Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Alþingi samþykkti fyrir þinghlé ný
lög um eld á víðavangi. Taka þau
m.a. til sinubruna í landbúnaði, en
mikið hefur dregið úr tíðni þeirra á
seinni árum og afraksturinn af
þeim er almennt talinn umdeilan-
legur.
Eiríkur Jónsson, sérfræðingur í
jarðrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins, segir viðhorf til
þeirra mikið breytt og dvínandi
tíðni megi rekja til þess. „Gagn-
semin er fyrst og fremst sú að
menn hafa verið að losa sig við sinu
til þess að opna fyrir undirliggjandi
gróðri en í einhverjum tilvikum get-
ur þetta skemmt þann gróður sem
er undir.“
Afraksturinn sé mestur þar sem
er beitiland eða annars konar grasi
vaxið svæði. „Þar er þetta fljótleg
og auðveld aðferð til þess að losna
við sinuna. Hún getur hamlað jarð-
vinnslu, til dæmis ef taka á land í
ræktun sem ekki hefur verið beitt á
lengi eða slegið.“
Nú til dags væri bruni þó ekki
fyrsta ráð sem gripið væri til.
„Maður mundi frekar mæla því að
beita á það t.d. hrossum helst, fram
yfir sinubrennslu. Það mundi nán-
ast gera sama gagn.“
Losar um koltvísýring
Við brunann losnar um steinefni í
sinunni sem dreifast í jarðveginn og
svört jörðin sem stendur eftir
drekkur í sig meira sólarljós og
hitnar meira en annars. Þegar sin-
an víkur á nýr gróður auðveldara
með að spretta upp. Þannig getur
bruninn stuðlað að skammtímavexti
í ræktarlandi en hefur einnig nei-
kvæðar afleiðingar í för með sér.
Í brunanum berst koltvísýringur
upp í andrúmsloftið, sem hefur vel
þekkt umhverfisáhrif, og í kjölfar
sinuelda hefur einnig þurft að huga
að ösku og öðrum efnum sem borist
geta í vatnsból og haft neikvæð
áhrif.
Brenni jörðin mjög djúpt getur
sinubruninn haft þveröfug áhrif. Ef
of mikið af rótum og fræjum í jarð-
veginum brennur tekur það landið
langan tíma að gróa á ný.
Viðkvæmur gróður eins og t.d.
mosi getur verið lengi að jafna sig
eftir bruna, en rannsóknir hafa
staðið yfir á breytingum á lífríkinu
eftir bruna. bso@mbl.is »18
Hert lög um sinubruna
Sinubrunar fátíðari í seinni tíð samfara viðhorfsbreytingu meðal bænda
Ávinningur af bruna umdeilanlegur Öðrum meðulum frekar beitt
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Sinueldur Slökkviliðsmaður berst
við sinueld í Ísafjarðardjúpi.
Heimsleikar íslenska hestsins, sem haldnir
eru í þetta skiptið í Herning í Danmörku, hóf-
ust í gær í blíðskaparveðri. Mótið stendur yf-
ir í viku en því lýkur á sunnudaginn með A-
úrslitum í öllum greinum, m.a. tölti.
Í gær voru öll kynbótahross byggingar-
dæmd og þá lauk einnig fordómi fimm vetra
hryssna. Hryssan Ríkey frá Flekkudal sem er
fulltrúi Íslands stendur efst með 8,42 í aðal-
einkunn, þar af 8,53 fyrir sköpulag og 8,35
fyrir hæfileika. Knapinn er Guðmundur Frið-
rik Björgvinsson. Hryssan Sorg frá Slippen,
sem kemur fram fyrir Danmörku, er önnur
með 8,35 í aðaleinkunn. Knapi hennar er Jó-
hann Rúnar Skúlason, en myndin til hliðar er
af þeim á stökki. Þess má geta að Jóhann er
einnig í íslenska landsliðinu og er ríkjandi
heimsmeistari í tölti og á því titil að verja.
Það leiðinlega atvik átti sér stað að knap-
inn Agnar Snorri Stefánsson féll af baki þeg-
ar annað ístaðið slitnaði í miðri sýningu á
hryssunni Hind frá Stall Ellingseter sem er
fulltrúi Noregs. Agnar var fluttur á spítala til
aðhlynningar en hann er óbrotinn og sagður
vera nokkuð sprækur eftir byltuna.
Heimsleikar íslenska hestsins í Herning í Danmörku hófust í gær
Ljósmynd/ Ulrich Neddens / isibless
Stökk Jóhann Rúnar Skúlason situr hryssuna Sorg frá Slippen, en hún er fulltrúi Danmerkur.
Ríkey efsta
fimm vetra
hryssan
Fimm metra langan grindhval rak
á land í Víkurfjöru í gær. Að sögn
Guðmundar Kr. Ragnarssonar,
íbúa í Vík, fundu erlendir ferða-
menn dýrið, sem lítur út fyrir að
hafa drepist fyrir nokkru. „Hann er
ábyggilega löngu dauður því það
vantar allan skrápinn á hann. Þess
fyrir utan er hann nokkuð illa far-
inn og vond lykt af honum,“ segir
Guðmundur.
Að sögn hans laðaði dýrið að sér
ferðamenn og voru margir í fjör-
unni að fylgjast með í allan gærdag.
Hvalshræið liggur rétt austan við
sjóvarnargarð í fjörunni. Haft var
samband við lögreglu um leið og
hvalurinn fannst.
Fimm metra grind-
hvalur í fjörunni
Grindhvalur Hvalreki í Víkurfjöru.
Frídagur versl-
unarmanna var í
gær, mánudag.
Misjafnt hefur
verið hvort kaup-
menn gefa
starfsmönnum
sínum frí þennan
dag en í gær
voru versl-
unarmiðstöðvar
og margar stórar
verslunarkeðjur lokaðar.
Formaður VR, Ólafía B. Rafns-
dóttir, segir félagið ekki hafa þrýst
á fyrirtæki að hafa lokað.
„Við höfum bara minnt á þennan
dag sérstaklega með tilliti til þess
að þeir sem vinni á þessum degi eigi
að fá greitt stórhátíðarálag. Við
höfum ekki verið að beita okkur
fyrir því að fólk hafi þjónustu sína
lokaða.“
Stefna félagsins sé einungis að
fólk fái greitt fyrir vinnu á frídög-
um. „Við höfum haft það í kröfu-
gerðum okkar að greitt verði
stórhátíðarálag 1. maí. Það er
markmið hjá okkur.“ bso@mbl.is
Stórhátíðarálag skal
greitt á frídeginum
Ólafía Björk
Rafnsdóttir
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
höfðu í gærkvöldi borist fjölmargar
ábendingar frá fólki í tengslum við
skartgriparán í verslunarkjarn-
anum Firðinum í fyrrinótt. Birti
lögreglan myndband á Facebook-
síðu sinni úr öryggismyndavélum
þar sem þjófurinn sást athafna sig
og létu viðbrögð fólks ekki á sér
standa að sögn lögreglu. Enginn
hafði þó enn verið kallaður til yfir-
heyrslu í gærkvöldi.
Um er að ræða karlmann sem var
klæddur í bláa Hummel-íþrótta-
peysu. Hann er með derhúfu og er
skyggnið með íslensku fánalit-
unum. Eins er hann með bakpoka
sem merktur er Hummel og HK.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni hleypur ránsfengurinn á
milljónum króna.
Skartgriparán Innbrotsþjófurinn sést hér
neðst á myndinni í skartgripaversluninni.
Fjölmargar ábend-
ingar hafa borist
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, var
heiðursgestur á tveimur hátíðum á Íslendinga-
slóðum í Vesturheimi um helgina. Flutti hún
hátíðarræðu í bænum Mountain í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum á laugardag og í
bænum Gimli í Manitoba í Kanada í gær. Með
biskupi í för er Sveinbjörg Pálsdóttir, skrif-
stofustjóri Biskupsstofu, en í samtali við
Morgunblaðið segir hún ferðina hafa verið
ánægjulega.
Dagskrá heimsóknarinnar hófst á föstudag
þegar biskup skoðaði borgina Winnipeg og
mannréttindasafn Kanada í borginni, áður en
ekið var suður fyrir landamærin til bæjarins
Mountain í Norður-Dakóta. Þar fóru hátíðar-
höld fram á laugardag auk þess sem biskup
vitjaði minnismerkis um Stephan G. Stephans-
son og Þingvallakirkjugarðinn, en þar má meðal
annars finna gröf skáldsins Káins.
Íslendingadagur í 126. skipti
Í gær var síðan hinn árlegi Íslendingadagur
haldinn í 126. sinn í bænum Gimli í Manitoba,
þar sem biskup tók þátt í skrúðkeyrslu og hélt
loks ræðu fyrir viðstadda.
Þetta er fyrsta för Agnesar til Vesturheims
en hún er þó ekki fyrsti íslenski biskupinn til að
leggja leið sína um slóðir Vestur-Íslendinga. Til
að mynda heimsótti Karl Sigurbjörnsson Mani-
toba í september árið 2000, en tilefni þeirrar
heimsóknar var minningin um landafundi Ís-
lendinga og kristnihald í Vesturheimi.
Biskupi fagnað í Vesturheimi
Agnes M. Sigurðardóttir biskup heiðursgestur á Íslendingadeginum í Gimli
Ljósmynd/Sveinn Arnbjörnsson
Fákur Biskup var keyrð um í Ford Mustang í skrúðkeyrslu um bæinn Gimli á Íslendingadeginum.