Feykir


Feykir - 20.05.2009, Page 2

Feykir - 20.05.2009, Page 2
2 Feykir 20/2009 Húnaþing vestra Sveitamarkaður á Laugarbakka Sveitamarkaður verður haldin á Grettisbóli Laugarbakka, um helgar í sumar. Markaðurinn opnar seinni hluta júní og stendur út ágúst. Markaðurinn er hluti verkefnisins Laugarbakkinn - sagnasetur, sem er samstarfs- verkefni Grettistaks, Reykja- höfða og fleiri og miðar að því að byggja upp á Laugarbakka ýmiskonar starfsemi byggða á menningararfinum, sögnum, fornu handverki, náttúruauð- legð, matarmenningu og fleiru. Áætlað er að búa til umgjörð á Grettisbóli sem gefúr markaðnum sögualdar- svip. Lögð verður áhersla á að selja þarna vörur sem eru úr héraði og hafa einhverskonar tilvísun í menningararfinn t.d. handverk/heimilisiðnað sem byggir á hráefni úr héraði og/ eða á fornum hefðum og minnum, eða matvæli sem unnin eru úr heimafengnu hráefni og byggja að hluta á gömlum hefðum... en allt þetta má þó vel vera fært í nútímabúning. Húnaþing vestra Foreldraverðlaunin Foreldrafélög leik- og grunnskólans í V-Hún hafa sent inn tilnefningu f samkeppni um Foreldraverð- launin 2009 sem er á vegum Heimilis og skóla. Verkefnið sem er tilnefnt er samskipti leik- og grunnskóla í Húnaþingi vestra þegar kemur að því að aðlaga elstu nemendur leikskólans yfir í grunnskóla. Verkefnið hefur vakið athygli fyrir að vera vel skipu-lagt og gefur nemendum góðan tíma til að aðlagast nýju skólaumhverfi. Leiðari Tvöfaldur sigurvegari Mitt norska gen tók stökkkipp, stækkaði og bólgnaði til muna um helgina er landið mitt að hluta, Noregur, sigraði söngkeppni Evrópuþjóða. Ég hefreyndar aldrei heimsótt Noreg en langafi minn var norskur sjómaður sem kíkti við hér á landi eitt kalt vor Jyrir löngu. Lengi vel þekktum við ekki til hinnar norsku fiölskyldu en lítil auglýsing í Morgunblaðinu árið 2003 breyttiþví og á heimaslóðum Alexanders hins krúttlega söngvara á ég fullt afættingjum. Ég hefreyndar ekki enn heimsótt hitt landið mitt en það stoppar mig ekki afí stoltí yfir hinum góða árangri. Ekki spillifyrir að Skagfirsktframlag íslendinga hafnaði í öðru sæti. Tvöfaldur sigur varð veruleikinn og ég brosi breitt í sólinni sem leikur við okkurþessa dagana. Það er alveg merkilegt hversu lítið þarfoft tilþess að gleðja okkar litlu hjörtu. Góðar stundir. Guðný Oshaug ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandí vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Utgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiöar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjórí & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is <6 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is ® 8619842 ÓliArnar Brynjarsson Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Stjóm SSNV_______________ Lýsir yfir vonbrigðum með úthlutun ráðuneytis Stjórn SSNV lýsti á fundi sfnum á dögunum vonbrigðum með rýran hlut verkefna á Norðurlandi vestra við úthlutun Iðnaða- rráðuneytisins til uppbygg- ingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni Á fundi stjórnarinnar var lögð fram til kynningar samantekt atvinnuráðgjafa vegna úthlutunar iðnaðar- ráðuneytisins á styrkjum til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni þann 22. apríl 2009. Þá bendir stjórn SSNV á að fjöldi áhugaverðra verkefna á sviði ferðaþjónustu er í þróun í Skagafirði og Húna- vatnssýslum og hvetur iðnað- arráðuneytið til þess að horfa til og styðja við þau verkefni í framtíðinni". í framhaldinu hvetur stjórn SSNV aðila í Skagafirði og Húnavatnssýslum sem standa að metnaðarfullum verkefnum á sviði ferðaþjónustu til dáða. Vakin er athygli á þeirri þjónustu sem til boða stendur innan SSNV á vettvangi atvinnuþróunar, vaxtarsamn- ings og menningarsamnings. Skagaströnd Sá fýrir bjór Athafhamennirnir Hallbjörn Björnsson rafvirki en ekki kúreki og Adolf Berndsen hafa ásamt fleirum sáð fyrir byggakri á eins hektara lands norðan við Vetrarbraut á Skagaströnd. Ef að líkum lætur má gera ráð fyrir að uppskeran kunni verið allt að sex tonnum en er sú spá þó algjörlega upp á veður og vind komin. Sáð var þremur byggtegundum sem heita Tyrill, Skúmur og Kría. Tyrill er viðkvæm byggtegund og getur átt erfitt uppdráttar hérna, hann er hávaxinn og þolir illa vind. Skúmur er íslenskt byggtegund og er talinn geta vaxið hér nokkuð auðveldlega. Kría er líka íslenskt afbrigði og talið er að geti hugsanlega vaxið þokkalega hér. Jónatan Líndal á Holtastöðum hefur veitt mikla aðstoð í framkvæmdina en hann og Hallbjörn hafa unnið að undirbúningi meira eða minna í tvö ár. Gert er ráð fyrir þreskingu um miðjan eða seinni hluta september. Grunnskólinn austan Vatna Arbók væntanleg Stefht er að utgáfú sérstakrar árbókar sem inniheldur einstaklings- og bekkjarmyndir af öllum nemendum skólanna þríggja auk mynda úr skóla- og félagsífi h'ðandi vetrar. Allar myndir eru í lit.Það eru Minningarsjóður Rakelar Pálmadóttur og Kaupfélag Skagfirðinga styrkja útgáfuna. Vetrarþjónusta Skagafjörður -Blönduós_ Steypustöðin býður 42,9% Tilboð voru opnuð 12. maf í vetrarþjónustu í Skagafirði og Austur - Húnavatnssýslu árin 2009-2012. Steypustöð Skagafjarðar var með lægsta tilboðið kr. 17.960.000 sem er 42,9% af kostnaðaráætlun en hún nam kr. 41.839.000. Hæsta tilboðið kom frá Dodds ehf., Grundarfirði kr.47.712.000, eða 14% yfir kosnaðaráætlun. Áætlaður verktakakostn- aður 41.839.000. Dodds ehf, Grundarfirði kr. 47.712.000 Norðurtak ehf, Sauðárkróki kr. 38.200.000 Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf, kr. 35.995.000 Víðimelsbrœður ehf, Sauðárkróki kr. 31.756.000 Steypustöð Skagafjarðar ehf, Sauðárkróki kr. 17.960.000 Hólar Braut- skráningá laugardag Föstudaginn 22. ma verður brautskráning í Háskólanum á Hólum og verða brautskráðir samtals um 65 nemendur úr hestafræðideild, férða- máladeild og fiskeldis- og fiskah'ffræðideiid. Útskriftarathöfhin fer fram í Þráarhöll og hefst hún kl. 15. Fyrr um daginn verður skeifukeppni hestafræði- deildar á skeiðvellinum og hefst hún kl. 12. Félagsheimimilð Blönduós Fame sýntaftur Aukasýning verður á söngleiknum Fame sem nemendur í 8. -10. bekk Grunnskólans á Blönduósi settu upp árshát'ð skólans í vetur. Sýningin verður föstudaginn 22. ma' í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst hún kl. 20. Fame er söngleikur um unglinga í listaskóla. Söngleikurinn gerist í Reykjavík árin 2003 - 2004 nánar til tekið í hinum rómaða Listaskóla íslands. Söngleikurinn fjallar um unglingana í skólanum, ástir þeirra og listir. Framsóknarfíokkurinn Skipaðí embætti Þingflokkur framsóknar- manna valdi á fundi sfnum í sfðustu viku Gunnar Braga Sveinsson, 4. þingmann Norðvesturkjördæmis, formann þingflokksins. Þá var Sigurður Ingi Jóhannsson, suðurkjördæmi kjörinn varaformaður og Vigdís Hauksdóttir, Reykja- vík ritari. Gunnar Bragi tekur við þingflokksformennsku af Siv Friðleifsdóttur.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.