Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 11
05/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Björn og Dagný kokka Lambakjöt í aöalrétt Að þessu sinni eru það sauðfjárbændur á Ytra-Hóli I í Skagabyggð sem bjóða upp á Ijúffengar uppskriftir Feyki. Auk þess að vera bændur hafa þau hjón annan starfa utan búsins en Björn Björnsson er kjötmatsmaður hjá SAH Afurðum á Blönduósi og Dagný Rósa Olfarsdóttir er kennari | í Höfðaskóla á Skagaströnd. Þau skora á bændurna á Sölvabakka, þau Önnu Margréti Jónsdóttur og Sævar Sigurðsson að koma með uppskriftir að teimur vikum liðnum. FORRETTUR Fyllt lambalæri 1 meðalstórt lambalœri, úrbeinað 4 meðalstórir sveppir, smátt skornir 5 cm blaðlaukur, smátt skorinn 1 msk. olía ‘A dl. þurrkuð epli, söxuð Vi piparostur í litlum bitum 3 msk. rjómaostur með pipar Salt eftir smekk Piparblanda eftir smekk Steikið sveppina og blaðlaukinn í olíu á pönnu og blandið eplum saman við. Passið að steikja ekki of lengi. Saltið og setjið ostana saman við og hitið án þess þó að bræða piparostinn. Smyrjið fyllingunni inn í lærið, rúllið því þétt upp og bindið helst saman þannig að osturinn geti ekki lekið út. Kryddið lærið með salti og piparblöndu. Steikið í ofni við 170°C í 1-1% klst. allt eftir því hvernig þið viljið hafa kjötið steikt. Berið fram með góðu salati, bökuðum kartöflubátum og piparsósu. Bakaðir kartöflubátar 1 kg. kartöflur, skornar í báta og mega vera með hýði 2-3 msk. olía 1 msk. rósmarín 1 tsk. svartur grófur pipar 1 msk. sjávarsalt Kartöflurnar skornar í báta og settar í eldfast mót. Olíunni og kryddinu hellt yfir og kartöflunum velt upp úr blöndunni, þannig að krydd og olía sé á öllum bátunum. Steikt í ofni við 170°C í 40-50 mín. fer allt eftir stærð bátanna. Piparsósa Vi piparostur 1 dós rjómaostur með pipar 1 peli kaffirjómi Mjólk eftir smekk Bræðið ostana í rjómanum og þynnið með mjólk eftir smekk. EFTIRRÉTTUR Fylltar pönnukökur með súkkulaðisósu Pönnukökur (um 10 stk.): 150 gr. hveiti 1 egg ca. 3 dl. mjólk 'á msk. smjör, brœtt Vt tsk. lyftiduft % msk. sykur Vt tsk. vanilludropar Setjið allt nema smjörið og mjólkina í skál. Helmingnum af mjólkinni hellt saman við og unnið þar til kekkjalaust, þá er afganginum af mjólkinni blandað rólega saman við og að síðustu er brædda smjörinu hellt út í. Steikið venjulegar pönnukökur og kælið þær. Fylling t pönnukökurnar: 1 peli þeyttur rjómi 1 askja jarðarber 1 askja hindber 1 dl. bláber Vt marengsbotn, mulinn eða Vi -1 poki Nóakropp. Öllu í fyllinguna blandað saman og sett inn í kaldar pönnu- kökurnar. Látið standa í 1-2 klst. Sósa: 100 gr. 70% súkkulaði 1 dl. rjómi Súkkulaðið og rjóminn sett í pott og brætt saman við vægan hita. Berið fram með pönnu- kökunum. Þessar bananakökur eru mjög vinsælar hjá fjölskyldunni og henta einstaklega vel þegar til eru bananar sem eru of brúnir til að hægt sé að borða þá. Bananamuffins 4 vel þroskaðir bananar (helst mjög brúnir) 250 gr. hveiti 1 Vt tsk. lyftiduft 'A tsk. salt 75 gr. súkkulaðibitar 1 dl. olía 150 gr. púðursykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Bananar stappaðir mjög vel og öllu blandað saman í skál og hrært saman með sleif. Sett í stór muffinsform og bakað við 200°C í 20-25 mínútur. Að lokum er svo uppskrift af hafraklöttum sem henta mjög vel með kaffibollanum. Hafraklattar llOgr. smjörlíki, lint llOgr. hrásykur 160 gr. hveiti 150 gr. gróft haframjöl 100 gr. súkkulaðibitar 1 egg Vt tsk. vanilludropar Úrlítið salt 'A tsk. lyftiduft Vt tsk. natron Allt sett í hrærivélaskál og hnoðað saman. Litlar kúlur mótaðar og þrýst fast á plötu. Bakað á 180°C með blæstri í um 15 mínútur. Verði ykkur að góðu! Guðrún Þorvaldsdóttir hjá íslensku fánasaumastofunni Mesta framleiðslan Guðrún Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri íslensku fánasaumastofunnar. María Guðfinnsdóttit tv. og Ásdís Kjartansdóttir hampa hér einum nýsaumuðum. tilþessa „Á síðasta ári framleiddum við miili fjögur og fimm þúsund fána og veifur. Þetta er það mesta á einu ári til þessa og í raun má segja að við höfum rétt haft undan að sauma upp í pantanir" sagði Guðrún Þorvaidsdóttir fram- kvæmdastjóri íslensku fánasaumastofunnar á Hofsósi þegar tfðindamaður blaðsins hitti hana á dögunum. „Guðrún og fjölskylda hennar tóku við rekstri saumastofunnar árið 1997. Stofan hefur frá upphafi verið á efri hæð útibús Kaupfélags Skagfirðinga.' Guðrún segir að fyrsta árið hafi verið saumaðir liðlega fimm hundruð fánar en síðan haft verið jöfn og stöðug aukning og ljóst að fólk noti fánann meira en áður. Það er drjúg vinna við hvern fána. í hann fara ekki færri en 15 stykki sem þarf að sauma saman effir vissum reglum. Fáninn er framleiddur í sextán mismunandi stærðum. Auk þess hafa síðustu ár litlar veifur orðið mjög vinsælar kannski vegna þess að þær eru undanþegnar fánalög- unum þannig að þær þarf ekki að taka niður að kvöldi. Þá eru einnig framleiddir fánar annarra landa sem oft eru notaðir hér t.d við íþróttaviðburði og ýmsar heimsókir erlendra gesta. Fjórar til fimm konur vinna að jafnaði hjá saumastofunni það hafi hinsvegar verið erfitt að fá konur í saumaskapinn undanfarin ár. ÖÞ: Maður ársins á Norðurlandi vestra Jskjóta bangsa Er Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd las viðtöl við menn ársins á Norðurlandi vestra í Feyki fyrir tveimur vikum fæddist eftirfarandi vfsa. Bangsi hress sín verðlaun vann, veit ei neitt afelli. Fjarri deilum hefurhann haldið sæmdar velli. Stefán Vagn sín verðlaunfékk, vanursíst að hangsa. Laus við allan lífsins skrekk lét hann skjóta.... bangsa!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.