Feykir


Feykir - 20.05.2009, Side 6

Feykir - 20.05.2009, Side 6
6 Feyklr 20/2009 OPNUUMFJÖLLUN Feykis Eftir aö hafa veriö um 25 ár í framvaróarsveit Heimis sem einsöngvari, hefur Sigfús Pétursson frá Álftageröi sungió sinn síöasta einsöng meö kórnum en hann mun þó halda áfram sem óbreyttur kórfélagi. Sjálfur segist Sigfús hafa viljaó hætta meöan hann heföi röddina enn í lagi. Feykir heimsótti hann í sveitina einn sólríkan morgun í síóustu viku. Sigfus situr í hægindastól í herberginu sínu heima í Álftagerði þegar blaðamann ber að garði. Lítill, snaggara- legur, með góðlegt en þó örlítið prakkarablik í auga. Við heilsumst og Sigfus endurtekur orð sín frá deginum áður að hann skilji nú ekki áhuga blaðamanns á þessu máli. Staðreyndin er engu að síður sú að faðir Sigfúsar, Pétur Sigfússon, hóf að syngja einsöng með Karlakórnum Heimi þegar hann fluttist í Skagafjörð rúmlega tvítugur að aldri og söng síðan einsöng með kórnum í 29 ár. Síðar hafa fjórir synir hans sungið einsöng með kórnum, þeir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar. Saga Álftagerðismanna er því samofin kórnum að þessu leyti um langa tíð. -Ég byrjaði að syngja tvísöng með Pétri bróður mínum og sungum við þá lagið Sko háa fossinn hvíta. Fyrsta lagið sem ég söng einn var Bærist varla blað á grein. En það var með tilkomu Stefáns Gíslasonar sem kór- stjóra sem Sigfús fór að syngja einsöng með Heimi. -Hins vegar eru þetta ekki mörg lög sem ég hef sungið einsöng með kórnum en þau hafa verið lífseig. Tvö þeirra lifðu í sjö ár hvort. Annars vegar var það lagið Litfríð og ljóshærð og hins vegar Ökuljóðin. Þessi tvö lög hafa því staðið í 14 ár af þessum 25. Flest lög sem ég hef sungið með kórnum eru flutt undirspilslaus en kórinn púar með. í þannig lögum fær einsöngvarinn gott tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þá er líka eins gott að halda sig á réttri línu því annars fer allt í vaskinn. En maður er nú ekki einn í þessu með 60 karla að baki sér og söngstjórann sér við hlið. Mín lög með kórnum eru öll frekar ljúf enda er ég ekki raddsterkur og því eins gott að sleppa öllum bægslagangi, segir Sigfús. Þú ert bestur í að syngja lögin ljúfu er það ekki bara þinn persónuleiki sem þar skín í gegn? -Um það er Sigfús Pétursson ekki fær að leggja dóm á en ég reiðist í það minnsta sjaldan, er eina svarið sem ég dreg upp úr Sigfúsi við þessari síðustu spurningu minni. Aðspurður um ástæðu þess að hann ákvað að hætta einsöng með Heimi segist Sigfús hafa fyrir margt löngu ákveðið að hætta þessu áður en hann væri komin á felguna; -Það er dapurlegtþegargóðirsöngvarar syngja nánast fram í andlátið og flutningur þeirra orðin dapur í restina. Þannig vildi ég ekki að færi fyrir mér og því hafði ég beðið Stefán að setja tappa í túðuna á mér áður en til þess kæmi. En þessa ákvörðun tók ég að vandlega hugsuðu máli. Ég var farin að finna fyrir kvíða fyrir tónleika, var hræddur um að röddin væri ekki í sem bestu formi. Það er heilmikill munur á því hvort þú syngur eitt, tvö lög með kórnum og ekki meir, eða syngja alla tónleikana og einsönginn að auki. Ég valdi kórinn. En er Sigfús þá alveg hættur að syngja einsöng? -Nei, nei, þessi ákvörðun mín er eingöngu bundin við karlakórinn, mér finnst þetta orðið gott eftir 25 ár og eins hlýtur söngsjórinn að hafa verið kominn með hundleið á þessu. Annars get ég nú montað mig af því að hafa verið sá fyrsti sem réði Stefán að loknu námi sem söngstjóra. Það þótti ekki öllum gáfúlegt að ráða strák úr Blönduhlíðinni sem söngstjóra Rökkurkórsins en þeir þögnuðu fljótt. Stebbi var fljótur að sanna sig og hefúr vaxið sem tónlistarmaður fram á þennan dag. Þið hafið unnið mjög náið saman ekki satt? -Jú það höfum við gert, ég taldi eitt árið að við hefðum átt 170 fúndi saman það árið. Þegar Stebbi kom fór boltinn að rúlla og hann er óþreytandi að finna verkefni og láta þau ganga, svarar Sigfús og er greinilegt að honum er hlýtt til stráksins úr Blönduhlíðinni. Gerir óraunverulegar kröfur til sjálfs síns Sigfús segist aldrei hafa farið í söngtfma á ævinni og aðspurður segist hann aldrei hafa séð eftir því að hafa ekki lagt sönginn fyrir sig. -Nei, það hvarflaði ekki einu sinni að mér að gera það enda hefði ég ekki átt neitt erindi í að vera atvinnusöngvari eins mikill sveitamaður og ég er, segir Sigfús. Já heimakær er hann með eindæmum og fór ekld í sína fyrstu utanlandsferð fyrr en hann fór hana þá með kórnum til ísrael og Egyptalands árið 1988. Síðan þá hefur hann ferðast til yfir 20 landa og ætíð í þeim erindagjörðum að vera að syngja með kórum nú eða bræðrum sínum kenndum við Álftagerði. En hvaða prógramm skyldi það vera með Heimi sem Sigfúsi þykir vænst um. -Ég verð að segja prógrammið um Stefán íslandi sem við fluttum 12 sinnum. Eins er eftir- minnilegt þegar kórinn fór á Heimssýninguna í Hannover árið 2000. Við fórum á vegum menntamálaráðuneytisins og hún er með öllu ógleymanleg sú stund er við stóðum á Plaza sviðinu fyrir framan mörg þúsund manns og sungum þar af lífi og sál. Þá fýrst gerði maður sér það ljóst þvílíkur heiður það var sem okkur var sýndur með boði þessu. Þrátt fyrir að hafa sungið með bræðrum sínum í yfir 22 ár segir Sigfús að lcvartettinn Álffagerðisbræður hafi aldrei verið formlega stofnaður. Þeir hafi meira spilað þetta af fingrum fram og komi ábyggilega til með að gera það áfram. -Við erum engu að síður búnir að gefa út fjóra hljómdiska og þeir hafa allir selst ljómandi vel. Hvað með þig sjálfan, hefur ekki komið til tals að gefa út geisladisk með þér einum? —Jú, það kom að máli við mig maður fyrir ekki löngu síðan og vildi gera með mér disk en þá var það orðið of seint. Eftir vandlega íhugun komst ég að því að tími minn var útrunninn,

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.