Feykir


Feykir - 13.11.2008, Qupperneq 4

Feykir - 13.11.2008, Qupperneq 4
4 Feykir 43/2008 Rúnar Kristjánsson_______________________ Sumarkveðja til Jóns í Gautsdal. 28.7.2008 Jón í Gautsdal garpur er, greinistþað áflestu. Vel hann ár og aldur ber, er þaðfyrir tnestu. Þó að lúti lífs við bann Laxárdalsins byggðir, sinn við reitinn rjálar hann, rýfur engar tryggðir. Hugur nemur horfna tíð, hyllir vörður margar. Myndum þeim um manndómslýð minnið aldrei fargar. Sér hann vítt um sagnaslóð svipi manna og dýra. Þar er honutn gatan góð greið til œvintýra. Man hann tíma tvenna á jörð, torfí öllum bœjum. Bundið mál og bœnagjörð, blautan ilm úr slœgjum. Man hann verkin mörgogstór, man hann logn og drífu. Man hann til að moka flór, man hann Ijá og hrífu. Rist hann hefur rúnir á rœtur seigluharðar. Brjóstiðfyllir blóðsins þrá bundin gróðrijarðar. Sveipaður í sólarskart sumargræni haginn, nœrir bóndans eðli og art eins ogfyrri daginn. Heiðrar Jón í huga sér horfin sigurkvæði. Glaður hinsta vígið ver, veröld þess oggæði. Frá sem áðurfalla menn, fátt er meira á hreinu. En Laxárdalsins land á enn líf í brjósti einu. Rúnar Kristjánsson Þiónustuauglýsingar SÉRSMÍÐIÁ ELDHÚSUM, SKÁPUM, INNIHURÐUM, OG ÖÐRUM SÉRHÖNNUDUM TRÉSMIÐJAN INNRÉTTINGUM ECCC BORGARMÝR11 550 SAU0ÁRKRÓKI SÍMI453 5170 tborg@tborg.is ,40^ Vredenstein-dekkin færöu hjá okkur M í : m gíoíli Bílaverkstæði i i______ L — við FREYJUGÖTU SAUÐÁRKRÓKI f>455 45 V-4 Áskell Heiðar Ásgeirsson skrifar Stóra Ijósmyndamálið Marinó H. Þórisson ritar í síðasta Feyki grein um forgangsröðun sveitarfélagsins. Ekki ætla ég að gera athuga- semdir við skrif hans um gangstéttar í Varmahlíð og ég deili áhuga hans á því að Miðgarður verði sem fyrst opnaður aftur eftir gagngerar breytingar, fyrir alla íbúa Skagafjaröar og nærsveitunga. Mig langar hins vegar að gera örlitla athugasemd við skrif hans um myndina af Sauðárkróki sem ég ber ábyrgð á að sett var upp í fundarherbergi á Faxatorgi. Forsaga málsins er sú að sá góði drengur Auðunn Blöndal hafði samband við mig fyrir nokkrum árum bað mig að útvega sér góða mynd af Sauðárkróki til að nota í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Strákarnir á Stöð 2. Ég hafði samband við Pétur Inga Björnsson ljósmyndara með meiru og úr varð að Auðunn fékk senda mynd sem Pétur tók af Sauðárkróki, án endurgjalds. Stöð 2 lét svo útbúa u.þ.b. 6 metra breiða útgáfu af myndinni á striga sem notuð var sem bakgrunnur í áðurnefndum þætti. I staðinn bað ég Auðunn um að senda mér þeirra útprentun af myndinni þegar hann væri hættur að nota hana. Myndin vakti mikla athygli í Strákunum og sú kynning á Sauðárkróki sem Auðunn Blöndal hefur staðið fyrir síðustu ár er okkur mikilvæg. Á síðasta ári fékk ég síðan útprentunina sem notuð var í Strákunum senda frá Stöð 2 og á dögunum fékk ég síðan góðan iðnaðarmann til að hengja hana upp fyrir mig í áðurnefndum fundarsal. Endanlegur kostnaður við uppsetninguna liggur ekki fyrir, en hann verður nálægt 10.000 kr. með efniskostnaði sem er þá heildarkostnaður við myndina góðu uppkomna. Ekki geri ég hinsvegar lítið úr þeirri hugmynd Marinós að við starfsmenn sveitarfélagsins horfum meira út um gluggann eða fáum okkur göngutúr upp á Nafir, en við reynum þó að stilla hvoru tveggja í hóf á meðan á vinnu stendur! Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- ogþróunarsviðs hjá Sveitarfélaginu Skagaftrði. Sigtryggur Jón Björnsson skrifar Fróðleg bók, sem vert er að lesa Bók, sem heitir Þorska- stríðin þrjú kom út árið 2006. Höfundur hennar er Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur við Hugvfsinda- stofnun Háskóla íslands. Aðalefni hennar er saga land- helgismálsins frá 1948 til 1976 en einnig er nokkuð íjallað um veiðar útlendinga hér við land fyrr á öldum. Bókin er gefin út af Hafféttarstofhun íslands og forstöðumaður hennar, Tómas H. Heiðar ritar fyrri formálann Þar kemur fram að í tilefrti að þrjátíu ár voru þá liðin frá því að síðasta þorskastríðinu lauk þótti við hæfi að gefa út aðgengilegt rit um sögu þessara mála. Það voru þeir Einar Ágústson utanríkisráðherra og Anthony Cros- land utanríkisráðherra Bretlands sem undirrituðu samkomulagið 1. júní 1976. Seinni formálann skrifar höfimdur. Hann hefst á samtali, sem hann átti við Guðmundur Kjemested skipherra en þeir vom frændur. Þá var afi Guðna og nafhi Guðni Thorlacius skipstjóri á vitaskipinu Árvakri, sem nokkuð kom við sögu í þorskastríðunum. Höfundur hefur því haff góð persónuleg tengsl við menn sem stóðu í ffelsis- og fullveldisbaráttu þjóðarinnar á þessum árum. Bókin er 171 bls. og lýkur á heimilda- og myndaskrá. Sigtryggur Jón Björnsson Einar Helgason raffræðingur og söölasmiöur skrifar Sleöaferóin Á björtum lognkyrrum vetrardegi í mars fyrir áratugum síðan, ákvað undirritaður ásamt tveimur félögum sínum þeim Ólafi Jöhannssyni og Friðriki Hansen að fara upp í Kristjánsklauf á Króknum og renna sár þar á sleðum. Ég hafði nýlega eignast sleða sem frábrugðin var öðrum slíkum farartækjum því í stað meiða voru settir tunnustafir. Þennan sleða hafði frændi minn Magnús Ögmundsson smíðað og vandað vel til verksins. Nokkrir krakkar voru í brekkunni sem er norðan húss þess er ívar Antonsson seinna póstur átti. Við hús ívars var öflug girðing með pílurum úr tré, girðingin stóð að mestu upp úr snjónum. Allir vissu að ívar var ekki ýkja hrifinn af ólátum og hávaða við hús sitt og skepnuhús sem stóðu þar skammt frá. Við félagamir steðjuðum sem leið lá, upp á nöfina norðan við húsið en í brún nafarinnarvarmikil hengja. Félagar mínir bmnuðu strax af stað á sleðum sínum og stoppuðu fimlega skammt frá girðingu ívars. En nú skyldi ég sýna að minn nýi og fíni sleði væri bestur og hraðskreiðastur. Ég lagðist á magann á sleðann (þetta voru kallaðir magasleðar) og hentist með ógnar hraða fram af hengjunni. Ég náði vartandanum svo mikill var hraðinn. Skyndilega birtist gegnum snjókófið skrambans girðingin, engin leið var að stoppa sleðann og lét því ökuþórinn sig rúlla afen sleðinn hélthins vegar áfram og tók með sér fimm rimla úr títtnefndri girðingu og varð af mikili hvellur þegar sleðinn braut rimlana ogskall á húsinu svo bergmálaði í klaufinni. Nú ærðist ökumaður og eigandi sleðans af skelfingu svo og vinir hans báðir, þessi fallegi vetrardagurvar orðinn að martröð. Þotið var inn í garðinn sleðinn sóttur, síðan var hlaupið heim á leið eins hratt og fætur toguðu. Brekkan varð krakkalaus eftir þennan skelfilega atburð, allirflúðu af vettvangi. Sleðinn, sönnunargagn þessa Ijóta glæps, var falinn í hjalli skammt frá heimili eigandans og fékk ekki að njóta sín í brekkunum á Króknum eftir það, hann endaði á næstu áramótabrennu, sönnunargagnið hafði verið brennt. Glæpurinn komst aldrei upp. Einarskorará Magnús H Heigason Reynivöiium 7 Egilsstöðum að munda pennann.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.