Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 05/2009 Krakkarnir tóku vel á móti gestum sínum. Nýsköpun 10. bekkjar Grunnskólans austan Vatna Skemmtilegt skólaverkefni í vetur hefur 10. bekkur Grunnskólans austan Vatna verið að vinna í nýsköpunar- verkefni þar sem viðfangsefnið er að hanna matvælaafurð úr skagfirsku lambakjöti í samstarfi við Kjötafiirðastöð KS. Verkefnið var styrkt úr sjóðnum Sáttmáli til sóknar. Meðal markmiðanna með verkefninu er að nemendur kynnist þeim möguleikum sem felast í atvinnulífi í heimbyggð sinni. Ýmsir gestakennarar komu að verkefninu. Fyrsta heimsókn- in var frá Lilju Pálmadóttur sem kom og opnaði verkefnið og sýndi krökkunum myndir af sambærilegum verkefnum. Næst kom Hólmfríður Sveinsdóttir og fjallaði um næringarfræði og kenndi krökk- unum hvernig á að reikna út næringargildi ýmissa matvara. Guðrún Brynleifsdóttir fjallaði um verkefni Matarkistu Skagafjarðar. Þar næst kom Ólafur Jónsson, kokkur á Hólum, og fjallaði um óhefðbundnar útfærslur á lambakjöti. í samráði við hann var tekin ákvörðun um að útbúa fyllt hjörtu, barkasnakk og bbq-rif. í framhaldinu átti síðan að hanna umbúðir og markaðssetja hina nýju vöru. Þá var komið að hlutverki næsta gestakennara sem var Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Feylds, sem fjallaði um auglýsingarogauglýsingasálfræði og leið-beindi hún krökkunum um markaðssetningu vörunnar. í kjölfarið mætti síðan Þuríður Harpa Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, sem aðstoðaði við að útfæra hugmyndir fýrir umbúðirnar og auglýsingar á vörunni. Næst í ferlinu var Sláturhús KS á Sauðárkróki sótt heim þar sem Ágúst Viðar Andrésson sýndi krökkunum hvernig starfsemi sláturhússins gengur fyrir sig. Að lokum fóru krakkarnir í heimsókn til Óla kokks þar sem réttirnir voru þróaðir áfram til framleiðslu. Þegar varan var tilbúin var síðan gestakennurum, styrktar- aðilum, foreldrum og öðrum velunnurum boðið til veislu þar sem kralckarnir kynntu og buðu upp á réttina sem þróaðir hafa verið. En hvað skyldi lcrökkunum sjálfum fmnast um verkefnið? Við notum þeirra orð í skýrslu sem þau senda frá sér að verkefninu loknu. Stelpurnar þjónuóu til borðs m eð bros á vör. Óli á Hellulandi fékk blóm í þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð. Júlia Sverrisdóttir, Herdís Sæmundardóttir og Lilja Pálmadóttir voru meðal gesta. Gestur fengu Ijúffengan Þorradrykk þegar komið var í salinn. Fanney Gunnarsdóttir -Það var mjög fræðandi að fá svona ólíkt fólk til að kenna okkur um svona hluti... maður hélt kannski að maður vissi allt um þetta en þegar koma á daginn vissi maður nú ekki margt. Mérfannst kostirnir vera að við fengum að vinna mjög sjálfstætt og það voru engin strik sett hvað við máttum gera brjálaðar hugmyndir. Örn Ingólfsson -Jájá þetta er alveg áhugavert. Það er gaman að fá gestakennara Kostir: þetta er skemmtilegra en aðrar námsgreinar. Gallar: Maturinn Júlía Ósk Gestsdóttir -Mér finnst þetta ekki tengjast beint náminu, en já þetta er mikilvægt að okkur sé kynnt svona hvernig atvinnulífið í nágrenninu virkar, svo lærðum við líka margt á þessu eins og eldamennsku og samskipti við annað fólk til dæmis. Stella Rín -Þetta var mjög skemmtilegt, mér finnst þetta mjög sniðugt, það er gott fyrir nemendur að kynnast atvinnulífinu áður en farið er í menntaskóla. Þetta tengir líka bekkinn og kennara nánari böndum. Valþór Ingi Einarsson -Bara fínt, ágætt að fá smá tilbreytingu í námsefnið. Það er fínt að fá smá pásu frá hinum kennurunum. Kostir: Krefjandi og maður lærir mikið af þessu. Gallar: Ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert í gegn um ævina. Margrét Árnadóttir -Já, ég nýtti hæfileika mína við að elda matinn eða að gera hann kláran öllu heldur, mérfinnstgaman aðelda og líka þegar við vorum að þjóna fólkinu sem kom að smakka matinn, mér finnst gaman að þjóna og elda mat og ég nýtti hæfileikana mína í það.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.