíka tekið þá ákvörðun að vera bara nokkuð sátt viðþetta því ég held að efvið tölum svæðið okkar og landsbyggðina í heild upp sjálfþá gerir það enginn annarfyrir okkur. Landsbyggðin lifi - Norðurland vestra best í heimi. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjórí & abyrgdamiadur Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson pall@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Leiðrétting í frétt á forsíöu Feykis í lióinni viku var Læknafélag íslands aó ósekju dregið inn í deilu milli lækna og forstöðumanns. Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Heimildarmenn Feykis vitnuðu í meint afskipti Læknafélags íslands að málinu og að þrýstingur væri frá þeirn um að læknarnir stæðu fast á sínu. Hið rétta er að Læknafélag íslands hefúr engin afskipti haft af málinu önnur en þau að aðstoða læknana sem eftir því hafa óskað með sín kjaramál. Þá átti heimildarmaður Feykis við að þrýstingur hefði verði innan læknasamfélagsins og tölvupóstar manna á milli um að standa saman að þvi að sækja ekki um stöðu á Blönduósi og átti Læknafélag íslands engan hlut að því máli. Er Læknafélag íslands beðið velvirðingar á þessum mistökum. Að öðru leyti stendur blaðið við frétt sína frá þvi í síðustu viku. Kúabændur í A - Húnavatnssýslu Hafa áhyggjur af hækkandi verði á aðföngum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.