Feykir - 13.11.2008, Blaðsíða 9
43/2008 Feykir 9
Guðmundur Sveinsson framleiðslustjóri.
Hiuti tækjakosta hjá Prima kryddi.
Vel þekkt krydd í kryddhillum landsmanna.
öðrum árstímum. Annars er
mesta salan alltaf í kjúklinga-
kryddi og hamborgarakryddi
og stöðug hreyfing á grasinu
eins og ég kalla þ.e. dilli, basiliku
og þvíumlíku. Þetta eru svona í
kringum þrjátíu tegundir sem
seljast stöðugt en annað fer
hægar, segir Guðmundur.
Framleiðslan hefur farið vel af
stað í nýja húsnæðinu og
vélarnar keyrðar af fullu afli.
-Vonandi höfum við undan
að framleiða, segir Guðmundur
og er bersýnilega ánægður með
hvernig til hefur tekist.
Rótarýkórinn undirstjórn Brynjars Pálssonar.
Árshátíð Rótarýklúbbs Sauöárkróks var haldin hátíóleg
laugardaginn 8. nóvember sl. Einnig var þá um kvöldió haldió upp
á 60 ára afmæli klúbbsins en hann var stofnaóur áriö 1948.
Sextugur klúbbur
í hörkufomni
Um 130 manns mættu á
hátíðina sem tókst vel í alla
staði. Baldvin Kristjánsson
forseti klúbbsins setti hátíðina
og stýrði dagskránni.
Ellen Ingvadóttir umdæmis-
stjóri Rótarý á tslandi var meðal
gesta kvöldsins og sagði hún frá
starfi Rótarýhreyfingarinnar á
íslandi sem og í hinum stóra
heimi þar sem verkefni
hreyfingarinnar eru ærin.
Gestur Þorsteinsson rakti
sögu klúbbsins og Kristján
Snorrason fór með frumsamda
texta um stjórnarmenn klúbbs-
ins. Jóhannes Kristjánsson var
aðal skemmtikrafur kvöldsins
og fór hann á kostum og höfðu
gestir allir gaman af.
Rótarýkórinn steig tvisvar á
stokk og var með mjög
metnaðarfulla dagskrá eins og
endranær. Vakti söngur kórsins
gríðarlega athygli og var hann
klappaður upp aftur og aftur.
Kórstjóri eins og undanfarin ár
var Brynjar Pálsson.
Veislumatur kvöldsins kom
frá Jóni Daníel og hans fólki og
var hann eins og allt annað til
fyrirmyndar. Hljómsveit
Geirmundar lék síðan fyrir
dansi fram eftir nóttu.
Skemmtiatriðin voru stórgóð eins og sjá má á gestum.
Geirmundur hljómsveitarstjóri og Baldvin Kristjánsson forseti klúbbsins.
Erla Kjartans, Magga Aðalsteins, Maria Björk, Hjördís Stefáns og Hrefna Bjarna.