Feykir


Feykir - 10.04.2008, Side 11

Feykir - 10.04.2008, Side 11
14/2008 Feykír 11 ( TÖLVUPÓSTURINN ) „Dýllarar" sitja sjaldnast auóum höndum og er þaó engin undantekning meó Ómar Braga Stefánsson landsfulltrúa hjá UMFÍ. Lítill fugl hvíslaði í eyra blaóamanns aó hann væri meö eitthvaó mikió á prjónunum í sumar. Vió höfóum samband. Heima er best Hvað er að frétta af þjónustumiðstöð UMFÍ? -Það er allt mjög gott að frétta frá UMFÍ, iðandi líf og starfsemi um land allt. Hver eru verkefni dagsins hjá UMFÍ? -Það sem liggur á mínu borði er m.a. undirbúningur Unglingalandsmótsins í Þorlákshöfn á þessu ári, einnig er vinna hafin vegna Unglingalandsmótsins í Gmndarfirði á næsta ári og svo er allt komið á fullt vegna Landsmótsins á Akureyri í júlí á næsta ári. Gönguverkefnið okkar “Göngum um ísland’’ er einnig að taka á sig mynd þetta árið og svo er að fara af stað nýtt verkefni sem ber heitið Gæfuspor. Þetta er það helsta sem að mér snýr en svo em fjöldamörg önnur verkefni hjá UMFI sem aðrirstarfsmenn hafa með að gera. Nú hefur frést af mögulegri bæjarhátíð á Kréknum í sumar. Átt þú einhvern þátt í því? -Já ekki get ég neitað því. Þetta hefur verið að mótast hjá mér smátt og smátt og drög af dagskrá liggja fyrir. Þetta hefurverið kynnt fyrir sveitarfélaginu sem hefurtekið þessu mjög vel. Hátíðin er fyrirhuguð síðustu helgina í ágúst en það verður að ganga frá vissum málum áður en farið er af stað, það er alveg Ijóst. Hvað rekur þig í svoleiðis framkvæmdir? -Ég veit það svei mér þá ekki, ég er alltaf að koma mér í eitthvað svona, á líklega mjög erfitt með að sitja kyrr. En kannski fyrst og fremst áhugi minn á að hér sé gaman að búa, gott að koma og alltaf eitthvað um að vera. Ég er í fullu starfi hjá UMFÍ sem m.a. krefst mikilla ferðalaga, ég er í nefndum fyrir KSÍ sem einnig krefjast ferðalaga, ég er töluvert mikið íkringum félagið mittfindastól, égerforseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks, og svo á ég frábæra fjölskyldu sem ég reyni að sinna en hún hefur bakkað mig upp í þessu öllu. Ertu búinn að bóka skemmtikrafta? -Það er margt uppi á borðinu og margir möguleikar, já það er búið að tala við ákveðna aðila. Dagskráin mun vera fýrir alla aldurshópa og sambland af listum, menningu og íþróttum. Kemur þetta fyrirtækjum staðarins til góða? -Það ætla ég rétt að vona og svo aðallega á þetta að lífga upp á bæjarbraginn. Hvernig gengur að fjármagna verkefnið? -Ágætlega en auðvitað kostar þetta sitt og því vantar aðeins uppá að fjárhagsáætlun nái að ganga upp, því miður. Þó hafa nokkrir aðilar komið með fjármagn í þetta nú þegar. Égmun leita til fýrirtækja íbænum um aðstyrkja þetta verkefni því ég lít svo á að þetta sé samfélagslegt verkefni. Þegar ég hef fengið svar frá þeim mun ég svo meta stöðuna ásamt góðu fólki sem er mér innanhandar svona í upphafi. Hver er markhópurinn? -Markhópurinn eru allir bæjarbúar og sveitungar okkar á öllum aldri. Að sjálfsögðu eru allir gestir velkomnir hingað en ég vil byrja þetta rólega og meta svo stöðuna að þessari hátíð lokinni. En markhópurinn erum við sem búum í Skagafirði, brottfluttir og svo allir góðir gestir að sjálfsögðu. Hvert er þitt lífsmottó? -Ætli það sé ekki eitthvað í þá áttina að leggja mitt að mörkum til að hér sé gott mannlíf og einnig að vinna að heilbrigðum verkefnum fyrir unga fólkið í landinu. Eitthvað að lokum? -Ja, ég vona bara að það takist að safna því sem uppá vantarsvo bæjarhátíðin verði aðveruleika ísumar. Ef þetta næst ekki þá fer ég bara í sumarfn með fjölskyldunni. > > GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 473 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrjum spjallið að þessu sinni með þessari vísu Kristjáns Eiríkssonar: Yfirfjöllin fagurblá fannhvít mjöllin breiðist. Verða sköllin vísast há vont eftröllið reiðist. Davíð Hjálmar Haraldsson hlustaði á umræður um olíu á Vestfjörðum og orti Þeirfara á sjóstöng á vestfirska vísu og veiða á grunni, en stíma svo heim. Að bryggjunni koma með blásvarta ysu og bleikju ogþyrskling með olíukeim. Kunnug voru víða um land málaferli sem Snæbjörn Sigurðsson á Grund í Eyjafirði stóð í við nágranna sína útaf landamerkjum um miðja síðustu öld. Fór málið fyrir Hæstarétt og riðu dómarar þaðan um landið til að skoða aðstæður. Þá er sú för spurðist út, orti Rósberg G Snædal þessa lipru vísu: Undir bú ergott á Grund gróttukvörn þar malar. Ekki þarf að halda hund Hœstiréttur smalar. Þegar svo dómurinn birtist, orti Rósberg þessa laglegu hringhendu: Lengi þéttings gróða gaf grundin fléttuð blómurn. Hver einn blettur helgast af hœstaréttardómum. Þegar fýr sá er í daglegu tali gengur undir nafninu Bubbi Morthens varð fimmtugur, kepptust útvarpsstöðvar við að spila tónlist tengda honum. Af því tilefni orti Pétur Stefánsson þessa ágætu vísu: Áreiti og eilíft plag allt vill lífið subba. Nauðgar eyra í allan dag org úrþessum Bubba. Önnur vísa kemur hér eftir Pétur og mun hún ort í verslunarferð: Sá semfáa aura á að því gjarnan hyggi. í versluninni velja má verðkönnunarhryggi. Ein rifjast upp í viðbót eftir Pétur: Brennivínið léttir lund lagar ímynd hrjáða. Eftirgóða gleðistund geng égsœll til náða. Mig minnir að það hafi verið hinn mikli andans maður Hjörtur Gíslason sem gerði þessa játningu: Drottinn eins og barn ég bað um betri og hlýrri klœði. Betrafólk og betri stað betra rúm ogfœði. Síðar mun hann hafa bætt þessari við: Árangur var ekki stór ei mér bœttust flíkur. Himnafaðirinn heyrnarsljór var hreppstjóranum líkur. Þegar ákveðin hjú sáust kyssast á sjónvarpsskjánum á síðasta ári, orti Páll Pétursson svo auðveldlega: Helvíti er að horfa á Haarde þennan sómamann. Kyssa beint á kjaftinn á kerlingu sem bítur hann. Þegar núverandi stjóri í Reykjavíkurhreppi Ólafur F Magnússon, tilkynnti í sjónvarpi að kaup á tveimur gömlum húsum við Laugaveg hefðu verið hagstæð, komst effirfarandi vísa á kreik. Man því miður ekki eftir hvern hún er: Við borgarstjórn Ólafur byrjar íplús brilliant samning hann gerði. Þegar afkaupangi kumbaldahús keypti á hagstœðu verði. Læknirinn góðkunni á Akureyri, Hjálmar Freysteinsson heyrði af gemsi þessu og orti svo: Ólafur veskið opnarfús auðveld sýnist völin. Þegar bjóðast honum hús á hálfa milljón fjölin. Minn góði kunningi á Húsavík, Hreiðar Karlsson mun líka hafa fylgst með fréttum og orti svo: Öll með brosi verk sín vann vanur í göt að stagla. Því nœst borga þurfli hann þúsundkall per nagla. Áfram heldur Hreiðar: Skuli heilög varin vé verður nokkru aðfórna. Það er sjaldan þurrð áfé þegar lœknar stjórna. Sá snjalli hagyrðingur úr Mývatnssveit, Friðrik Steingrímsson heyrði af þessu gríni og bætti við: Gott er að hann geti nýtt gœðaprísa slíka. Ef bárujárnið fylgir frítt ogflestir gluggar líka. Því miður verður að hætta nú. Gleðjum okkur með þessari ágætu vísu eins góðvina þáttarins, Erlendar Hansen á Sauðárkróki. Er honum hugleikinn glæsileiki borgarstjóra: Frjálsa lít égfjallalind fagurgrœna ása. AfÓlafi ég mála mynd meðan stormar blása. Verið þar með sœl að sinni. Guðtnundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.