Feykir


Feykir - 13.11.2008, Side 11

Feykir - 13.11.2008, Side 11
43/2008 Feykir 11 ( UR ELDHÚSI LESENDA ) Aöalheióur og Hilmar kokka Mjólkurvörur nr. 1 Nú fáum við að njóta uppskrífta frá Aðalheiði Hallmundsdóttur og Hilmars Baldurssonar á Sauðárkróki. Þar sem Hilmar er mjólkurtæknifræðingur að aðalstarfi, aðhyllist öll eldamennska hjá honum að hráefni úr heimabyggð og þá sérstaklega osti, rjóma og smjöri. Þau Aðalheiður og Hilmar skora á Rúnar Símonarson og Sólveigu Fjólmundsdóttur Gilstúni 22 á Sauðárkróki, að koma með uppskriftir að tveimur vikum liðnum. FORRETTUR Mosarella snittur 1 franskbrauð í sneiðum 1 bréfparmaskinka 1 stór mozzarella kúla Fersk basilica Ólívu olía Salt og pipar Til steikingar: 1 egg 16 dl. mjólk Hveiti Skerið hringi út úr brauðsneið- unum með glasi. Bleytið lítillega í brauðhringjunum með ólívu olíunni. Kryddið með saltinu og piparnum eftir smekk. Skerið mozzarellukúluna í sneiðar, raðið saman brauði, parmaskinku, mozzarellasneið, basilica lauf og aftur brauð. Búið til eins margar svona litlar samlokur og matargestirnir eru. Pískið saman eggi og mjólk. Takið litlu samlokurnar sem þið eruð búin að búa til og veltið þeim upp úr eggjahrærunni svo hveitinu og aftur eggjahrærunni og steikið á pönnu á hvorri hlið. Raðist í eldfast mót og hitist í ofni rétt áður en borið skal fram. ADALRETTUR Hryggvöðvi með rjómaosta- sveppasósu Hryggvöðvar úr skagfirsku lambi Lambakjötskryddfrá Prima McCormick Montreal steak krydd Ólívu olía Hryggvöðvarnir eru snyrtir eins og hver og einn óskar (með eða án fiturandar), kryddaðir og látnir liggja í marineringunni í 4-6 daga inni í kæli. Kjötið er svo annað hvort hægt að léttsteikja á pönnu, þar til það er orðið létt brúnað á hvorri hlið, og klára steikinguna í ofni, í 15-20 mín, eða grilla, og þá sérstaklega í góðra vina hópi á sumrin, eftir smekk. Með þessu berum við fram kartöflur eítir smekk, allar þær tegundir af fersku salati sem við kunnum og rjóma- ostasveppasósu. Rjómaostasveppasósa: Einn bakki sveppir 50 gr. smjör Einn steyptur piparostur !'6-1 lítri rjómi 1 -2 Hong sósuteningar 1 -2 tsk. sýróp Sveppirnir eru skornir í sneiðar og brúnaðir upp úr bræddu smjörinu á meðan er osturinn bræddur í helmingnum af rjómanum. Sveppum og osta- bræðingnum blandað saman og restinni af rjómanum bætt við. Sósuteningunum bætt út í, eítir smekk hve mörgum. Að lokum er sýróp sett í og það er líka smekksatriði svo endilega smakka sig áfram. Ef þið viljið sósuna þykkari þá bara um að gera að skelia sósujafnara út í. EFTIRRÉTTUR Eplakaka sœlkerans Botn: 1 dl. haframjöl 100 gr. hveiti 85 gr. sykur 125 gr. smjör Öllu blandað saman og hnoðað. Deiginu er svo þrýst inn í 24 cm. eldfast hringform og bakað í 10 mín. við 200 gráðu hita. Eða þar til botninn verður gullinn. Fylling: 4 epli 100 gr. brætt smjör 150 gr. sykur 2 msk. hveiti 2 V2 dl. rjómi 1 tsk. kanill 100 gr. möndluflögur Eplineruskræld, kjarnhreinsuð og skorin í vænar sneiðar, þeim er svo raðað í forbakaðan botninn. Smjör, sykur og hveiti er soðið saman í 2-3 mínútur og rjómanum svo hellt út í. Þegar blandan hefur jafnað sig er kanilnum og möndluflögunum bætt út í. Allri blöndunni er svo hellt yfir eplin og kakan bökuð í ca. 30 mín við 150 gráðu hita. Kakan er svo borinn fram með rjóma og/eða ís. Verði ykkur að góðu! < GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 487 Heilir og sælir lesendur góðir. Ekki linnir enn fréttum af hruni og tapi fjármálamanna. Kannske hefur verið kreppa þegar sá ágæti Bjarni frá Gröf orti þessa: Hugarvíl og harmur dvín er horfi égáfrúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýrnar núna. Sýslurígur var hér áður fyrr oft ágætt efni til vísnagerðar. Séra Helgi Sveinsson, sem var kunnur á sinni tíð og um árabil prestur í Hveragerði, mun hafa ort þessa, er hann starfaði um tíma sem prestur á Hálsi í Fnjóskadal: Hvernig þekkist Þingeyingur? Þörfer ei á neinum leitum: Hann veit allt sem enginn veit um uppá sína tíu fingur. Heiðrekur bóndi á Sandi í Aðaldal vildi heiðra okkur Húnvetninga með þessari: Það sem skilur okkur að er í raun og veru: Að Húnvetningar þykjast það sem Þingeyingar eru. Sem betur fer sluppum við Húnvetningar við næsta skot sem Húsavíkurskáldið Egill Jónasson sendi: Þegarflón sér hreykir hátt heyrist Þingeyingur spyrja eins og ósjálfrátt “erþað Skagfirðingur?” Akureyringurinn Valdimar Hólm Hallstað orti margt laglegt ljóð. Hann mun í glettum við Böðvar Guðlaugsson hafa ort þessa. Ertu máske efað ergœtt eins oggrobbnir snáðar? Þingeyingur í aðra œtt eða kannske báðar? Ein vísa kemur hér í svipuðum dúr og er höfúndur hennar sá magnaði Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni. Heyrst hefur að hann hafi gert sé til gamans að yrkja pínu misfallega um okkur Húnvetninga. Ef ég man rétt var sá ágæti maður Þingeyingur í báðar ætti og hefur honum trúlega mislíkað þingeyska loftið, er hann orti svo: En svo þegar að ergáð artir Þingeyinga, finnst mér verafagurt ráð fiestra Húnvetninga. í viðbót við aðrar hörmungar berast þau tíðindi, að alls óvíst sé nú um byggingu álvers við Húsavík Mirrnir að það hafi verið Skagfirðingurinn Pétur Stefánsson sem orti: Þó álver rísi í erg oggríð um það lítt mig varðar. Ef óspillt verður árog síð ásýnd Skagafiarðar. Til eru eyfnðingar sem hafa svipaða hugsjón, ef ég man rétt að næsta vísa sé eftir Davíð Hjálmar: Fegins straumurfer um sál frómar óskir rœtast. Hingað kemur ekki ál eyfirðingar kcetast. Stundum er svo tekið til orða að þessi eða hinn stigi ekki í vitinu. Það mun hafa verið Þorbjörn Þorskabítur sem orti svo: / höfðinu forðum vitið var og vann að bótum. En nú erþað orðið allsstaðar í afturfótum. Önnur vitræn vísa kemur hér; held að hún sé eftir Brúnar Sigga: Ógœfan erýmisleg öllu niðurskitið. Tóbakinu týndi ég. Ég tala ekki um vitið. Það mun hafa verið í kringum 1977, er tölvur fóru að gera sig gildandi hér á skerinu, að Óskar Þórðarson frá Haga orti svo: Þurfi tölvu til að lifa tcepan met égþjóðar hag. Meira að vinna, minna að skrifa myndi vera þörfí dag. Kannski hefúr Óskar verið að spjalla við háttsettan bankamann, er hann orti þessa: Bremsulaus er bíllinn minn boðið tæpast mikið í hann, œtti ég vinur auðinn þinn eflaust mundi égfá mér nýjan. Mig minnir að þessi skrýtna veðurvísa sé eftir Óskar: Áðan kyngdi ofan snjó óðar lygndi í skyndi. Færðin þyngdist, frosti úrdró feikn svo rigndi í vindi. Þrátt fyrir allar hörmungar í peningamálum, gefur Ingólfúr Ómar sér tíma til að ávarpa vinkonur sínar í fjórum línum: Mikið er Hulda hrífandi. Hennar bíða tækifærin Dugleg mjög og drífandi dásamleg er yngismærin. Linda mín er laus viðprjál lífsglöð dyggðug kona. Guðdómleg oggöfug sál gimsteinn minna vona. Gaman að vera í kynnum við slíkan grip í kreppunni. Verið þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.