Feykir


Feykir - 20.05.2009, Síða 7

Feykir - 20.05.2009, Síða 7
20/2009 Feykir 7 Það er ekki ónýtt að hafa 60 kalla með sér þegar sunginn er einsöngur. Sigfús grúskar í gagnasafni Heimis. ég treysti mér ekki til þess. það var svo einfalt. Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þíns sem söngvara? -Já, manni stendur ekki á sama um það sem maður gloprar út úr sér. Stebbi hefur reyndar sagt að ég geri óraunverulegar kröfur til sjálfs míns og skyldi bara slá af, svarar Sigfús. Blaðmaður játar að það er léttir að geta átt von á því að heyra Sigfús brýna raust sína. Sjálfur segist hann hafa sent smá pistil til herrans á eftir hæðinni. -Ég hef beðið hann að taka þetta ekki burtu frá mér mjög snöggt enda hefur söngurinn verið mínar ær og kýr síðustu 40 - 50 árin. Reyndar eru lappirnar farnar að stríða mér en ég er með ónýt liðamót bæði í hnjám og ökklum og get því ekki staðið mjög lengi í einu. En meðan ég get staðið í lappirnar samhliða því að syngja þér geri ég það. Það verða mikið viðbrigði fyrir mig þegar því lýkur enda hefúr söngurinn skipt mig svo miklu máli auk þess sem ég hef sungið og syng með mörgum hópum. Mig langar að í lokin að biðja blaðið að færa Heimis- mönnum og konum þeirra mínar bestu þakkir fyrir öll árin. Mér mun seint gleymast sú mikla virðing og hlýr hugur sem þau sýndu mér á árshátíð 9. mai sl. segir ljúflingurinn frá Álftagerði að lokum. Hvað nefnist verkefnið? -Um er að ræða verkefni hjá Öpem Skagafjarðar, uppsetning á óperunni Rigoletto eftir G. Verdi. Hverjir standa að verkefninu? -Að verkefninu stendur Ópera Skagafjarðar en í Óperu Skaga- fjarðar eráhugafólk um þátttöku og uppsetningu á óperum og klassískri tónlist. Þetta fólk kemur víðs vegar að, þó flestir úr Skagafirði. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og leikstjóri er okkur innan handar með leikstjórn og verður auk þess í hlutverki sögumanns. Pamela De Sensi verður stjómandi tónlistar og kórs og Aladár Rácz píanóleikari. Alexandra Chernyshova er listrænn stjómandiverkefnisinsoghefurborið hitann og þungann af undirbúning verkefnisins sem hefur tekið um eitt ár. Fjölmargir einsöngvarar koma síðan að verkefninu og kór Óperu Skagafjarðar. Hvers eðlis er verkefnið? -Ópera Rigoletto er ein þekktasta og vinsælasta ópera G. Verdi. Uppsetningin er sambland af leik, söng og tónlist. Verkefnið hefur átt sér langan aðdranganda en byrjað var að æfa óperuna á síðasta ári. Á sæluvikunni í fyrra voru valdar perlur úr verkinu teknar upp og gefnar út á geisladisk. Keith Reed stjórnaði 14 manna kammerhljómsveit hljóðfæraleik- ara úr Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem lék undir á disknum. Hægt er að kaupa diskinn í Skagfirðingabúð og á sýningum Ópem Skagafjarðar. Er þetta þitt fyrsta verkefni á þessum nótum? -Ópera Skagafjarðar var stofnuð í lok árs 2006 af Alexöndru Chernyshovu og Jóni Hilmarssyni. Fyrsta verkefni Ópem Skagafjarðar var uppsetning á ópemnni La Traviata eftir G. Verdi. Óperan var sýnd víðs vegar um landið við frábærar undirtektir gagnrýnenda og áhorf- enda. Rigoletto er því annað verk- efni Ópem Skagafjarðar en auk þessara uppsetninga þá var gefin út geisladiskur og heimildarmynd um gerð La Traviata á DVD og síðan áður nefndur geisladiskur með perlum úr Rigoletto. Hvenær hefst verkefnið og hven- ær lýkur því? -Óperan Rigoletto verður frumsýnd í Miðgarði 21. maí. Síðan er fyrirhugað að taka verkefnið aftur upp í haust og sýna óperuna víðarum landið. Hversu háa fjárhæó fékk verkefnið frá Menningarráði Norðurlands vestra? -Verkefnið fékk 1,5 milljónir til að setja upp ópemna og gefa út geisladiskinn. Hversu miklu máli skiptir það verkefnið að hafa fengið úthlutað styrknum? -Styrkurinn skiptir öllu máli fyrir verkefni sem þetta, verkefnið er dýrt, margir koma að því að ekki er um marga aðra styrki að ræða um þetta leyti í samfélaginu. Eru önnur verkefni á teikni- borðinu? -Við viljum fyrst og fremst klára frumsýninguna með glæsibrag og síðan skoða framhaldið með fleiri sýningar næsta haust. ( MENNINGARUMFjÖLLUN Ópera Skagafjaröar setur upp óperuna Rigoletto eftir G. Verdi á morgun 21. maí. Feykir sendi forsvarsmönnum óperunnar tölvupóst og forvitnaöist um verkió. Áhugaópera í hæsta gæöaflokki

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.