Feykir - 13.11.2008, Page 3
43/2008 Feykir 3
Hofsós
Unadalur en ekki Deildardalur
Kirkjan stórskemmd
Kirkjan er illa farin eins og sjá má.
Ófögur sjón blasti við séra
Gunnari Jóhannessyni
sóknarpresti á Hofsósi
þegar hann kom í kirkjuna
sína á Hofsósi í sfðustu
viku. Vatn hafði lekið af
annarri hæð hennar þar sem
vatnstankur er staðsettur.
-Ég fór í kirkjuna til að ná
mér í efni til barnastarfsins
sem beið þann daginn. Ekki
blasti við skemmtileg sjón en
nokkurra sentímetra djúpt
vatn var í forkirkjunni og yfir
öllu kirkjuskipinu, segir
Gunnar. -Vatnið lak yfir
rafmagnstöfluna sem er í
skrúðhúsinu beint neðan við
kompuna og við það fór
rafmagnið allt úr lagi. Öll teppi
eyðilögðust meira eða minna
og gólfið allt illa farið. Þá fór
mikið af efni forgörðum en
það var geymt í skrúðhúsinu
sem fór á flot. Þá fór orgelið
ekki vel og ljóst að það þarf að
stilla það vegna hins raka
lofts.
Ekki er búið að meta
skemmdirnar en ljóst er að
taka þarf til hendinni í
kirkjunni. -Við horfum þó
björt fram á við og munum
reyna að hafa hraðar hendur
við endurbætur og lagfæringar
og væntum þess að kirkjan
verði glæsilegri og fallegri en
áður þegar þær verða um garð
gengnar.
Aðventuhátíð kirkjunnar
verður færð inn í félagsheimilið
vegna aðstæðna en gert er ráð
fyrir að Hofsósingar geti
haldið upp á jólin sín með
aftansöng í kirkjunni á
aðfangadagskvöld.
Skólaviðbyggingu vísað
til fjárhagsaætlunar
Húnaþing vestra
Byggðarráð Húnaþings
vestra hefur vísað
samantekt og tillögum
starfshóps um vinnu við
hönnum viðbyggingar
Grunnaskóla Húnaþings
vestra á Hvammstanga til
gerðar fjárhagsáætlunar
ársins 2009.
Á fundi byggðarráðs á
dögunum var lögð fram
samantekt Ágústs Jakobssonar,
formanns starfshópsins. Sam-
antektinni fylgdu fundar-
gerðir starfshópsins sem
skipaður var á árinu 2007 og
hönnunargögn.
Tillaga starfshópsins er að
síðustu hönnunartillögu arki-
tekts ásamt framkomnum
athugasemdum sé vísað til
sveitarstjórnar til ákvörðunar
um hvort vinna eigi að frekari
útfærslum
J-------------------------------------------------L
Þad er líf eftir parkinson
Parkinsonsamtökin á íslandi boða til fundar í Skagafirði
sunnudaginn 16. nóvember kl. 14 í Ólafshúsi á Sauðárkróki
fyrir þá sem hafa greinst með parkinson og aðstandendur þeirra.
Góðir gestir koma til fundarins að sunnan og einnig frá Akureyri.
Hugmyndin er að mynda samveruhópa, jafningjahópa sem
hittast reglulega til að spjalla, fara í gönguferðir eða eiga saman
aðrar góðar stundir.
Leiðrétting
-í síðasta Feyki var myndatexti Missagt var að Grundarland
á bls. 8 sem sagði frá væri í Deildardal. Það er í
vettvangsferðaðGrundarlandi. Unadal.
Er eitthvað að frétta?
Hafðu samband - Síminn er 455 7176
mmTTPTTTTTTirn
aftur i hádeginu
Bumbusundið, nú í námskeiðsformi,
byrjar mánudaginn 17. nóvember.
Skráning og upplýsingar í síma 455 4017
Helena sjúkraþjálfari
Dagur íslenskrar tungu 2008
Föstudaginn 14. nóvember munu nemendur
í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra halda
hátíðlegan dag íslenskrar tungu
Þema dagsins: Rithöfundarnir Steinn Steinarr
og Geirlaugur Magnússon
Dagskrá:
Kl. 9:00 Lestur og söngur á Héraðsbókasafninu kl. 9:00
Kl. 10:00 Hátíöarganga frá Kirkjutorgi að FNV (ef veður leyfir)
Kl. 10:30 Ljóðalestur, erindi og tónlistarflutningur í sal FNV
Allir velkomnir
Nemendur í íslensku við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐARKR0KI
HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR
Sérfræðikomur
á Heilbrigðisstofnuninni
Guðmundur Már Stefánsson,
lýtalæknir verður með móttöku 11. des..
Gerum okkur sýnileg og styrkjum hvert annad!
Upplýsingar gefa Óskar, sími 552-2862 eða Guðmundur, sími; 898-8860.
Tímapantanir í síma 455 4022
Í Heilbrigáisstofnunin
Sauðárkróki