Feykir


Feykir - 18.12.2008, Síða 27

Feykir - 18.12.2008, Síða 27
48/2008 Feykir 27 ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Guömundur og Nanna Andrea kokka Gómsæt önd í appelsínusósu Það eru hjónin Guðmundur Kristján Hermundsson og Nanna Andrea Jónsdóttir á Sauðárkróki sem bjóða upp á nokkrar girnilegar uppskríftir. Þau skora á hjónakornin á Narfastöðum þau Rósu Maríu Vésteinsdóttur og Berg Gunnarsson að koma með næstu uppskrift. FORRETTUR FYRIR 6 Skelfisksúpa ilmandi afkarrý og kókos 11 vatn 1 dl. hvítvín (mysa) 1/3 lítill blaðlaukur (græni hlutinn) 1 stk. gulrót 1 msk. tómatmauk 1 stk. sellerístilkur 1 stk. hvítlauksgeiri 1 'á tsk. Madras karrýduft 2 stk. fiskteningar ( Knorr) 4 stk. súputeningar ( Maggi) 2 dl. rjómi 1 dós kókosmjólk (4 dl. ) Salt og pipar Smjörbolla: 50 gr. smjörlíki 50 gr. hveiti Fiskur: 100 gr. skelflettur humar 100 gr. rœkjur 100 gr. hörpuskel Grœnmeti í súpu V2 stk. rauð paprika í teningum ‘/2 búnt söxuð steinselja Aðferð: Grófsaxið grænmetið og steikið í olíu ásamt karrýinu og tómatmauki. Bætið í vatni og hvítvíni (eða mysu) ásamt teningum og hvítlauk. Látið sjóða í 15 mín. Sigtið og bakið upp með smjörlíki og hveiti. Bætið kókosmjólkinni í og bragðbætið með salti og pipar. Setjið rjómann í ásamt fisknum, paprikunni og steinseljunni.Látið sjóða í 2-3 mín. Berið fram strax þannig að fiskurinn ofsjóði ekki í súpunni. Sem meðlæti er gott að hafa snittubrauð með hvítlaukssmjöri. AÐALRÉTTUR Önd í appelsínusósu með ávaxtasalati Önd (um 3 V2 kg) Salt ogpipar 400 gr. súrgræn epli 50 gr. þurrkaðar apríkósur 2 greinar timjan V2 1 vatn 2-3 tsk. andarkraftur (efþarf) Sósujafnari Grand Mariner Ávaxtasalat: Blandaðir ávextir t.d 1 stjörnuávöxtur 2 fíkjur 1 passionávöxtur eða aðrirframandi ávextir 2 dl. appelsínulíkjör 100 gr. ósaltaðarpistasíuhnetur Aðferð Önd: Hreinsið öndina vel að innan og þerrið með eldhúspappír. Nuddið hana vel með salti og pipar. Afhýðið epli fjarlægið kjarna og skerið í báta. Fyllið öndina með eplabátum og apríkósum ásamt grófsöxuðu timjani. Bindið lappirnar saman og setjið öndina á ofngrind með bringuna niður og hafið ofnskúffu undir. Steikið í 250°C heitum ofni í 15 mínútur og snúið henni við. Lækkið hitann í 160°C og steikið áfram í 15 mínútur. Hellið vatni í ofnskúffuna og steikið áfram í 1 'A klukkutíma. Bætið við vatni efþörf krefur. Sósa: Takið öndina úr ofninum og haldið henni heitri. Hellið soðinu í pott og kælið. Fleytið feitinni ofan af. Hleypið upp suðu og bætið 2-3 teskeiðum af andarkrafti út í ef þið viljið. Kryddið með salt og pipar. Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með appelsínulíkjör, efvill. Ávaxtasalat: Skerið ávextina í sneiðar. Raðið sneiðunum til skiptis á fat. Dreypið líkjör á og dreifið söxuðum eistasíuhnetum yflr. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í tvo klukkutíma. Berið fram kalt eða setjið í heitan ofn í 10-15 mínútur. Meðlæti: Berið fram með sykurgljáðum kartöflum. Með öndinni er hægt að hafa flestar tegundir framandi ávaxta sem fást hverju sinni. EFTIRRÉTTUR Súkkulaðimús (einföld og létt) 2 dl. rjómi 300 gr. suðusúkkulaði 100 gr. sykur 4 stk. egg 2 dl. rjómi Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið. Þeytið egg og sykur á meðan. Þeytið 2 dl. af rjóma, blandið eggjunum saman við rjómann og svo súkkulaðinu. Hrærið mjög varlega með sleikju, setjið í glös eða skál. Kælið í ca. 3 tíma. Verði ykkur að góðu! GUÐMUNDUR VALTYSSON Vísnaþáttur 489 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er skáldið Gísli Ólafsson sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Hryggst éggat ogfógnuð fyllst fundið, glatað, brotið. Áfram ratað, einnig villst elskað, hatað, notið. Annar Króksari, Þorbergur Þorsteins- son, mun vera höfundur að þessari. Oft eru dul ogfeiminfljóð fremst í hœfnisprófi. Og sumum þykir syndin góð sé hún drýgð í hófi. Tryggur lesandi hafði samband og spurði um höfund eftirfarandi vísu. Oft mér veitir innrifrið yndi sólarlagsins, þó aldrei geti ég orðið við öllum kröfum dagsins. Hef lengi kunnað vísuna og á að vita effir hvern hún er. Get alls ekki munað það nú, og bið lesendur um upplýsingar þar um. Held að Oddgeir Guðjónsson frá Tungu í Fljótshlíð hafi ort þessa. Áðurfyrr og enn í dag yrkja margir stökur. Kveðum þetta Ijúfa lag langarþorra vökur. Eftir framkvæmda skoðanakönnun voru birtar þær rosa fréttir að konur á Akureyri væru 5,4 kg þyngri en konur í Hafnafirði. Þær höfðu að sögn sömu fréttar tuttugu og eins cm meira ummál á belginn. Læknir þeirra norðlensku Hjálmar Freysteinsson tók upp hanskann fyrir sínar konur og orti. Fleiri kíló konur okkar bera og kviðurinn er þandari. Eg held að þetta hljóti þó að vera Hafnafjarðarbrandari. Einhverju sinni komst eftirfarandi fyrri- partur á kreik og var óskað eftir botni. Afi minn ogamma mín eiga hvergi heima Helgi R Einarsson segir: Misstu Bakka, blygðast sín og burtu Rauð sinn teyma. Var þarna verið að yrkja um erfiðleika í húsnæðismálum aldraðra og mun Erlendur Hansen á Sauðárkróki hafa lagt þetta til, um framhald. Drottinn blessi börnin sín sem búið er aðgleyma. Létt verk hjá Ella að minna á svo ljótar staðreyndir. í þeirri ótíð og því vetrarríki sem geisað hefur að undanförnu er við hæfi að rifja næst upp þessa ágætu hringhendu Agústar Guðbrandssonar frá Hækingsdal. Alltaffennir endalaust ótíð grennir vanga. Kári enn með kalda raust kveður sennu langa. Önnur hringhent vísa kemur hér eftir Ágúst. Kiknarflest er kuldinn hrín kveð ég verstum rómi. Þrekið brestur, dáðin dvín Dagsersestur Ijómi. Þegar hugurinn reikar til hlýrri daga verður þessi til. Kuldinn má núfœrastfrá frost oggljáinn bjarta. Lokuð brá mun lyftastþá og lifna þrá í hjarta. Að lokum þessi eftir Ágúst. Drakk égþinna vara veig varma úrsvinnu hjarta. Ofl þaðflmna afþeim teig á ég minning bjarta. Freistandi að leita til okkar ágæta Bjarna frá Gröf, um haustvísu. Finn ég hrollinn, fjarri er vor, fólvar á bollum lánna. Skurnar á pollum, skorpnarfœr, skrjáfar í kollum trjánna. Gaman að rifja einnig upp þessa snjöllu vísu Bjarna, sem ég veit reyndar nokkurn veginn fýrir víst að hafi birst áður í þessum þáttum. Syndir eins ogfjaðrafok finnast kringum veginn, þegar ég í leiðarlok lendi hinum megin. Stundum finnst mér stutt leið frá Bjarna, til Jónatans Jakobssonar. Minnir að þessi sé eftir hann. Sig úr hverjum vanda vatt. Vék til hliðar réttlœtinu. Stundum reyndar sagði satt sínu oftar brá þó hinu. Langar mikið að kalla eftir upplýsingum frá lesendum um höfund að þessu ágæti. / minni skúffu vildi éggjarnan að ég œtti, engan skattinn afþví sœtti alla landsins vísnaþœtti. Er ég rölti um nú nýverið í landi Þverárdals syðst á Laxárdalnum, í vondu snjófæri, flaug í hug þessi ágæta vísa Baldvins Halldórssonar. Þóttfagra beri fannblœju jjalla hver einn salur. Lítið er um ánœgju í þér Þverárdalur. Þar sem þetta mun vera síðasti þáttur þessa árs langar mig til að þakka ykkur lesendur góðir fýrir indælt samstarf kveð ykkur með þessum orðum. Árin líða okkur hjá andast blóm á lyngi. Besta kveðja beristfrá bónda í Húnaþingi. Verið þar með sœl að sitini. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.