Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1949, Page 45
Manntalið 1940
43*
Þó að þessi atvinnuflokkur sé kenndur við opinbera þjónustu,
fer fjarri þvi, að til hans teljist einungis þeir, sem starfa við opinberar
stofnanir, eða starfsmenn ríkis og bæja. Hér teljast einnig læknar, kenn-
arar, listamenn o. s. frv., sem starfa fyrir eigin reikning, og undir síðustu
deildina falla in. a. málaflutningsskrifstofur og félög til eflingar vissum
atvinnuvegum og stéttum.
Óstarfandi fólk. í þeim flokki töldust 1940 alls 6 344 manns eða 5.2%
af landsbúum, en við manntalið 1930 var sambærileg tala 4 161 eða 3.8%
af landsbúum þá. Hefur því þessu fólki fjölgað mjög mikið milli mann-
talanna. 1940 skiptust framfærendur í þessum flokki þannig.
Ivarlar 1940 Konur Alls 1930 Alls
Eignafólk 471 787 1 258 891
Eftirlaunafólk 82 90 172 80
Styrkþegar frá einstaklingum 77 301 378 436
Námsfólk 251 77 328 167
Ellistyrkþegar 227 387 614 16
Sveitarstyrkþegar 282 553 835 631
Á geðveikrahæli, holdsveikraspitala og daufdumbraslióla 105 125 230 167
Berklasjúklingar 116 121 237 190
Fangar 14 14 17
Annað 2 2
Samtals 1 625 2 443 4 068 2 595
Upplýsingar um atvinnuskiptingu íbúanna í hverjum einstökum kaup-
stað og' einstakri sýslu eru i töflu XVI og XVII (bls. 128—143). í fyrri
töflunni er öllum íbúunmn skipt niður á aðalatvinnuvegina eftir vinnu-
stétt og greint á milli framfærenda og framfærðra. En í síðari töflunni
eru aðeins upplýsingar um framfærendurna, hvernig þeir skiptast niður
á atvinnuvegina og undirdeildir þeirra. í XVIII töflu (bls. 144—150) er
auk þess stutt yfirlit um atvinnuskiptinguna í hverjum lireppi á landinu,
með sérstökum upplýsingum um hvert kauptún og þorp innan hvers
hrepps.
5. K.vnferði, aldur og hjúskaparstétt franifærenda.
Sexe, (ige et état civil des souliens.
Af ölluin starfandi framfærendum voru konur 28% við manntalið
1940. í sumum aðalatvinnuflokkunum var þáttlaka kvenna þó miklu
minni svo sem eftirfarandi vfirlit sýnir. Af 100 manns í hverjum atvinnu-
floklti og hverri vinnustétt voru konur: