Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1949, Page 41
Manntalið 1940
39*
landbúnaðar 39 000 manns eða tæplega 36% af landsbúum þá. Landbún-
aðarfólki hefur þvi beinlínis fækkað á árunum 1930—40 um 1 900 manns
eða um 4.8%.
Af fólkinu í sveitunum telsl 74% til landbúnaðar, en aðeins 3% i
bæjunum.
Framfærendur í landbúnaði skiptust þannig samkv. manntalinu 1940.
Til samanburðar eru settar tilsvarandi tölur frá 1930.
1940 1930
Bændur og húsmenn 6 828 6 597
Ráðsmenn 151 167
9115 9 571
Kaupafólk 608 1036
Garðyrkja 135 52
Loðdýrarækt 65 3
Annað 39 33
Samtals 16 941 17 459
Fækkunin 1930—40 hefur öll lent á vinnufólki og kaupafólki, því að
bændunum sjálfum hefur heldur fjölgað og sömuleiðis fólki við garðvrkju
og loðdýrarækt. Töluvert meir en helmingurinn af vinnufólkinu 1940
var börn bændanna sjálfra, svo sem sést á eftirfarandi tölum.
Karlar Konur Samtals
Vinnufólk við landbúnað alls ............. 6 279 2 836 9 115
Þar af börn húsbænda, yfir 15 úra ........ 3 385 1 717 5102
Mismunur, aðkomið vinnufólk 2 894 1 119 4 013
54% af vinnumönnunum og 60% af vinnukonunum voru því börn
húsbændanna. En auk þess voru 716 stúlkur yfir 15 ára vinnandi hjá
foreldrum sínum á landbúnaðarheimilum að innanhússtörfum, en þær
eru ekki taldar með framfærendum i manntalinu. Rúmlega % af ráðs-
mönnunum (64) voru líka synir húsbændanna. Rúmlega hehningurinn
(52%) af dætrunum, sem unnu heima við landbúnaðarstörf, voru innan
við tvítugt (15—19 ára), en aðeins 44% af sonunum. Meiri hluti þeirra
var því yfir tvitugt. Það er aðeins í landbúnaði að nokkuð verulega kveð-
ur að því, að börn yfir 15 ára starfi heima að atvinnu foreldra sinna.
Þelta sést í töflu XXIV (bls. 173), þar sem sýnt er, hve mikið er um
slíkt í öllum atvinnuvegum.
Fiskveiðar. Þar til töldust 19 270 manns eða 16% af landsmönn-
um. En árið 1930 var sambærileg tala 18 152 manns eða tæpl. 17% af lands-
mönnum þá. Hefur mannfjöldinn i þessum atvinnuvegi þannig aukizt
um 6% á þessum 10 árum. Framfærendur í þessum atvinnuvegi skiptust
þannig við tvö síðustu manntöl.