Feykir


Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 4

Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 4
4 Feyklr 14/2008 Landbúnaðarsýning og Bændahátíð SveitaSæla 2008 Landbúnaðarsýning & Bændahátíd Sauðárkróki 15. - 17. ágúst Undirbúningur fyrir SveitaSælu 2008 er hafinn í Skagafirði. Sýningin er nú haldin í fjórða sinn í reiðhöllinni Svaðastöðum og er unnið að því að gera sýninguna glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Síðasta hátíð sló öll met, þegar á fimmta þúsund gesta allsstaðar af landinu sóttu sýninguna heim. Stefnt er að því að stækka umfang sýningarinnar en hún verður í grunninn með svipuðu sniði og fyrri ár nema hvað ákveðið hefur verið að þematengja sýninguna og tileinka hana íslenska hestinum þetta árið. Stefnt verður að því að kynna allt milli himins og jarðar sem tengist hestamennsku og landbúnaði almennt, jafnframt sem vinsælir dagskrárliðir verða áfram á sínum stað. Mikilla vinsælda hefur notið að fá að sækja nokkur bú heim og verður einnig boðið upp á það í ár. Víst er að nóg verður við að vera fyrir börn og fullorðna víðsvegar um Skagafjörð. Sýningarsvæði reiðhall- arinnar er um 1700 fermetrar og nóg pláss fyrir fyrirtæki sem vilja kynna vörur sínar og einnig er rúmgott útisvæði við reiðhöllina. Vélasýningin í fyrra var sú langstærsta sem haldin hefur verið til þessa og höfðu aldrei fyrr verið saman komnir á eina sýningu allir helstu búvélasalar landsins. Stjórn sýningarinnar hefur ráðið til sín tvo verkefnisstjóra en það eru þau Eyþór Jónasson, hestafrömuður og Rósa María Vésteinsdóttir BA nemi við Ferðamáladeild Hólaskóla en þau munu hafa yfirumsjón með undir- búningi sýningarinnar. Nánari upplýsingar ogfréttir um SveitaSœlu 2008 í Skagafirði má nálgast á www.horse.is/ landbunadarsyning. Þórður Ingi Bjarnason skrifar Sjálfbær þróun í alþjóðlegu umhverfi Umhverfismál eru farin að skipta okkur mun meira máli í dag en þau gerðu fyrir nokkrum árum. Hluti af umhverfismálum er góð umhverfisstjórnun og þar er sjálfbær þróun mikilvægur þáttur. Hugtakið sjálfbær þróun er hægt að túlka á marga vegu og segja má að sjálfbær þróun hafi verið ákveðin málamiðlun milli sjónarmiða þeirra sem töldu náttúruna í hættu vegna athafna mannsins og hinna sem bentu á að hagvöxtur og efnahagsleg uppbygging væri forsenda bættra lífsskilyrða mannsins á jörðinni. Fyrst var farið að tala um hugtakið sjálfbæra þróun árið 1987 í skýrslu Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs. Þar var sjálfbær þróun skilgreind á eftirfarandi hátt: „Þróun sem gerir okkur kleiff að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfúm sínum." Á heimsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um umhverfi og þjóðir í Ríó de Janerio árið 1992 var talað um heildaráætlun hvers þjóðfélags fram á 21. öldina. Áætlunin snýst um þrjár stoðir; umhverfismál, efnahagslega og félagslega þætti. Staðardagskrá21 varðtil íkjölfarRíófundarins. Tveimur árum síðar var haldin ráðstefna á Lanzarote á Kanaríeyjum um sjálfbæra ferðamennsku. Þar var aðaláherslan lögð á stjórnun og sldpulag innan ferðaþjónustunnar. í fyrstu grunnreglu í Ríóyfirlýsingunni segir: „Sjálfbær þróun snýst utn manninn og möguleika hans. Fólk á að geta starfað og lifað heilbrigðu líft í sátt við náttúruna". Ýmsar skil- greiningar hafa verið gerðar um sjálfbæra þróun en sú sldlgreining sem Alþjóðlegu ferðamálasamtöldn WTO hafa komið með er að: Sjálfbœr þróun í ferða- mennsku mœtir þörfum ferða- manna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstœkifœrum til framtíðar. Það er fyrirséð að sjálfbær þróun mun verða ríkjandi þáttur í stjórnun og ákvarðanatöku varðandi auðlittdir og náttúruverðmæti í framtíðinni. Markmiðin eru aðfullnægja efnahagslegum, félagslegum og fagurfrœðilegutn þörfum á þann hátt að varðveita og viðhalda menningu, nauðsyn- legum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegum fjölbreytileika og nauðsynlegum lífsskilyrðum. Mörg ferðaþjónustufyrir- tæki hafa komið sér upp umhverfisstefnu með það að leiðarljósi að vinna að sjálfbærri þróun. Með því að nýta sér hugmyndafræði um sjálfbæra þróun þá styrkja viðkomandi fyrirtæki önnur fyrirtæJd í sveitarfélaginu með því að versla allt sem hægt er að nálgast á viðkomandi svæði. Með því að vinna skipulega að sjálfbærni er hægt að draga úr rekstrarkostnaði fyrirtækja. Hluti af sjálfbærri þróun er að vera með floldcun á sorpi, draga úr því sem hent er og er ekld endurvinnanlegt. Allt sem hægt er að endurvinna á að flolcka til að stuðla enn meira að sjálfbærni. Vitund manna um sjálfbæra þróun hefur vaxið og er alltaf að verða sterkari og virðing við umhverfið og náttúru farið að skipta fólki mun meira máli en áður var. Þriðjudaginn 15 apríl er lokafundurHáskólafúndaraðar haldinn á Hólum í Hjaltadal. Þar er yfirskriftin Sjálfbær þróun: íslensk náttúra, mentting og þekking í alþjóðasamhettgi. Ég hvet alla sem hafa kost á því að mæta og heyra sérfræðinga á þessu sviði tala um sjálfbæra þróun frá ýmsum greinum atvinnulífsins. Þórður Ingi Bjarnason Höfundur er nemi við ferðamáladeild Háskóians á Hólum ogsitur í undirbúningsnefndfyrir háskólafundinn á Hólum. ( ÁSKORENDAPENNINN 1 Sigmundurjóhannesson, bóndi Fréttaskot úr framtíóinni Nýráðinn blaðamaður Feykis hafði samband og skoraði á mig að skrifa eitthvað á blað sem hægt væri að birta undir fyrirsögninni „áskorendapenninn" og síðan ætti ég að skora á einhvern á mínu svæði, þ.e. austan vatna , til að rita næsta pistil. Þetta mátti vera um hvað sem væri, þó innan eðlilegra siðgæðismarka og svona hæfilega langt. Það mætti halda að ríkti mikil gúrkutíð á fréttnæma atburði hér um slóðir. En til að hughreysta blaðamann og fylla tilhlökkun, ætla ég að velta upþ nokkrum fréttaskotum sem nánast er borðleggjandi að muni eiga sér stað, og þá prýða forsíðu Feykis síðar á árinu. Karlakórinn Heimir kemst í hann krappan í Moskvu Sigfús í Álftagerði slítur raddband í upphitun fyrir tónleika á Rauða torginu. Rússneskir læknar kalla nú ekki allt ömmu sína og tekst á aðeins örfáum mínútum að græða í hann gömul axlabönd sem Guðmann hafði verið með á buxunum sínum. Tókst Sigfúsi að ná í tæka tíð til að flytja aðalnúmer kvöldsins, þ.e. „Áfram veginn" og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Nýtt útibú Sparisjóður Skagafjarðar-, Siglufjarðar-, Múlasýslu-, Hólahrepps-, o.s.f.v., er að opna afgreiðslu á Hofsósi. Ekki er Ijóst hversu margir munu starfa þar, eða hvers konar starfssemi muni fara þar fram, fyrr en kærufrestur rennur út í lok mánaðarins. Tafir á sundlaugarfram- kvæmdum á Hofsósi Allt er nú stopp við uppgröft úr grunni fyrir nýju sundlaugina, eftir að komið var niður á beinagrind fremst á sjávarbakkanum. Talið er nær öruggt að þarséu komnar líkamsleifar Grettis Ásmundarsonar. Mesta athygli vakti mjög heilleg ogvel varðveitt Speedo sundskýla, sem bendirtil að þetta vörumerki er mun eldra en talið var áður. Jónsmessumótið í knattspyrnu á Hofsósi ðvænt úrslit urðu þegar stjörnuprýtt lið Baltasar Kormáks sem meðal annars skartaði þeim Friðriki Þór og David Beckham, tapaði úrslitaleiknum fyrir Llt ogsuður- liði Gísla Einarssonar. Það var hinn magnaði afreksmaður Þórhallur Ásmundsson sem skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Var það svokallaður bananabolti efst í hornið fjær. Eins og þið sjáið lesendur góðir á fullt affréttnæmum atburðum eftirað ske á árinu, munið því í öllum bænum að borga áskriftina svo Eg skora á Einar Þorvaldsson tónlistarkennara á Hofsósi til að koma með næsta pistil.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.