Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 11
Ljósmynd/Björgvin Guðmundsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir
2007 og kynntist þá ljósmynda-
félaginu Ljósopi. Eftir það hefur
hann náð sér í þekkingu og
reynslu í listrænum og tækni-
legum hluta ljósmyndunar. Nú á
ljósmyndun í ljósmyndastúdíói hug
hans allan og þannig hafa bæjar-
búar verið myndaðir á undan-
förnum mánuðum.
Björgvin sagði hugmyndina að
verkefninu „Andlit bæjarins“ hafa
kviknað í upphafi þessa árs þegar
Ljósop, sem hann er í forsvari fyr-
ir, fór að ræða verkefni fyrir
safnahelgi á Suðurnesjum sem
haldin er í mars ár hvert. „Í fyrstu
var markið sett á 5 til 10 andlits-
myndir af flottum karakterum og
seint í janúar byrjaði ég að prufu-
mynda og þróa stílinn, þ.e.a.s.
vinnsluna á myndunum. Á safna-
helgi í mars sýndum við svo af-
raksturinn, um 20 myndir og
mynduðum auk þess gesti sem
komu við á sýningunni sem var í
húsnæði félagsins,“ sagði Björgvin
í samtali við blaðamann. Hann er
sá sem tekur allar myndirnar þó
félagið standi á bak við ljósanæt-
ursýninguna.
Andlitunum á eftir að fjölga
Félagsmönnum var fljótlega
ljóst að verkefnið gæti náð langt
og ákváðu því að halda áfram með
verkefnið að lokinni safnahelgi
með því að óska eftir fleiri bæjar-
búum í myndatöku. „Við höfðum
áhuga á að fá sneiðmynd af öllum
íbúum Reykjanesbæjar. Verkefnið
stækkaði hratt og ég er núna bú-
inn að mynda rúmlega 500 bæjar-
búa. Margir þurftu frá að hverfa í
síðustu myndatöku því ég varð að
hætta eftir að hafa myndað 160
manns. Við munum halda áfram
með verkefnið á Ljósanótt og
safna fleiri andlitum,“ sagði Björg-
vin.
Myndatakan tók mikinn kipp í
síðasta mánuði, þegar ljóst var að
„Andlit bæjarins“ yrði ljósanæt-
ursýning Listasafnsins í ár. Áætl-
að er að sýna um 300 myndir og
verður úrval einnig gefið út á bók,
en þannig hefur Ljósop fylgt sýn-
ingum Ljósanætur eftir undan-
farin ár. Fólkinu stendur auk þess
til boða að kaupa stafræna útgáfu
myndanna til einkanota.
Til að ná fram sérstakri áferð
og heildarútliti er nostrað við
hverja einustu mynd. Til þess not-
ar Björgvin forritin Lightroom og
Photoshop. Þeir sem hafa boðið
andlit sín til ljósmyndunar eru al-
mennt ánægðir með útkomuna og
fjölmargir hafa fest kaup á ljós-
mynd sinni til einkanota. Þannig
hefur andlitum bæjarins t.d. fjölg-
að verulega á samfélagsmiðlum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í
stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma,
ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á
slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef
útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Viltu meðhöndla liðverkinn
án þess að taka töflur?
150g50%
meira m
ag
n!
Prófaðu að meðhöndla liðverkina
með Voltaren geli.
Lyfjaauglýsing
Hvað er betra en að slaka vel á og ná
innri kyrrð eftir annasama verslunar-
mannahelgi? Það eina sem þarf að
gera er að gera sér ferð Jógasal Ljós-
heima að Borgartúni 3-4, fimmtudag-
inn 6. ágúst, klukkan 18:30.
Þar mun Shakta Khalsa halda op-
inn kundalini-jógatíma fyrir alla. Hún
er reyndur og virtur jógakennari og
var um tíma einn af fimm færustu
jógakennurum heims, samkvæmt
tímaritinu Yoga Journal. Hefur hún
einnig gefið út fjölda bóka um kun-
dalini-jóga. „Hún hefur hlýja nærveru
sem auðveldar nemendum að fara
dýpra inn á við og endurnærast með
þeirri gjöf sem jóga er,“ segir á Face-
book-síðu viðburðarins. Er hann hald-
inn á vegum Jógahjartans, styrkt-
arfélags sem hefur það markmið að
veita börnum jógakennslu í sínum
heimaskóla.
Kundalini-jógatími fyrir alla í Borgartúninu
Ferð dýpra og endurnærist
Dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík
hefst á hádegi í dag með bráð-
skemmtilegum viðburði í hjarta mið-
borgar Reykjavíkur.
Formaður Hinsegin daga, Eva
María Þórarinsdóttir, og borgarstjóri
Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson,
munu opna ljósmyndasýningu á
Skólavörðustíg og taka þátt í götu-
málun þar sem Skólavörðustígnum
verður breytt í regnboga.
Á sýningunni verður brugðið upp
tuttugu og fjórum ljósmyndum frá
ýmsum viðburðum Hinsegin daga
síðasta áratug. Sumar þeirra hafa
ekki birst opinberlega.
Ljósmyndasýningin er á vegum
ljósmyndarans Geirax og koma
myndirnar úr einkasafni hans.
Götumálunin er svo unnin í sam-
starfi við Umhverfis- og skipulags-
svið Reykjavíkurborgar og er hluti af
verkefninu „Sumargötur“ í miðborg-
inni. Allir hvattir til að mæta!
Hinsegin dagar hefjast í dag með pompi og prakt
Ýtt úr vör með ljósmyndum og
regnbogalitum á Skólavörðustíg
Morgunblaðið/Ómar
Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, var
formlega stofnað árið 2006. Félagsmenn eru um 20
talsins og hittast þeir vikulega í húsnæði félagsins í
Vatnsnesi.
Félagið er með styrktarsamning við Menningarsvið
Reykjanesbæjar og fær þaðan árlegan styrk og skuld-
bindur sig í staðinn til að halda ljósmyndasýningu á
Ljósanótt. Nú fær félagið þann heiður að sýna í Lista-
safni Reykjanesbæjar.
Félagsmenn eru margir lærðir, eða að læra ljós-
myndun. Flestir eru með áralanga reynslu af ljósmyndun og reyna fé-
lagsmenn að miðla henni sín á milli með því að hittast og spjalla, fara í
útiferðir og þess háttar. Auk árlegrar ljósanætursýningar gefur félagið út
ljósmyndabók með verkum félagsmanna.
Ljósanótt í Reykjanesbæ er fjölskyldu- og menningarhátíð og verður
haldin í 16. sinn dagana 3.-6. september með fjölbreyttum viðburðum um
allan bæ.
Aðstandendur hátíðartónleikanna Með blik í auga þjófstarta hátíðinni
að vanda með tónleikum í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú miðvikudags-
kvöldið 2. september. Nú er þemað Lög unga fólksins.
Tenglar: www.andlitbaejarins.com,www. ljosop.org,www. ljosanott.is
Ljósop á Ljósanótt
ÁHUGALJÓSMYNDARAR
Björgvin
Guðmundsson
Ljósmynd/Björgvin Guðmundsson
Steinar Geirdal