Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 5
05/2009 Feykir 5 Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Byggjum upp til framtídar Eins og flestir gera sér grein fyrir er ástand efnahagsmála þannig að einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar þurfa að velta vel fyrir sér hvernig þeir verja fjármunum sínum. Við gerð fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var horft til þess að verja störf og þjónustu um leið og áfram er haldið með nauðsynlegar framkvæmdir. Framkvæmdir þær sem farið verður í, eiga að gera Skagafjörð að enn betra samfélagi til að búa í. Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki en framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki. Forsenda þess að hægt er verja þjónustu og störf er að tekjur séu nægar og því hefur hluti skatttekna hækkað í heildartekjum sveitarfélagsins. Skagafjörður hefur alla burði til að standa af sér efnahagskreppuna en til þess þarf raunsæi um leið og skýr markmið eru sett til framtíðar. Byrjað er á framkvæmdum við nýjan leikskóla við Árkíl en um byltingu verður að ræða í þjónustu við smáfólkið okkar þegar leikskólinn tekur til starfa. Gert er ráð fýrir að framkvæmdir haldi áfram þegar fjármögnun liggur fyrir en stefnt er að opnun næsta vetur eða vor. Sundlaugin á Hofsósi er í byggingu og mun sveitarfélagið hefja rekstur hennar á árinu. Hús frítímans verður vígt á næstu dögum en nú þegar er hafin þar starfsemi í glæsilegri umgjörð. Varðandi Miðgarð þá sést loks fyrir enda á þvi verki sem verður hið glæsilegasta. Allar líkur eru á að framkvæmdir við stældcun verknámshúss Fjölbrautaskólans geti hafist í vor en sú framkvæmd er samvinnuverkefni ríkisins og sveitarfélaganna á Norður- landi vestra. Árskóli er stærsta verkefnið sem er á dagskrá og hönnun fer senn að ljúka. Framhald þess verkefnis er að sjálfsögðu háð þvi að ásættanleg fjármögnun náist en afar mikilvægt er að koma verkefninu áfram því ná þarf meiri hagkvæmni í rekstri skólans ásamt því að bæta aðstöðu nemenda og kennara. ÞáhefurBarnaverndar-stofa óskað eftir því að sveitarfélagið byggi og leigi stofnuninni aðstöðuhús við Háholt og mun leigan standa straum af kostnaði við bygginguna. Hér hef ég ekki talið upp þær fjölmörgu framkvæmdir er lúta að gatnagerð, fegrun umhverfis, skipulagsmálum ofl. Markmið okkar er að halda atvinnulífmu gangandi, halda áfram að veita afburða þjónustu og vernda störf og reyna þannig að komast hjá samdrætti og atvinnuleysi. Það er ljóst að til að þetta takist mun reyna á rekstur sveitarfélagsins. Við teljum þó að ef farið er varlega og öllum leiðum haldið opnum þá muni það takast og bjartsýni áfram ríkja í Skagafirði. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður byggðarráðs. eru í gangi varðandi eflingu atvinnulífsins hér, sem vonandi leiða til þess að fólk vill koma til okkar og eiga kost á að stunda spennandi atvinnu. í þriðja lagi má svo í þessu samhengi nefna þann ávinning, sem felst í vinnu við svo stórt verká erfiðum tímum í byggingariðnaði . Ákveðið er stefnt að því, að framkvæmdir við byggingu leikskólans verði í höndum heimaaðila. Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti á sínum tíma að ráðast í undirbúning viðbyggingar Árskóla ásamt Menningarhúsi þar í tengslum. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vorum og erum enn algerlega andvíg þeirri fyrirædan. Ástæður þess hafa áður komið skýrt fram og fer ég ekkert út í það mál hér. Hins vegar fluttum við á þeim tíma tillögu þess efhis að hefja þá þegar hönnun viðbyggingar Árskóla. Sú tillaga var felld af meirihlutanum. Nú hefur það hins vegar gerst að meirihlutinn er einmitt að vinna eftir því sem við fúlltrúar D-listans lögðum til, þ.e. að hanna viðbyggingu Árskóla, án Menningarhúss. í sjálfú sér er þetta hið besta mál og okkur að skapi svo langt sem það nær. - En þar sem ljóst má vera að ekki verður ráðist í þær framkvæmdir á næstu árum, teljumviðþóhæpið aðfullhanna mannvirkið langt fram í tímann, enda vafasamt hvort sú hönnun kemur til með að standast tímans tönn. Við höfum varla efúi á því við núverandi aðstæður að standa í slíkum æfingum og hefðum kosið að hönnun viðbyggingar Árskóla hefði verið slegið á frest við núverandi aðstæður. Við ædum samt ekki að gera þetta að ásteitingarsteini hvað varðar þessa fjárhagsáætíun, en viljum að þetta liggi ljóst fyrir. Við þurfum að ljúka Húsi frítímans svo það húsnæði komist í notkun. Við þurfum að ljúka framkvæmdum við Miðgarð. Áform eru um viðbyggingu við Fjölbrautaskólann og þær framkvæmdir áttu að vera komnar af stað fyrir löngu. Því miður hafa menntamála- og síðar fjármálaráðuneyti dregið lappirnar í því máli. Við þurfum að sinna nauðsynlegu viðhaldi á ýmsum eignum sveitarfélagsins svo ekki hljótist af skemmdir og skaði. Bætt aðgengi fyrir fadaða að húsum sveitarfélagsins er dæmi um verkefúi sem lengi hefúr setið á hakanum. Allsstaðar kalla verkefnin, - en fj ármagnið ekki nægjanlegt til alls sem bíður. Skiptar skoðanir eru að sjálfsögðu um forgangsröðun og leiðir. Við upplifum þessa mánuði, og trúlega næstu ár, ástand sem engan óraði fyrir að gæti hent og aldrei hefur komið upp hér á landi áður. Okkur sem stöndum í stjórnmálum er mikill vandi á höndum og við berum mikla ábyrgð. Okkur ber skylda til að sigla sveitarsjóði okkar áfram í gegn um öldurótið án þess að steyti á skeri. Hið pólitíska svið hér á íslandi og allt gildismat meðal almennings er gerbreytt nú eftir að þessi efnahagslegu ósköp dundu yfir okkur. Ekkert verður aftur með sama brag og áður. -Um þetta ber flestum saman. Eins og áður er vikið að, þá höfum við fúlltrúar ...þeim er frjálst aö flytja af heiman ef þau vilja... Nafn: Sigurður Bjarni Rafnsson. Heimili: Hólmagrund 5 Sauðárkróki. Starf: Framleiðslustjóri Kj ötafu rða rstöðva r KS. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Liverpool auðvitað, því að þeir voru lang bestir þegar ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnará umræddu liði? Já þá aðallega við afbrýðisama Man U aðdáendur. Hver er uppáhaldsleikmað- urinn fyrr og síðar? Kenny Daglish, Steven Gerrard, ef ég verð að gera upp á milli þeirra þá vel ég Sami Hyypia. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já sá þá Tottenham - Liverpool á White Harte lane, ég bara man ekki hvernig hann fór, en sá Michael Owen skora eitt mark. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já nokkra. Kaffikönnu, trefla, handklæði, treyjur og rúmföt sem notuð eru á jólunum og öðrum stórhátíðum. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Mjög vel, þeim er frjálst að flytja af heiman ef þau vilja halda með öðrum liðum. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? NEI ég er engin helv.... liðamella. Uppáhalds málsháttur? Margur heldur mig sig (you neverwalk alone) Sjálfstæðisflokksins tekið þátt í gerð þessarar fjárhagsáætíunar af fúllri ábyrgð. Ég tel það skyldu okkar allra, sem kjörinna sveitarstjórnarfúlltrúa, hvar í flokki sem við stöndum, að ná sem víðtækastri sátt um hvernig best verður staðið að rekstri sveitarfélagsins og standa sameiginlega vörð um velferð okkar íbúa. Við fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins samþykktum fjár- hagsáætlunina ásamt meiri- hlutanum ogtökumþáttístjórn sveitarfélagsins af ábyrgð. Eins og fyrr hefur komið fram þá hefðumviðánefa haft áherslur með öðru móti í einstaka málum, en í heild teljum við áætlunina ásættanlega miðað við ástand og horfur sem við blasa í dag, en verulegs aðhalds þarf að gæta á öllum sviðum í rekstri sveitarfélagsins til þess að forsendur haldi. 1. febrúar 2009. Páll Dagbjartsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.