Feykir - 13.11.2008, Síða 2
2 Feykir 43/2008
Afmæli
Austur Húnavatnssýsla
Aage V. Michelsen
áttrædur
Þann 14. október sl. urðu
tímamót hjá Aage V.
Michelsen þegar hann
fagnaði áttatíu ára afmæli
sínu. í tilefni afmælisins fór
hann á sólarströnd þar sem
hann naut þess að sóla sig í
góðum félagsskap.
-Þau eru orðin nokkur árin,
síðan ég fór af Króknum, riíjar
Aage upp. -Ég var sautján ára.
En ég sæki meira á Krókinn
eftir því sem maður eldist.
Kem þrisvar til fjórum sinnum
á sumri og dvel í húsbíl á
tjaldstæðinu og mér líður
alveg óskaplega vel.
Aage hefur fært Héraðs-
skjalasafni Skagafjarðar góðar
gjafir í formi gamalla ljós-
mynda af lífinu á Sauðárkróki
á fyrri hluta seinustu aldar.
Þá má sjá gamla
úrsmíðaverkstæði föður hans
í Minjahúsinu á Sauðárkróki,
rétt eins og það var á árum
áður.
Aage á heimasmíðuðum sleða.
Leiðari
Guð gafog guð tók
Þegar ég var ungur drengur var mér gefinn hestur
sem mér þótti óskaplega vænt um. Hann hét Glóblesi
og varþægur og hlýðinn fyrir lítinn gutta eins og ég
var og er kannski enn. Og þó ég hefði ekki kunnóttu
til að láta hann tölta þíðum gangiþá hafði ég unun af
því aðþeysa um grundir, mýrar, móa, holt og engi.
Faðir minn sem gafmér hestinn hafði gaman afþví að
sjá strákhnokkann stíga brokkið, líkt og kóngafólkið
í Bretaveldi, eins og hann orðaðiþað, tækni sem ég
hafði tileinkað mér til að lina hlaupastinginn sem gerði
iðulega vart við sig eftir nokkra reið á höstum hestinum.
Þetta var eitthvað sem mérfannst að hlyti að vara að
eilífu, ég var ríkur.
En einn veturinn þegar hross voru sótt í vetrarhagann
skilaði Glóblesi sér ekki með stóðinu heim. En
eftirgrennslan fóður míns eftir hrossinu skilaði sér
loks þegar hann fann fákinn fagra dauðan í skurðiþar
sem hann hafði króknað. Það var harmþrungin stund
þegar hann reyndi eins varlega og hann gat að segja
snáðanum frá því hvemig málum var háttað. Man ég
vel að ekki var harmurþess eldri minniþegar hann
lýsti aðkomunni. Höfuð hestsins stóð upp úr ísnum sem
hafðifrosið að honum og tárin streymdu niður kinnar
okkar beggja þegar hann lýstiþví hvernig hann strauk
snoppuna á Glóblesa og þakkaði honum samfylgdina.
Eitt sagði hann við drenginn sem skýtur upp í huga hans
um þessar mundir„þeir missa sem eiga“.
Páll Friðriksson
blaðamaður Feykis
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Utgefandi:
Nýprent ehf.
Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis:
Box 4,550 Sauðárkrókur
Blaðstjórn:
Árni Gunnarsson,
Áskell Heiðar Ásgeirsson,
Herdís Sæmundardóttir,
Ólafur Sigmarsson og Páll
Dagbjartsson.
Ritstjóri & ábyrgdarmadun
Guðný Jóhannesdóttir
feykir@nyprent.is © 455 7176
Blaðamenn:
Páll Friðriksson
palli@nyprent.is © 8619842
ÓliArnar Brynjarsson
oli@nyprent.is
Lausapenni:
Öm Þórarinsson.
Prófarkalestur:
KarlJónsson
Askriftarverd:
275 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
325krónurmeð vsk.
Áskrift og dreifing
Nýprent ehf.
Sími 455 7171
Umbrot og prentun:
Nýprent ehf.
Viljayfirlýsing um
byggingu gagnavers
Byggðasamlag um atvinnu-
mál Austur Húnavatnssýslu
hefur ritað undir viljayfir-
lýsingu við Greenstone ehf.
um lóð undir byggingu allt
að 50.000 fermetra
gagnavers í héraðinu.
Viljayfirlýsingin stendur til
þess að sveitarfélag í héraðinu
muni leggja til lóð undir
gagnaver og Greenstone ehf.
sjái um kynningu á mögu-
leikum sveitarfélagsins í þessu
efni, hönnun og væntanlega
byggingu gagnavers. Þegar
hefur Greenstone ehf. ritað
undir viljayfirlýsingu við
Landsvirkjun þess efnis að
orkufyrirtækið útvegi a.m.k.
50 MW af orku. Um þessar
mundir er hafin lagning nýs
ljósleiðara til Evrópu frá íslandi
eins eru aðrar gagnatengingar
í augsýn er tengja landið bæði
við Evrópu og N-Ameríku.
Lögð er áhersla á að lagning
nýs ljósleiðara milli
Bandaríkjanna og íslands er
talin nauðsynleg forsenda
verkefnisins. Slíkt mun auka á
möguleika þess að alþjóðleg
fyrirtæki sjái sér fært að
staðsetja gagnaver sín á íslandi
og nýta þannig vistvæna orku
landsins til að kæla og keyra
mengunarlausan tæknibúnað
gagnavera. Vænta má að allt að
20 bein störf geti skapast í
héraðinu og allt að 20 óbein
störf. Aðilar samningsins er
sammála um að svæðið hafi
ýmsa kosti fyrir gagnaver. Um
héraðið koma tO með að liggja
helstu gagnaveitur landsins og
rafmagnsöryggi er með því
besta sem gerist. Þá er svæðið
eitt það jarðfræðilega
öruggastaá landinu.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Ungir stærdfræðisnillingar
Jón F. Hjartarson
skólameistari FNV afhenti á
þriðjudagsmorgun þremur
nemendum skólans
viðurkenningu fyrir
frammistöðu þeirra í
stærðfræðikeppni
framhaldsskólanema sem
haldin var nýlega.
Það voru þeir Hannes Geir
Árdal Tómasson, Tómas Ingi
Úlfarsson og Óskar Bjarki
Helgason sem allir eru á
Náttúrufræðibraut FNV sem
náðu þessum frábæra árangri.
Skólameistari afhenti þeim bók
að gjöf, Síðasta setning Fermats
sem Hið íslenska bókmennta-
félag gaf út. Viðstaddir af-
hendinguna voru stærðfræði-
kennararnir Grétar Karlsson,
Björn FriðrikBjörnsson, Ásgeir
Aðalsteinsson og Kristján Hall-
dórsson og til gamans má geta
að Jón F kenndi lengi stærðfræði
við FNV ásamt þvi að stjórna
skólanum.
Nú tekur við þjálfun kapp-
anna þriggja fram að úrslita-
keppninni sem fram fer á
vorönn. Þeir nemendur FNV,
sem hafa tekið þátt í keppninni
undanfarin ár, hafa staðið sig
vel og athygli vekur hve oft þeir
hafa verið í hópi efstu nemenda.
Að þessu sinni voru fjórir
nemendur af Norðurlandi sem
komust áfram, þrír úr FNV og
einn frá Verkmenntaskólanum
á Akureyri og sýnir þessi
árangur að Norðurland vestra á
hér framúrskarandi skóla með
frábæru starfsliði og
nemendum.
Þess má geta að þeir Hannes
Geir, Tómas Ingi og Óskar
Bjarki tóku allir þátt í
stærðfræðikeppni 9. bekkinga
sem FNV hefur staðið fýrir frá
1998 og stóðu sig með miklum
ágætum.
í lokin má til gamans geta að
tveir kennarar FNV voru í
landsliði Islands á fyrri árum,
Grétar Karlsson í stærðfræði og
Kristján Halldórsson í eðlis-
fræði.
Barðskirkja í Fljótum 120 ára
Höfðingjar og gáfumenni
hafa setið Barð frá alda öðli
Þann 18. nóvember
næstkomandi á Barðskirkja
í Fljótum 120 ára
vfgsluafmæli og veróur
þeirra tímamóta minnst
með hátíðlegum hætti með
hátíðarguðsþjónustu
sunnudaginn 23.
nóvember.
Sr. Gunnar Jóhannesson
sóknarprestur þjónar fyrir
altari ásamt fyrrum prestum
við Barðskirkju. Hr. Jón
Aðalsteinn Baldvinsson
vígslubiskup prédikar og kór
Barðskirkju syngur undir
stjórn Önnu Kristínar
Jónsdóttur organista. Að
hátíðarmessu lokinni mun
sólcnarnefnd Barðskirkju
bjóða gestum til veglegs
kirkjukaffis að Ketilási. Undir
borðhaldinu flytur Pálmi
Rögnvaldsson hátíðarræðu og
einnig mun Jón Þorsteinn
Reynisson taka upp
harmonikkuna og leika fyrir
gesti.
Barðskirkja í Fljótum
stendur undir samnefndu fjalli
sem skilur á milli Austur- og
Vestur-Fljóta. Þegar flest var í
Fljótum, um 1870, voru þar
ríflega 750 íbúar og var drjúgur
hluti þeirra í Barðssókn, eins
og stærð grafreitsins á Barði
ber vitni um. Á miðöldum var
Barð mesta höfuðból
Fljótamanna og bjuggu þar
svokallaðir Barðverjar, ein af
íslensku höfðingjaættunum.
Að líkindum hefur staðið
kirkja á Barði frá því í árdaga
íslenskrar kristni. Barðskirkju
er getið í Auðunarmáldaga frá
um 1318 og aftur i máldaga frá
1461 en þar kemur fram að
kirkjan á Barði er rík, bæði að
jarðeignum og kirkjugripum.
Merkir prestar hafa setið að
Barði. Frá 1649 til 1687 sat þar
Sveinn Jónsson, stórmennt-
aður maður, sem samdi m.a.
drög að íslenskri orðabók og
aðstoðaði Þorlák biskup Skúla-
son við útgáfu Biblíunnar.