Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 16

Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 9000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gárungarnir myndu segja að opnun nýrrar Bang & Olufsen verslunar á Íslandi hljóti að marka formlegan endi á kreppunni. Valur Kristófers- son tekur ekki svo djúpt í árinni en segir að markaðsaðstæður ættu að vera ágætar fyrir þessi eftirsóttu dönsku raftæki. Hann bendir á að Bang & Olufsen hafi breytt hjá sér áherslunum svo að vörurnar höfði til breiðari hóps og um leið bæti það horfurnar á íslenska markaðinum að vörugjöld af raftækjum hafi verið afnumin um síðustu áramót, sem skili 20% lægra verði til neytenda. Valur er sölustjóri Bang & Oluf- sen á Íslandi. Byrjaði með símtali Nýja verslunin er á vegum Orms- son og verður til húsa í 200 fm rými á jarðhæð í Lágmúla 8. Þar hafa smiðir unnið hörðum höndum við að útbúa fullkomið rými í samræmi við ýtrustu kröfur Bang & Olufsen. Er um nýja hönnun að ræða og segir Valur að íslenska verslunin verði í hópi þeirra tíu fyrstu í heiminum sem skarti nýja útlitinu. Formleg opnun verður laugardaginn 8. ágúst. Valur segir að samstarfið við Bang & Olufsen hafi einfaldlega byrjað með símtali til Danmerkur í desember sl. þar sem stjórnendur Ormsson kynntu fyrirtækið og lýstu yfir áhuga á að gera vörunni góð skil. Í mars var undirritaður samn- ingur í Danmörku um opnun nýrrar Bang & Olufsen-verslunar á Íslandi. Fjármálakreppan hafði áhrif á heimsvísu og segir Valur að Bang & Olufsen hafi ekki farið varhluta af niðursveiflunni, rétt eins og aðrir framleiðendur lúxusvöru. Markaðurinn virðist núna vera að ná jafnvægi á ný en það hjálpi líka til að aukin áhersla hafi verið lögð á Beo Play-línuna. „Beo Play er stíluð á yngri kaupendahópinn með tækj- um á borð við heyrnartól og blueto- oth-hátalara og hefur fengið mjög góðar viðtökur um allan heim.“ En á sama tíma hefur enginn af- sláttur verið gefinn af tækninýjung- um og áhersla lögð á góð mynd- og hljómgæði ásamt einstakri hönnun. Nefnir Valur nýja Beovision Avant -sjónvarpstækið sem dæmi um þróunina, en tækið hefur notið mik- illa vinsælda. Dugar bara eitt tæki? Um horfurnar á markaðnum hef- ur Valur líka það að segja að verð- munur milli Bang & Olufsen og topptækjanna frá öðrum framleið- endum sé mun minni nú en áður var. Segir Valur líka að með tækjum eins og Beovision Avant megi greina breytingar á áherslum neytenda sem láti jafnvel duga að eiga eitt gott sjónvarpstæki og sleppi því að fjárfesta í hljómtækum. „Í vaxandi mæli streymir fólk bæði kvikmynd- um og tónlist yfir netið, og notar til þess sjónvarpið. Myndir og músík eru í einu tæki með átta innbyggða 60W hátalara sem gefa fullkominn hljómburð. Ef fólk vill eru tengi fyr- ir allt að 18 aukahátalara en flestir geta vel við unað bara með sjón- varpstækið í stofunni.“ Nýjar áherslur hjá B&O  Bang & Olufsen opnar í húsi Ormsson  Danski raftækjaframleiðandinn brást við kreppunni með aukinni áherslu á Beo Play sem á að höfða til yngri neytenda Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson Hönnun Valur Kristófersson segir Bang & Olufsen ekki hafa farið varhluta af efnahagskreppunni. Nú virðist markaðurinn hafa náð jafnvægi á ný og nýjustu tækin hafa fengið góðar móttökur hjá neytendum um allan heim. Hlutabréf á gríska markaðinum hríðféllu í verði á mánudag. Hafði hlutabréfamarkaðurinn verið lok- aður í fimm vikur af ótta við að Grikklandi yrði sparkað úr evru- svæðinu. Lækkaði ATG-hlutabréfa- vísitalan um nærri 23% strax við opnun en styrktist svo ögn og end- aði daginn 16,2% lægri. Reuters greinir frá því að hluta- bréf í grísku bönkunum hafi lækk- að um 30% áður en sjálfvirkar lok- anir stöðvuðu frekari viðskipti. Hefur önnur eins lækkun á grískum hlutabréfum ekki átt sér stað eins langt aftur og mælingar ná. Grísku bankarnir mynda um 20% af grísku hlutabréfavísitölunni og hafði lækkun þeirra því mikil áhrif á heildarútkomu dagsins. Lækkun- in kom ekki á óvart og var nokkurn veginn í samræmi við væntingar fjárfesta. Hefur Reuters eftir ónafngreindum sjóðstjóra að hann meti það sem svo að hlutir í bönkum muni lækka enn frekar á þriðjudag áður en kaupendur fari að sýna lit. ai@mbl.is AFP Rautt Vegfarandi myndar markaðs- tölurnar í kauphöllinni í Aþenu. Hrun á grískum hlutabréfa- markaði Dómstóll í Lundúnum dæmdi Tom Hayes á mánudag til 14 ára fangelsisvistar. Hann var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í að hafa óeðlileg áhrif á þróun Libor-viðmið- unarvaxta. Réttarhöldin spönnuðu níu vikur og var Hayes fundinn sek- ur um alla átta ákæruliði. Hayes er í dag 35 ára gamall, en hann starfaði á sínum tíma hjá Citigroup og UBS. Alls hefur 21 maður verið kærður fyrir meinta aðild að Libor-svindlinu og hafa fjármálafyrirtæki sem hlut áttu að málinu þurft að greiða um níu milljarða dala í sektir. Hayes segir gjörðir sínar hafa verið innan marka þess leyfilega og að hann hefði ekki skilið eftir sig slóð tölvupósta og spjallskilaboða ef hann hefði talið sig vera að brjóta lögin. ai@mbl.is AFP Samráð Tom Hayes er einn af rösklega tuttugu sem hafa verið ákærðir vegna Libor-svindlsins. Hann starfaði bæði hjá UBS og Citigroup. Dæmdur í 14 ára fang- elsi fyrir Libor-svindl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.