Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 3
05/2009 Feykir 3 Skagaströnd Sauðárkrókshöfn Samtals 33,7 m.kr. af fjár- lögum til Skagastrandar Samkvæmt fjárlögunum ársins 2009 munu styrktir og framlög til Húnavatns- sýslna nema rúmlega 70,0 milljónum á næsta ári. Hæst ber þar styrkur til Sjávar-líftækniseturs á Skaga-strönd en því er úthlutaó 22,7 milljónum og framlag til tveggja sérfræðinga í Húnavatnssýslu sem er úthlutað 17,0 milljónum. Af öðrum verkefnum þá má nefna eftirfarandi: Grettistak ses, 1,5 milljón, Selasetur 5,0 milljónir, Hálendismiðstöð á Hveravöllum 4,0 milljónir, Grettisverkefni í Húnaþingi vestra 4,0 milljónir, Nes, listamiðstöð Skagaströnd 1,0 milljón, Spákonuhof á Skaga- strönd 4,0 milljónir, Á slóðum Vatnsdælusögu 2,0 milljónir, Biopol á Skagaströnd 6,0 milljónir og Hveravallafélagið, mannahald á Hveravöllum á veturna 1,5 milljón. Einnig mun verða veitt íjármagn í sjóvarnir á Norðurlandi upp á 19,4 milljónir. Af ofangreindu má ráða að veittir eru styrkir og framlög til Skagastrandar að íjárhæð kr. 33,7 milljónir króna. Skagaljörður________________ Rekstraraðili óskast fyrir Miðgarð Menningarhúsið Miðgarður f Varmahlíð í Skagafirði auglýsir eftir rekstraraðila fyrir húsið. Rekstraraðila Menningarhússins Miðgarðs er ætlað að sjá um daglega starfssemi í húsinu, veitingasölu, útleigu, ræstingar og minniháttar viðhald. Meginhlutverk Menningar- hússins Miðgarðs er að vera vettvangur tónlistar. Lögð er áhersla á fjölbreytta og metnaðarfullatónlistardagskrá. Jafnframt verði húsið æfmga- aðstaða fyrir tónlistariðkendur í Skagafirði. í Menningarhúsinu Mið- garði verður Stefáns íslandi sérstaklega minnst með sýningu og munum er tengjast ævistarfi hans. Menningarhúsið Miðgarð- urverðurjafnframtmarkaðssett sem aðstaða fyrir ráðstefnur, fundi, skemmtanir og ýmsa aðra menningarviðburði, svo fremi sem þeir falla að nýtingarstefnu eigenda hússins og starfssemin sé i fullu samræmi við gildandi lög og reglur um skemmtanahald Stjórn Félags leikskólakennara á Norðurlandi vestra óskar öllu starfsfólki og börnum leikskóla til hamingju með daginn. Njótið dagsins! o&gw lejkskókyps V Ct' (5 ■T6bf'íí3f' ______________________J Ekki eldur um borð í Málmey Allt tiltækt slökkvilió Brunavarna Skagafjarðar var klukkan 20:07 á þriðjudagskvöld kallað að Málmey SKl flaggskipi Fisk Seafood. Ekki reyndist um eld að ræða heldur voru menn frá Vélaverkstæði KS að sjóða í tank. Við það myndaðist mikill hiti og hitnaði stál í lofti svokallaðrar “vöggustofu” skipverja með þeim afleið- ingum að rjúka fór úr millilofti og eldvarnakerfl skipsins fór í gang. Eftir að hafa gengið úr skugga um að ekki væri neinn eldur í skipinu pakkaði slökkviliðið saman og voru bílarnir farnir aftur korter fyrir níu. Tjón var óverulegt ef þá nokkuð. Krístján Óli Jónsson lögregluþjónn, Atli Kárason slökkviliðsmaður og Óli Þór Ásmundsson vélstjórí á Málmey fara yfir málin. Mótum Sauðárkrók saman til framtíðar! íbúaþing á Sauöárkróki í TENGSLUM VIÐ ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS Laugardaginn 7. febrúar 2009 í sal Fjölbrautaskóla Noröurlands vestra á Sauðárkróki Líttu inn og taktu þátt í einum vinnuhópi eða vertu með allan daginn. Veitingar og barnagæsla á staðnum DA6SKRÁ ki. 9:45 Húsið opnað, kaffi á könnunni og tónlistaratriði. ki. 10:00 Þingsetning. ki. 10:15 Fyrsta umræóulota; einn umræðuhópur: Kostir Króksins. Kl. 11:00 Önnur umræðulota; þrír umræðuhópar: Líf og störf á Sauðárkróki • Atvinnan - á hverju lifum við? • Samféiagið sem við sköpum saman - lífið eftir vinnu • Framtíðarsýn unga fólksins Ki. 12:30 Hádegishlé. ki. 13:00 Samantekt úr umræðu morgunsins. ki. 13:20 Upplýsingar fyrir næstu umræðulotu. ki. 13:30 Þriðja umræóulota; unnió yfir kort: Sauöárkrókur framtíðarinnar. • Ártorg - Suðurbærinn - Hverfin - Nafir • Gamli bærinn - Norðurbærinn - Höfnin - Nafir ■ Ný svæði fyrir íbúðarbyggð - mat á kostum ki. 14:30 Kynning á niðurstöðum hópa. Kl. 14:50 Áfram veginn - samantekt. Kl. 15:00 Þingslit. Þín skoðun skiptir máli - láttu sjá þig! 303

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.