Feykir


Feykir - 18.12.2008, Page 25

Feykir - 18.12.2008, Page 25
48/2008 Feykir 25 Feykir hafói samband viö nokkra valinkunna karlmenn frá Norðurlandi vestra og forvitnaóist um þeirra jólahald Jólin mín Byrjar þú snemma að undirbúa jólin og hvert er þitt hlutverk í jólaundirbúningi fjölskyldunnar? -Við byrjum nú eins seint og stætt er, feðgarnir, skiptum með okkur að skúra, skrúbba, skreyta og pakka, yfirleitt undir harðsnúinni verkstjóm Heiðu dóttur minnar og systur Stefáns þegar hún kemurtil okkar undir miðjan desember. Ég elda það sem eldað er á okkar heimili. Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár, Bók, bindi og .. æ hvað heitir það aftur...? Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Súkkulaðibitakökur með lögun og stærð litlafingurs og hnetumylsnu ofan á sem mamma gerði. Ég fékk að hakka hneturnar. Enginn getur bakað svona kökur eftir að mamma dó. Er einhvern réttur eða matur sem borðaður er yfir hátíðirnar sem er þín sérgrein? Dansk ribbensteg með pöru. Ég er pörupiltur. Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri Sauðárkróki Er pörupiltur Hvað kemur þér í jólaskap? Aftansöngur í kirkjunni á aðfanga- dag. Annars er ég mjög oft í jóla- skapi, jafnvel á sumrin. Jólin eru... ...hátíð Jesú litla og barnsins í okkur sjálfum sem við megum endilega ekki láta kafna í tómum bjálfaskap. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? Ætli það sé ekki heimsumbólið. Annars finnst mér mikil stemning í "í dag er glatt í döprun hjörtum" textinn er svo góður. Karl Sigurgeirsson, Forsvar Flvammstanga ólin koma á <irkjuloftinu Hvað kemur þér í jólaskap? Falleg tónlist. Jólin eru... ...kærkomin hátíð Ijósa f íslensku skammdegi. Sumir fara þó mögulega offari í skreytingum, því stjörnubjartur himinn er kannski ein fegursta náttúruperla íslands. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? Jólasálmurinn Heims um ból - einnig Hin fegursta rósin er fundin. Jólin eru komin, þegarvið félagar í kirkjukórnum komum saman á söngloftinu á aðfangadagskvöld. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin og hvert er þitt hlutverk í jólaundirbúningi fjölskyldunnar? Frúin sér að mestu um undirbúning jólanna og kaup á jólagjöfum. Ég hamfletti rjúpurnar, sé um jólatréð og skreytingar utan húss. Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? Frið og ró í óvenju áreitnu þjóðfélagi í dag. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Mömmukökur og laufabrauð. Einnig voru hálfmánar vinsælir á mínu æskuheimili. Er einhvern réttur eða matur sem borðaður er yfir hátíðirnar sem er þín sérgrein? Steiktar rjúpur hafa verið jólamaturinn minn frá því ég man eftir mér (yfir 60 ár). Ég elda þær ekki sjálfur, en hamfletti og undirbý í pottinn. Kári Kárason, póstmeistari Blönduósi Langar í náttföt með dýramyndum Hvað kemur þér í jólaskap? Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? -Lyktin af rjúpunni, klukknahljómurinn í Náttföt sem eru skreytt með gufunni og spenningur krakkanna. dýramyndum Jólin eru... ...hátíð allra hátíða, hátíða þar sem fjölskyldur sameinast og halda hátíð íbæ. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? Ó helga nótt í flutningi Egils Ólafssonar er hið eina sanna jólalag í mínum huga. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin og hvert er þitt hlutverk í jólaundir- búningi fjölskyldunnar? Mitt hlutverk í jólaundirbúningi erfyrst og fremst útijólaljósaskreytingar, sem BTW hafa skilað okkur tvisvar sinnum tillinum “jólahús ársins”. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Gömlu góðu piparkökurnarogvalhnetu- súkkulaðibitakökur með fskaldri mjólk er mitt uppáhald. Er einhvern réttur eða matur sem borðaður er yfir hátíðirnar sem er þín sérgrein? Kalkúnninn á gamlárskvöldin er mín sérgrein. Fólk sem hefur verið í mat hjá fjölskyldunni á gamlárskvöld hefur tjáð með að enginn geri betri kalkún en ég. Skilst að nokkrir matargestanna hafi talið sig vera við fordyr himnaríkis við fyrsta bitann. Bjarni Þórisson, Mannskaðahóli Hafrakókoskökur á toppnum Hvað kemur þér í jólaskap? Það er svo margt. Til dæmis er mjög hátíðleg og notaleg stund á jólavöku grunnskólans og einnig eru ómissandi jólakveðjur Ríkisútvarps- ins sem hljóma á Þorláksmessu. Jólin eru... ...fjölskylduhátíð og notalegheit. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? Heims um ból. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin og hvert er þitt hlutverk í jólaundirbúningi fjölskyldunnar? Ég sé um að setja upp útiljósin og það er svona í byrjun desember- mánaðar.fer eftir veðri. Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár Verkfæri eru alltaf vinsæl. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? Erfitt að gera upp á milli en Hafrakókoskökur með súkkulaði eru líklega á toppnum. Er einhvern réttur eða matur sem borðaður er yfir hátíðirnar sem er þín sérgrein? Nei, alveg saklaus af öllu svoleiðis.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.