Feykir


Feykir - 18.12.2008, Qupperneq 15

Feykir - 18.12.2008, Qupperneq 15
48/2008 Feykir 15 Það komu söngfugiar að vestan góður kórstjórnandi sem áður er framkomið. Undirleikur við söng kórsins var af bandi og skilaði sér vel og var smekklegur. Fallegar ungar stúlkur sýndu Riverdans þar sem andi Vesturheims sveif yfir vötnum. Þá voru veitingar í boði Akrahrepps. Agnar Gunnarsson ávarpaði samkomuna á ensku. Þessi kvöldstund verður öllum ógleymanleg er hennar nutu. Kvöldblíðan skóp fagra umgjörð er Vestur Islensku börnin brugðu á leik í varpanum við gamla bæinn á Stóru-Ökrum. Að morgni 1. ágúst var þessi góði hópur kominn í Síldar- minjasafnið á Siglufirði og ekki löngu síðar í Ólafsfjörð. Á Dalvík var afslöppun og hvíld og daginn eftir hádegisverður á Akureyri. Þar var stoppað stutt og haldið áfram austur að Goðafossi. Komið var að kvöldi til Húsavíkur þar sungið og gist í skólanum. Sunnudaginn 3. ágúst var farið að Mývatni og áfram austur að Sænautaseli í „kaffi og lummur“. Áfram var haldið í Borgarfjörð eystri þar sem Álfaborgarhátíð var haldin. Og auðvitað var sungið. Komið var að kvöldi í Brúarásskóla og margir hvíldinni fegnir. Skal nú ekki ferðalagið rakið frekar en farið var suður um og komið til Reykjavíkur að kvöldi laugardaginn 9. ágúst. Sá sem þetta ritar var svo heppinn að vera viðstaddur er kórinn söng í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. ágúst. Þetta var hrífandi söngur en yngstu börnin voru greinilega orðin þreytt eftir langt ferðalag. Það þurfti marga að kveðja þarna á kirkjuhlaðinu og enn var þessi indæla sumarblíða svo hægt var að tylla sér á stein og gefa sér góðan tíma með vinum og ættingjum. Hópurinn kvaddi svo ísland þriðjudaginn 12. ágúst með viðkomu í Bláa lóninu. Lagt var af stað yfir Atlantsála um fimmleitið og í vestrinu beið Kanada. Ekki er hægt að láta hjá líða að þakka þessa einstæðu heimsókn ættmennaogvinaúrVesturheimi, gríðarleg vinna og skipulagning fylgir slíku ferðalagi. Fimm til sex ættliðum seinna frá því að vesturfarir voru í hámarki á nítjándu öld var sem Vestur- fararnir væru komnir heim á ný. Svipmótið leynir sér ekki. Bestu þakkir fyrir komuna Vestur íslendingar Hörður Ingimarsson Vestur Islendingar á Kirkjutorginu Sauðárkróki. Aftast frá vinstri: Dennis Johnson, Dean Stoyanowski, Gaye Johnson, Einar Vigfusson, Kristján Collins, Vickie Johnson, Joyce Johnson, Robert Johnson, Josephine Anderson, Shianne Uschold, Gregory Palsson, Laureen Palsson, Gerret Johnson, Lorlei Henry, Jennifer Johnson, Joanne Johannesson. Þriðja röð frá vinstri: Janine Collins, Brady Collins, Carrigan Johnson, Janessa Johnson, Kiah Helgason Stoyanowski, Penny Heigason, Jasmyn Johnson, Hiiary Collins, Samantha Johnson, Jessa Laine Johnson, Rebecca Johnson, Rochelle Palsson, Brooke Henry, Alexandra Roche, Rosaiind Vigfusson, Dalton Johnson. Önnurröð frá vinstri (3 stúlkur): Savannah Johnson, Sage Helgason Stoyanowski, Tessa Johnson. Fremsta röð frá vinstri: Paige Henry, Jakob Uschold, Bryndís Uschold, Barry Johannesson, Christa Welsh, Brett Johnson, Allynne Johnson. Með í hópnum en ekki með á myndinni: Tami Johnson, Chantel Jonasson, Tanya Jonasson, Darian Roche, Kienan Roche. Mynd: hing. Ungmennakór Nýja íslands Áliðnu sumri komu „söngfuglar að vestan“ í heimsókn til íslands falleg mannvænleg ungmenni tuttugu og tvö talsins ásamt stjórnanda sínum Rósalind Vigfusson. Fylgdarliðið var bæði mömmur og pabbar, afar og ömmur, frændur og frænkur. Samtals stóð hópurinn af 47 manns og þar af gátu 34 rakið ættir sínar í Skagaljörð. Rætur þessa fólks liggja að sjálfsögðu víðar á íslandi m.a. í Vopnafjörð ogausturáHérað.Undirbúningur að ferðalagi til íslands var bæði langur og strangur og margt þurfti að takast vel til svo ferðin yrði að veruleika. Hafa ber í huga að vandasamt er að þjálfa upp góðan barna og unglingakór og halda honum saman. Börnin eru fljót að vaxa úr grasi. Rósalind kom með barnakór til íslands árið 2003 í júlí framúrskarandi vel þjálfaðan og skemmtilegan kór sem söng að mestu á íslensku. Gefin var út geisladiskur með 25 lögum og söngvum með þessum krökkum og þar eru íslenskar hefðir í hávegum hafðar. Rósalind safnaði saman börnum í kórinn sem var hér í sumar úr byggðunum þar sem íslendingar standa dýpstum rótum í nágrenni Arborgar og Riverton í gamla Nýja íslandi. Það gerði Rósalind kleiff að þjálfa kórinn betur enda ekki mjög langt milli barnanna, en sum hver eru mjög ung og allt að unglingsaldri. Það verður að segjast að kórinn er óvenjulega vel skipaður og söngurinn var framúrskarandi góður öllum til mikils sóma. Hjónin Rósalind og Einar Vigfusson hafa í áratugi lagt mikið af mörkum til samskipta milli Vestur íslendinga og gamla heimalandsins. Einar er þekktur útskurðarmeistari og hefur margsinnis verið á íslandi bæði með leiðbeiningar og sýningar. Rósalind hefur ómælda tónlist- argáfu og er bæði kórstjórnandi og tónskáld. Lag hennar „Minni íslands“ sem er mildur ljúfur ómur til gamla landsins með texta eftir Böðvar Jakobsson, kom út á geisladiski fyrir nokkrum árum (árið 2003) mun er stundir líða teljast til íslenskrar arfleifðar. Faðir Rósalindar var Jóhannes Pálsson sem átti ættir að rekja til Reykja á Reykjaströnd. En víkjum nú að ferð þessa glæsi- lega hóps er heimsótti Island í sumar sem leið. Lagt var af stað frá Arborg 1 Nýja íslandi mánudaginn 28. júlí snemma morguns og um kvöldið flogið með Icelandair til íslands og komið til Keflavíkur snemma morguns 29. júlí. Kent Björnsson tók á móti hópnum og ekið var tafarlaust til Kársnesskóla til hvíldar enda tímamismunur 5 stundir og erfiður fyrir unga fólkið. Ekið var samdægurs í Reykholt á slóðir Snorra Sturlusonar og söfn og kirkja skoðuð. Er kvölda tók var komið í Skagafjörðinn og kvöldverður beið í Varmahlíðarskóla og þar var gist. Margir fóru í sund. Miðvikudaginn 30. júlí var farið í heimsókn að Flugumýri í fjósið til Ingimars Jónssonar og hádegisverður var í Áskaffi í Glaumbæ og safnið skoðað. Þá var farið fram í Varmalæk og hrossin skoðuð hjá Birni og Magneu. Þá lá leiðin að Laugarmýri til Jónínu Friðriks og gróðurhúsin skoðuð. Kvöldverður beið hópsins í Varmahlíðarskóla og frjálstími í sund og fjallgöngu. Fyrir þá sem búa á sléttum Manitoba með endalaust flatlendið með skógum sínum og ökrum verður það næstum manndómsraun að ganga upp Reykjarhólinn að sunnanverðu og endaí 101 metrayfirsjó.!!! Að morgni 31. júlí var hópurinn kominn á Krókinn og söng sunnan við Landsbankann. Veðrið lék við alla, myndin tekin af hópnum þennan dag á Kirkjutorginu en það voru fáir sem nutu þessa fallega söngs og var það skaði. Dagskráin var stíf og frá Króknum lá leiðin heim að Hólum síðan í Vesturfarasetrið á Hofsósi þar sem Valgeir Þorvaldsson tók á móti hópnum af sinni alkunnu rausn. Glæsileg dagskrá var í Héðinsminni um kvöldið. Kynnir var Shianne Uschold, stjórnandi Rósalind Vigfússon. Einleik á fiðlu lék fallega rauðhærður strákur Brady Collins ótrúlega góður en ekki söng hann með kórnum. Bryndís Uschold dóttir Shianne lék einnig á fiðlu, greinilega mjög fær á hljóðfærið. Þá léku þau saman Bryndís og Brady mjög glæsilega gert. Rósalind Vigfússon las upp en hún hefur mjög gott vald á íslenskri tungu þess til viðbótar að vera snjall píanóleikari og

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.