Feykir


Feykir - 12.11.2009, Side 7

Feykir - 12.11.2009, Side 7
42/2009 Feyklr 7 Fréttaskýring Þessar stofnanir eiga auðveldara með að draga saman seglin Hafsteinsstöðum þá var hestamennskan hliðarbúgrein lengi vel hjá Skapta og Hildi. -Við vorum með mjólkurframleiðslu í 25 ár en hættum fyrir 10 árum síðan, segir Hildur og brosir með sjálfri sér. -Við vorum að riija þetta upp í gær og töluðum um hvað tíminn væri fljótur að líða. En þá lauk þeim kapítula, segir Hildur og aðspurð hvort engin eftirsjá væri í því segir hún að það hafi eiginlega ekki komið annað til greina. -Það hefði þurft að fara út í miklar framkvæmdir, byggja nýtt fjós og fá sér róbóta, en við tókum þá ákvörðun að gera það ekki. -Svo var þetta farið að rekast á hvað annað, segir Skapti. -Hestamennskan var farin að taka meiri og meiri tíma frá hinu og það gekk ágætlega svo við ákváðum bara að setja allan okkar kraft í hestana og sjá hvernig það myndi ganga og það hefur gengið vel. Skapti dreif sig f Hólaskóla fyrir fáum árum og kláraði reiðkennaradeildina og aðspurður hvernig það hafi lagst í gamlan manninn að setjast á skólabekk, sagði hann hafa haft bæði mjög gott af því og gaman. -Það víkkar sjóndeildarhringinn hjá manni og maður verður víðsýnni og svo bara lærir maður náttúrlega heilmikið á þessu. Það er alltaf eitthvað nýtt sem maður meðtekur, segir Skapti og hvort Hólaskóli eigi stóran þátt á því að hestamennskan hefúr tekið stórum framförum á fslandi segir hann; -Hólaskóli á jú stóran þátt í þeim miklu framförum sem orðið hafa í tamningu og þjálfum hrossa og reiðmennsku almennt. Það má eiginlega segja að það hafi orðið hugarfarsbreyting hjá hestamönnum hvað varðar frumtamningar og þar á skólinn stóran þátt í. Það verða ekki allir snillingar sem fara í Hóla en þeir sem vilja lifa og hrærast í hestamennsku hafa gott af skólagöngunni. En það liggur ekki fyrir öllum að verða toppknapar. Þegar Skapti er spurður að því hvort hann kunni ekki einhverja skemmtilega sögu að segja lesendum af hans baráttu við erfið hross, hugsar hann sig um og leitar lengi í huganum en segir svo. -Það er kannski frá því fyrir löngu. Ég var innan við fermingu, 11-12 ára. Var á rauðum hesti héðan sem var lítið taminn og hafði sýnt hrekki en var eiginlega hættur því. Ég ríð hér upp afleggjarann og finn að það er einhver kengur í honum en hvet hann samt áfram. Þegar ég fer í gegnum hliðið og stefni út eftir þá byrjar hann að hrekkja, og stingur sér mjög ákveðið. Bíll sem var á leið framhjá þegar þetta stóð yfir stansar, bílstjórinn kemur út og fylgist með mér eiga við hestinn. Ég hékk á og náði að hemja hestinn við girðingu þarna rétt hjá, kemur þá maðurinn til mín og réttir mér fimmhundruðkall, sem var mikill peningur þá, og segist hann hafa lofað sjálfum sér því að ef strákurinn næði að sitja hestinn fengi hann peninginn og hann stóð við það. Áhorfandinn reyndist vera Hákon heitinn Bjarnason sem var lengi Skógræktarstjóri ríkisins. Varla er hægt að sleppa hrossaræktanda við þá spurningu hvort mikil pólitfk sé í hrossaræktinni. -Ég held að það sé nú alltaf eitthvað af því, segir Skapti og Hildur bætir við, -Verður það ekki að vera? Menn verða að hafa metnað fyrir sínu og sérviskan verður að fá að njóta sín. -Er það ekki fjölbreytileikinn í hrossunum og ræktendunum sem gefur þessu gildi? Það væri miklu minna gaman að þessu ef allir væru sammála um hvernig góður hestur eigi að vera, segja Skapti og Hildur. Feykir beindi í sfðustu viku spurningum til Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra. Hér birtum við svör hennar. Getur verið að reiknilíkan það sem notastervið þegarjjárlögin eru gerð sé okkar svœði einstaklega óhagstœtt? - Þegar reiknilíkanið var tekið í notkun árið 2006 reyndust tvær stofnanir hafa verulega hærri framlög en aðrar stofnanir. Það eru Blönduós og Siglufjörður. Þá fengu þessar stofnanir þriggja ára aðlögunartíma á meðan framlögin voru lækkuð i þrepum, fýrst 2009. Eins kom í ljós að aðrar stofnanir voru að fá of lítið og þá var það leiðrétt í þá áttina líka. Ég vil taka fram að það er enginn algildur samanburður til á milli stofnana þvi aðstæður á hverjum stað eru ólíkar sökum þess þjónustustigs sem þar er. En ef horft er t.d. á ffamlag pr. íbúa á má sjá að á árinu 2008 var Sauðárkrókur að fá yfir 200 þúsund krónur á íbúa, Blönduós 190 pr. Ibúa, á meðan Suðurland fékk um 100 þúsund pr. íbúa og Suðurnes 78 þúsund pr. íbúa. Það er þvi ekkert sem bendir til þess að sú fúllyrðing sé rétt að þarna sé komið í bakið á þessum byggðum. Er það tilviljun að þessar stofnanir sem hafa verið vel reknar lendi í meiri niðurskurði en þcer stofnanir sem hafa verið reknar með halla? -Það er þannig að aðlögunar- krafan á þessar stofnanir er há; 10,% á Blönduósi og 11.3% á Sauðárkróki. Bara Patró er með hærri aðlögunarkröfu. Skýringin er sú að rekstrarframlög fyrir næsta ár eru lækkuð í samræmi við vannýtt hjúkrunarrými. Af 35 ónýttum rýmum eru 15 á Sauðárkróki og 5 á Blönduósi. Nei, þetta er því ekki tilviljun því það er verið að aðlaga fjárveitingar að raunverulegri þörf og þessi fækkun hjúkrunar- rýma skýrir þann niðurskurð sem þessar stofnanir fá umfram aðrar stofnanir. Er verið að neyða stofnanirnar í sameiningu? -Nei, þvert á móti. Ég vil minna á að í upphafi árs stóð til að neyða þessar stofnanir í sameiningu við Akureyri og varþeirri ákvörðun Guðlaugs Þórs, þáverandi heilbrigðisráðherra, mótmælt kröftuglega. Þegar núverandi stjórn tók við afturkallaði Ögmundur Jónasson þessa sameiningarhugmynd í sam- ræmi við óskir heimamanna. Heimamenn sögðust telja sig geta mætt niðurskurðarkröfum á annan hátt en með sameiningu. Stofnanirnar á Blönduósi og Sauðárkróki voru báðar með jákvæða niðurstöðu úr rekstri bæði um síðustu áramót og eins við níu mánaða uppgjör á meðan aðrar stofnanir hafa mátt búa við neikvæðan rekstur árum saman. Sú staðreynd gerir að mínu mati þessum stofnunum auðveldara að draga saman seglin. Getum við átt von á að í endurskoðun fjárlaga verði þessi niðurstaða leiðrétt til samræmis við það sem gengur oggerist á öðrum stofnunum ? -Ráðuneytið hefur skilað inn sínum tillögum en nú er fjárlagagerðiníhöndumAlþingis og fjárlaganefndar. Þingið mun þvf eiga síðasta orðið. Hvaðaforsendur hafa breystfrá því að ráðuneytið veitti HS viðurkenningu fyrirgóðan árangur í rekstri og heilbrigðisráð- herrar hafa endurtekið borið lofá stofnunina fyrirgóðan rekstur ogstarfsemi? -Megin breytingin er sú að hér varð eitt allsherjar hrun fýrir ári síðan. Ríkissjóður er rekinn með 186 milljarða halla og við erum að borga yfir 100 milljarða í vexti á þessu ári. Það verkefni sem ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir er að ná niður þessum halla á næstu þremur árum og næsta ár er fyrsta árið sem þetta skellur á okkur á fúllum þunga. Það er reynt að hlífa heilbrigðisþjónustu með aðeins 5% skerðingu á meðan menntakerfið þarf að skera niður um 7% heilt yfir og stjórnsýslan um 10%. Við erum að bregðast við gríðarlegum vanda þessi ríkisstjórn en við munum líka að sjálfsögðu vera á vaktinni og bregðast við ef það fara að blikka rauð ljós þess efnis að verið sé að ganga of nærri þjónustunni. Drífa frá Hafsteinsstööum heimsmethafi ilOOm skeiöi ásamt Siguröi Siguröarsyni.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.