Feykir


Feykir - 12.06.2008, Side 7

Feykir - 12.06.2008, Side 7
23/2008 Feykir ~7 Úrtaka fyrír Landsmót en hún er það hross úr minni ræktun sem er líkast því að sitja á Hrímni frá Hrafnagili með þetta ganglag og fallega háa tölt og brokk, útskýrir Magnea og ég fæ Björn til þess að rifja upp sín íyrstu kynni af Hrímni. -Það var árið 1980 að pabbi keypti hann norður á Akureyri og gaf hann mér strax helminginn í honum á leiðinni heim en við höfðum farið ríðandi í þessa ferð. Ég vissi um leið og ég kom á bak á þessum hesti að þarna væri ég komin á alveg sérstakan hest. Með þessa svakalega miklu frambyggingu og fótaburð sem var svo hár að þó að maður sæti hann sá maður á honum framlappirnar. Hrímnir var tímamótahestur í mínu lífi og þar sem byggingin á reiðskemmunni núna er tímamótabygging í mínu lífi var við hæfi að hún beri nafnið Hrímnishöll. Heldur fá oggóð hross Björn og Magnea hafa mikinn metnað fyrir sinni ræktun og segir Bjöm að markmiðið sé að rækta frekar fá en góð hross en hann eignast ekki nema 12 folöld þetta vorið sem hann segir þó sjálfur að sé hámarks ræktun. -Ég vil frekar fá folöld undan fáum en góðum merum og er stefnan sú að vera með allt fyrsta einkunnar merar í ræktuninni en við höfum þó ekki náð því enn enda missti ég þrjár úr þeirra hópi sökum aldurs síðasta haust, segir Bjöm. Það er ekki síst í ljósi þess metnaðar sem þau hafa fyrir ræktuninni að ráðist var í byggingu á jafn stóru húsnæði og Hrímnishöllin er, fyrir utan er fallegur sýningarvöllur og einnig er gert ráð fýrir hringlaga vaðlaug fyrir hestana. Innan dyra er aðstaða öll hin besta og allt hannað með þægindi manna og hesta fyrir augum. Sturtu- og þurrkklefi fyrir hrossin að ógleymdri góðri vinnuaðstöðu fyrir manninn sjálfan. -Okkur var ljóst að ef við viljum vera í hópi þeirra bestu var ekki um annað að ræða en byggja upp aðstöðu í samræmi við það. Aðstöðu þar sem hægt er að vinna við bestu aðstæður allt árið um kring. Á hringvellinum verðum við síðan með smærri sýningar eða inni þegar verður leyfir ekki úti sýningar. Þið verðið líka með laug ekki satt? -Þetta er smá misskiln- ingur með laugina. Þetta verður ekki eiginlega hestasundlaug heldur hringlaga vaðlaug með tveim dýptum þar sem gert er ráð fyrir að hesturinn vaði í vatninu. Það synda ekki allir hestar eins og sund hentar því ekki öllum og hef ég þá trú að vaðlaugin henti stærri hópi hesta, hins vegar hef ég engar áreiðanlegar rannsóknir á bak við þessa skoðun mína. En allt er þetta gott í bland og því fannst okkur sniðugt að koma með eitthvað nýtt inn í þetta, svarar Björn. Auk Björns er Barbara Wenzl tamningamaður á Varmalæk og segir Magnea að hún hafi borið hitann og þungann af vinnunni þetta árið meðan þau voru við byggingu. í framhaldinu fari Björn aftur á fullum þunga út í tamningar og þjálfun og eru þau hjónaleysi ekkert nema bjartsýn á fram- haldið. -Við erum með góða ræktun og hún á að borga þessa framkvæmd. Meðan við ein- beitum okkur af því að hafa þá hluti í lagi er okkur borgið, segir Magnea. Framhaldið lofar svo sannarlega góðu, nokkur ung og efnileg hross í uppeldi og sjö af tólf folöldum eru fædd þetta árið og lofa þau öll góðu. Það er því ljóst að það er ekkert nema bjart framundan í hrossaræktuninni á Varmalæk. Heimasíða Varmalœkjar er www. varmilaekur. is hestafréttír Feykis Hestar Um síðustu helgi fór fram úrtökumót hestamanna- félaganna í Skagafirði og Siglufirði á Vindheima- melum. Þátttakan var góð og margir álitlegir hestar sem kepptu um laus sæti. Þeir sem komust áfram voru eftirfarandi: Frá Léttfeta A-FLOKKUR Magnús Bragi Magnússon / Straumurfrá Hverhólum Léttfeti 8,40 Skapti Steinbjörnsson / Grunurfrá Hafsteinsstöðum Léttfeti 8,38 B-FLOKKUR Bjarni Jónasson / Komma frá Garði Léttfeti 8,54 Mette Mannseth / Happadís frá Stangarholti Léttfeti 8,4 UNGMENNAFLOKKUR Þórey Elsa Magnúsdóttir / Öðlingurfrá Ibishóli Léttfeti 8,07 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Brenna frá Fellsseli Léttfeti 7,13 UNGMENNAFLOKKUR Hulda Björk Haraldsdóttir / Hreimurfrá Kolsholti 2 Léttfeti 8,11 Anna M Geirsdóttir / Kall frá Dalvík Léttfeti 7,99 BARNAFLOKKUR Ragnheiður Petra Óladóttir / Prestley frá Hofi Léttfeti 7,98 Hlynur Óli Haraldsson / Glæsir frá Gili Léttfeti 7,48 Frá Stíganda A-FLOKKUR Þórarinn Eymundsson Hestar________ Litli Rauður mætti Reiðskóli Ingimars Pálssonar fagnar tuttugu og fimm ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var boðið upp á kaffi og kökur og fólki leyft að fara á hestbak. / Tindurfrá Varmalæk Stígandi 8,53 Líney María Hjálmarsdóttir / Fengsæl frá Tunguhálsi II Stígandi 8,34 B-FLOKKUR Magnús Bragi Magnússon / Punkturfrá Varmalæk Stígandi 8,39 Mette Mannseth / Spes frá Hólum Stígandi 8,37 UNGMENNAFLOKKUR Eyrún Ýr Pálsdóttir / Klara frá Flugumýri II Stígandi 8,25 Helga Björg Þórólfsdóttir / Goði frá Hjaltastöðum Stígandi 7,63 UNGMENNAFLOKKUR Sigurður Rúnar Pálsson / Glettingur frá Steinnesi Stígandi 8,06 Ástríður Magnúsdóttir / Góða Nótt frá Vatnsleysu Stígandi 8,0 BARNAFLOKKUR Jón Helgi Sigurgeirsson / Teista frá Miðsitju Stígandi 8,33 Kristófer Fannar Stefánsson / Háfeti frá Stóru-Gröf ytri Stíganda 8,09 Frá Svaða A-FLOKKUR Sölvi Sigurðarson / Glóð frá Grund II Svaði 8,47 Þórarinn Eymundsson / Sefja frá Úlfljótsvatni Svaði 8,31 B-FLOKKUR Þórarinn Eymundsson / Sefja frá Úlfljótsvatni Svaði 8,31 Lilja S. Pálmadóttir / Sigurfrá Húsavík Svaði 8,06 UNGMENNAFLOKKUR Stella Rín Bieltved / Svaði frá Hellulandi Svaði 8,22 Ingrid Saga Þórisdóttir / Krafturfrá Hala Svaði 7,94 BARNAFLOKKUR Ingibjörg Sóllilja Baltasardóttir / Mökkurfrá Kópavogi Svaði 8,24 Það vakti athygli í keppninni að Lilj aPálmadóttir frá Svaða fékk dæmt ógilt eftir sína sýningu en fékk svo einkunnir stuttu síðar. Ástæðan mun vera sú að dómarar álitu í fyrstu að keppandinn hefði átt að enda sýninguna á skammhlið en Lilja reið beint út af braut- inni. Eftir nánari skoðun og rekistefnu hjá dómurum varð hins vegar lj óst að keppandinn var að nota beinu brautina í restina á sinni sýningu og má þá keppandi ríða beint út úr braut. Tölt__________________ Þrír komast á Landsmót Inn á Landsmót í tölti komast þeir sem fá hærri einkunnir en 7,07. Þeir eru: 1. Bjarni Jónasson / Komma frá Garði 7,53 2. Mette Mannseth / Spes frá Hólum 7,53 3. Mette Mannseth / Baugurfrá Víðinesi 2 7,50 Á myndinni eru Helgi, Inga Halldóra. Dóra, Litli Rauður, Ingimar og

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.