Feykir - 13.11.2008, Page 6
6 Feykir 43/2008
Benedikt Lafleur hefur reiknað og reiknað
Benedikt Lafleur sjósundkappi situr ekki auöum höndum dags
daglega því fjölmargt hefur hann á prjónunum. Útgáfufyrirtæki hans
Lafleur útgáfan gaf nýlega út fjóróa bindiö af Dýrasögum fyrir börn á
öllum aldri og Kvæóakver eftir Björgvin Gunnarsson. En langstærsta
verkefnió hans framundan og hingaó til á vegum útgáfunnar er bók
hans um númeralógíu eóa talnaspeki. Hún byggir á áratugalöngum
rannsóknum hans hérlendis og erlendis á þessari markveróu en lítt
þekktu fræóigrein hér.
Al íslensk
talnaspeki
Reiknaóu þig út
-Þetta eru eiginlega tvær bækur í
einni. Annars vegar opnar hún
heim talnaspekinnar íyrir
lesendur þannig að fólk getur
reiknað út persónuleika sinn og
annarra. Tölugildin í nafni og
fæðingardegi eru til þess fallnar
að glæða skilning okkar á sjálfum
okkur. Tölurnar benda okkur á
kosti og galla, tilfinningar, skap
og framkomu.
Það sem er merkilegast við
númeralógíuna er að hún virðist
smellpassa við raunveruleika
okkar. Svo virðist sem engar
tilviljanir séu til. Tolurnar setjast
á okkur eins og nöfnin sem við
skírum börnin okkar með líkt og
fyrir tilstilli ósýnilegra lögmála
aðdráttaraflsins - laws of
attraction. Líkur sækir jú líkan
heim.
Númeralógían hefur kennt
mér mjög margt og hefur dýpkað
skilning minn á sjálfum mér og
öðrum en mér finnst dýrmætasta
lexía hennar fyrir mig hafa verið
að hún hjálpar manni að komast
yfir fordóma gagnvart öðru fólki.
Engar tölur eru bara slæmar
tölur eða góðar. Ég er t.d.
handviss með árin 2008 og 2009
að það hefði verið hægt að afstýra
kreppunni ef réttar ákvarðanir
hefðu verið teknar á réttum tíma
og gert hefði verið samhent átak
víða um heim til að efla
trúnaðartraust manna á milli og
sneiða hjá grimmd hinnar
miskunnarlausu samkeppni sem
ríkir á fjármálamörkuðum
heimsins. Á meðan hinir ýmsu
ólíku hópar þjóðfélagsins hafa
ekki sterka tilfinningu fyrir þvi
að við erum öll ein órofa heild,
þar sem hagsmunir eins snerta
hagsmuni annars, þá er hætta á
að þvílíkar hörmungar endur-
taki sig. Til dæmis finnst mér
skorta skilning hjá stjórnvöldum
á rekstri fyrirtækja og öfugt og
sömuleiðis verð ég var við mikla
fordóma opinberra starfsmanna
í garð fyrirtækja og öfugt.
Erum á byrjunarreit
Árið í ár fól í sér dýrmæt tækifæri
til að bæta um betur. Víst er að
þetta er frábært ár fyrir suma.
Bókaútgáfa virðist blómstra og
skapandi einstaklingar eins og
Páll Öskar hafa aldrei gert það
betra. í kreppunni vakna menn
loks til vitundar um að við erum
öll ein heild og þurfum öll að
vinna saman að sameiginlegum
markmiðum. Tækifærin eru
óþrjótandi því flest okkar
stöndum fýrir því að byrja á
byrjunarreit. En þetta má líka
lesa úr tölunum, því þversumma
ársins 2008, þ.e. 2 plús 8 er 10,
eða 1.
Á árinu 2009 þá hverfum við
æ meir frá fjármálalífinu yfir á
hugmyndafræðilegt plan og þá
mun uppgjör eiga sér stað í
hugsjónum manna og flokka.
Mikil andleg hreinsun er í gangi
og búast má við uppstokkun í
stjórnmálalífinu í landinu, ekki
endilega með stjórnarslitum
heldur fýrst og fremst með
endurskoðun ognýjum áherslum
eldri flokka og yfirstandandi
stjórnarsamstarfs.
Jón Ásgeir og
Davíó Oddsson
Sú spenna sem hefur ríkt í
atburðarás síðustu vikna og hefur
kristallast í átökum milli sumra
einstaklinga á sér tölulegar
skýringar. Rígurinn milli Davíðs
Oddssonar og Jóns Ásgeirs
helgast af því að þeir eru ólíkir
persónuleikar. Við sjáum að
tölur þeirra eru mjög ólíkar, engu
að síður mjög öflugar. { raun
þurfa þeir á hvorum öðrum að
halda, þvi styrkur eins bætir
veikleika hins upp. Meðan Davíð
er ffekar íhaldssamur, sparsamur,
fjölskylduvænn og traustur er
Jón Ásgeir villtari týpa og meiri
hugsjónarmaður sem er tilbúinn
að færa tímabundnar fórnir til að
ná langtíma markmiðum sínum
í þágu heildarinnar. Hann er
tilbúinn að taka áhættu sem
kann að koma þjóðinni mjög
langt til lengri tíma er litið svo
framarlega sem hann verður ekki
öfgum að bráð. Á móti er Davíð
varfærnari og þarf að gæta þess
að láta ekki tortryggni og
fordóma naga sig og einangrast í
stífri hugmyndafræði. Meira má
finna um kosti og galla þessara
einstaklinga og fleiri þeklctra í
bókinni.
Þessi bók er fjölskylduvæn þar
sem fólk getur leikið sér að því að
tölugreina hvert annað. Kannski
mun fólk sjá hvort annað í nýju
ljósi eða uppgötva leynda
hæfileika. Ég hef átt mjög gott
samstarf við Nýprent í
uppsetningu bókarinnar og vil
sérstaklega þakka Þuríði fýrir
einkar lipra þjónustu og gott
listrænt auga.
Fjölskylduvæn bók
Þann 21. n.k. ætlar Benedikt að
halda útgáfuteiti vegna
bókarinnar í Skagfirðingabúð,
frá 15.00 til 17.00, þar sem útgáfa
hans kynnir hana fýrir gestum
og gangandi í samstarfi við
Skagfirðingabúð. Daginn eftir
mun hann opna Lafleur listasetur
að Aðalgötu 20 á Sauðárkróki, í
Briemshúsinu, kl. 13.00, þar sem
bókaútgáfa hans er til húsa. Þar
verður boðið upp á bókakaffi í
skammdeginu, þar sem
vegfarendum býðst kostur á að
kíkja inn og þiggja frítt kaffi og
lesa í bók. Stefnt verður að hafa
daglega opið í desember mánuði.
Margt annað er á döfinni hjá
þessum orkumikla listamanni
því að í lok mánaðarins ætlar
Benedikt að opna
myndlistarsýninguíSafnahúsinu,
eða 29. nóvember, með myndum
sem hann hefur málað á
undanförnum árum bæði
olíuverk og myndskúlptúrar.
Benedikt segist hafa fundið
köflun sinni farveg í París þar
sem hann bjó í ein sjö ár en
innblásturinn fær listamaðurinn
úr íslenskri náttúru. Benedikt
stefnir svo á sérstakt
talnaspekikvöld í Safnahúsinu í
byrjun desember, þar sem hann
bregður á leik með gestum og
rýnir í tölur þeirra. Rétt fyrir jól
er svo ætlunin að halda
hundraðasta Skáldaspírukv'öldið,
en þar koma ýmsir listamenn
fram, lesa upp ljóð, leika tónlist
og fremja aðra gjörninga á léttu
nótunum. Benedikt hefur notið
styrks Sveitarfélagsins og
Menningarráðs Norðurlands
Vestra og þakkir heimamönnum
kærlega fyrir ómetanlegan
stuðning þeirra í hans garð.