Feykir


Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 8

Feykir - 10.04.2008, Blaðsíða 8
8 Feykir 14/2008 ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Jón Örn og Þórdís Erla kokka Einiberjagrafinn lambavöóvi Heiðursparið Jón Örn og Þórdís Erla á Blönduósi urðu við áskorun Erlu og Óla og eru matgæðingar vikunnar. Þau skora á hjónin á Sveinsstöðum þau Óla Magg og Ingu Sóley og munu uppskriftir þeirra birtast að hálfum mánuði liðnum. FORRÉTTUR Einiberjagrafinn lambavöðvi með melónu- og sinnep/limesósu 1 kg. lambavöðvi (snyrtur ogjafnþykkur ca. 5 cm) V2 dl. sykur V2 dl. gróft salt 1 V2 msk. grófmalaður svartur pipar 1 tsk. mulin einiber Öllu kryddinu blandað saman. Kjötið sett í plastpoka og kryddblöndunnihelltípokann, hnýtt fyrir og hrist vel saman. Eða leggið kjötið í bakka og stráið kryddblöndunni vel undir og yfir kjötið og breiðið plastfilmu yfir. Kjötið látið liggja í kæli í ca. 3-4 daga. Takið kjötið úr kælinum og skafið kryddið af og skerið kjötið í örþunnar sneiðar með beittum hníf. (gott er að frysta kjötið og skera það í áleggshníf). Kjötið lagt í þunnum sneiðum á disk eða rúllað upp í rós. Borið fram með þunnum sneiðum af hunangsmelónu og sinnep, limesósu. AÐALRÉTTUR Grilluð bleikja 1 bleikja, 800 gr. -1 kg 10-15 timjangreinar Rifinn börkur af 1 sítrónu 1/2 tsk. kóríanderfrœ, steytt (má sleppa) Nýmalaður pipar Salt 2 msk. ólífuolía l/2gúrka, skorin í þunnar sneiðar 1 sítróna, skorin í báta Grillið hitað. Bleikjan skoluð og roðið skafið og hún síðan þerruð með eldhúspappír. Timjangreinum, sítrónuberki og hluta af kryddinu blandað saman og þetta sett inn í bleikjuna. Henni síðan lokað með 2-3 kjötnálum eða tannstönglum. Bleikjan er svo pensluð með olíunni eða velt upp úr henni, krydduð með afganginum af kryddinu, sett á grillið og hún grilluð við meðalhita í um 9 mínútur á hvorri hlið. Gúrkusneiðum og sítrónubátum raðað á fat, bleikjan sett í miðjuna og borin fram. Ég hafði með þessu grill- aðar kartöflusneiðar og kastaníusveppi, velt upp úr ólífuolíu og kryddað með kóríanderfræi, pipar og salti kartöflusneiðarnar voru skornar í 8-10 cm þykkar sneiðar og grillaðar við nokkuð góðan hita í 4-5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær voru alveg meyrar og höfðu tekið góðan lit. Sveppirnir voru settir á grillið með stilkinn upp og grillaðir í 5-7 mínútur, ekki snúið. EFTIRRÉTTUR Blaut súkkulaðikaka 375 gr. súkkulaði (að eigin vali) 225 gr. smjör 8egg 300 gr. sykur 125 gr. hveiti Súkkulaði og smjör brætt saman, egg og sykur þeytt upp, hveiti sigtað út í. Bakað í eldföstu móti eða teflonformi við 160-170°C í 7-8 mínútur. Kanilís: 8 eggjarauður 250 gr. sykur 11 rjómi lA mjólk 2 kanilstangir Eggjarauður og sykur þeytt létt saman. Sjóðið mjólk og rjóma með kanilstangirnar út í vökvanum. Eggjunum og sykrinum bætt varlega út í og hitað upp í 67 gráður. Hægt er að frysta ísinn eða hræra hann í ísvél. ( TÖLVUPÓSTURINN ) Náttúrustofa Noróurlands vestra stendur á tímamótum um þessar mundir. Porsteinn Sæmundsson veitir henni forstöóu og okkur lék forvitni á að vita hvaö væri í deiglunni hjá honum. Fræðsludagur um skagfirska náttúru > > Hvað er að frétta af kaffistofunni? -Það er allt gott að frétta af kaffistofunni, nema það helst að hún erorðin alltof lítil. Það eryfirleitt mikið rætt um daginn og veginn. Málefni líðandi stundar, bæði innan lands og utan eru rædd ofan í kjölinn og oft mikið „skotið", en það sem mestu skiptir allir stíga sáttir upp frá borðum. Mikið fjör oggottkaffi. Hvað hefur Náttúrustofa Norður- lands vestra starfað lengi? -Náttúrustofa Norðurlands vestra var sett á fjárlög fyrir réttum 10 árum síðan og á því 10 ára afmæli ef við miðum við þá tímasetningu. Starfsemi hennar hófst þó ekki fyrrenáárinu 2000 þar sem töluverðan undirbúning þarf til að setja slika stofu á laggirnar. Forstöðumaðurvarráðinn aðstofunni í febrúar árið 2000 og hófst þá uppbygging hennar í þessu fallega húsi við Aðalgötu 2. Þáverandi Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir opnaði síðan stofuna formlega 9. maí árið 2000. Hvað eru margir starfsmenn? -I dag erum við 3 á stofunni yfir vetrarmánuðina, en það fjölgar oft mikið á sumrin. Vonir standa til að það verði hægt að fjölga fastráðnum starfsmönnum nú á þessu ári með auknum verkefnum og hækkandi sól. Nú er fræðsludagur um Skagfirska náttúru framundan, fyrir hverja? -Já það hefur staðið til í nokkum tíma að efna til slíks viðburðar og létum við verða að því núna. Leitað hefur verið til fjölmargra sérfræðinga, bæði innan héraðs og víðs vegar af landinu sem með einum eða öðmm hætti hafa komið að rannsóknum á náttúrufari Skagafjarðar. Þeir hafa tekið saman efni um mismunandi þætti f náttúrufari Skagafjarðar og kynna það í 15 mínútna fyrirlestrum. Einnighafa þeir útbúið stuttar greinagerðir um sitt viðfangsefni sem gefið er út í tengslum við fræðsludaginn. Þessi samantekt veröur bæði hægt að nálgast á fræðsludeginum og einnig á heimasíðu stofunnar www.nnv.is. Við vonumst til að þessar samantektir geti nýst öllum þeim sem vilja kynna sér betur ýmsa þætti í náttúmfari Skagafjarðar. Fræðsludagurinn er fyrst og fremst ætlaður fyrir almenning og liður í því að koma fróðleik um náttúrufar landsins til almennings, en það er reyndar eitt af lögbundnum hlutverkum Náttúmstofunnar. Er ekki kostnaðarsamt að halda slíka ráðstefnu og koma ekki margir að henni? -Jú þetta er mjög kostnaðarsamt, en undanfarin ár hefur stofan lagt til hliðar fjármagn til þess að standa straum að slíkum kostnaði. Einnig hefur verið leitað til fyrirtækja og stofnana í Skagafirði og vom viðtökur mjög góðar. Við þökkum öllum þeim sem lagt hafa okkur lið kærlega fyrir stuðninginn. Starfsmenn stofunnar hafa staðið í ströngu við að koma þessu á laggimar og er í mörg horn að líta. Mikill liðsauki hefur einnig borist frá Háskólanum á Hólum, en tveir nemendur á ferðamálabraut þær Ingibjörg Einksdóttir og Pálína Ósk Hraundal hafa hjálpað okkur mikið. Hvar verður dagskráin til húsa og verður veisla? -Fyrirlestramir verða í sal Fn'múrara að Borgarmýri 1 og stendur formleg dagskrá frá klukkan 9:00 til 15:45. GuðmundurGuðlaugssonsveitarstjóri mun setja ráðstefnuna og Þómnn Sveinbjamardóttir umhverfisráðherra mun halda tölu. Að því loknu munu 16 sérfræðingar flytja erindi sem hvert um sig verður 15 mínútur, eins og fram hefur komið. í lokin mun Skúli Skúlason rektor við Háskólann á Hólum Ijúka dagskránni með stuttri samantekt. Boðið verður upp á súpu að hætti Jóns Daníels verts á Kaffi Krók í hádegi og er gott að fólk skrái sig svo að við vitum nokkurn vegin fjölda þátttakenda. Skráning getur farið fram með tölvupósti helgi@ nnv.is eða ísíma 453 7999. Þegar formlegri dagskrá er lokið mun þátttakendum og öðrum sem það vilja þiggja í móttöku í húsakynnum Náttúmstofunnar þar sem við munum fagna 100 ára afmæli húsnæðisins og Ijúka þessari dagskrá. Eitthvað að iokum? -Já það mætti bæta héraðeinsvið að Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur nú starfað frá árinu 2000 og er að mínu mati búin að festa sig í sessi í samfélaginu. Með tilkomu hennar bættist áhugaverður kostur við atvinnulíf í Skagafirði og má benda að tveir starfsmenn, annar fastráðinn og hinn sumarstarfsmaður eru fædd og uppalinn hér á Króknum. Uppbygging náttúrustofunnar og reyndar náttúmstofa á landinu er sú tegund starfsemi sem er byggð upp á staðnum en ekki „flutt“ frá öðmm svæðum. Slíka uppbyggingu tel ég vera mjög jákvæða og rétta leið til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf á landsbyggðinni. Starfsemi stofunnar er í miklum blóma í dag, en betur má ef duga skal. Það verður að renna styrkari stoðum undir hana svo að hún geturvaxið og byggt upp fleiri áhugaverð störf í héraðinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.