Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Óli BjörnKárasonhefur að
undanförnu ritað
greinar hér í blað-
ið þar sem hann
hefur vakið at-
hygli á heilbrigðismálum,
þeirri þýðingu sem þau eru
líkleg til að hafa í næstu
kosningum, þróunina sem
verið hefur í málaflokknum á
liðnum árum og þá stefnu
sem brýnt er að fylgt verði.
Lítum á þróunina í fjár-
veitingum. Óli Björn dregur
fram athyglisverðar tölur í
þessu sambandi. Í tíð nor-
rænu velferðarstjórnarinnar
svokölluðu drógust framlög
til heilbrigðismála saman öll
árin að raungildi. Samdrátt-
urinn var mjög verulegur ár-
in 2009 og 2010 en var einnig
fyrir hendi á árunum 2011 og
2012. Að raungildi dróst
framlagið saman um 28,5
milljarða króna á þessum ár-
um. Það var ekki fyrr en árin
2013 og 2014 sem framlög til
heilbrigðismála jukust eftir
samdrátt vinstristjórn-
arinnar.
Meðal þess sem lækkaði
voru framlög til Landspítal-
ans, sem drógust saman um
4,3 milljarða króna, og fram-
lög til Sjúkrahússins á Akur-
eyri, um 310 milljónir króna.
Ekki nóg með þetta, held-
ur hækkaði ríkisstjórn Sam-
fylkingar og VG kostnaðar-
hlutdeild sjúklinga og hefur
hlutdeild heimilanna í
heilbrigðisútgjöldum aldrei
verið hærri en í tíð vinstri-
stjórnarinnar.
Þessi þróun fjárframlaga
og hækkandi kostnaðarhlut-
deild í tíð vinstristjórnar-
innar eru athyglisverðar
þegar haft er í huga hvernig
talsmenn vinstriflokkanna
tala um þennan málaflokk og
þær áherslur sem þeir segj-
ast hafa.
Óli Björn telur að vorið
2017 verði heilbrigðismálin
mikilvægasta kosningamálið,
þar með talin fjármögnun
þess, skipulag og hvernig við
sameiginlega tryggjum hvert
öðru bestu mögulegu heil-
brigðisþjónustu óháð aldri,
efnahag og búsetu. Þó að erf-
itt sé að staðhæfa um helstu
kosningamál nú er í það
minnsta hægt að fullyrða að
æskilegt væri að heilbrigðis-
mál færðust ofar á vettvangi
stjórnmálanna, enda í senn
afar fjárfrekur málaflokkur
og þýðingarmikill fyrir hvert
mannsbarn.
Óli Björn bend-
ir á að víða vanti
fjármuni í heil-
brigðisþjónust-
una, ekki síst
þjónustu við eldri
borgara. Varla geti þó nokk-
ur farið í grafgötur um að
fjármunum sé einnig sóað.
„Uppbygging heilbrigðis-
þjónustunnar felst því ekki
aðeins í auknum fjárveiting-
um (réttri forgangsröðun í
ríkisfjármálum) heldur ekki
síður í að koma í veg fyrir só-
un – nýta fjármunina betur
og beina peningum í arðbær-
an farveg,“ segir hann.
Einnig bendir hann á að
grunnstoð heilbrigðiskerfis-
ins, heilsugæslan, virðist
vera afgangsstærð, ekki síst
á höfuðborgarsvæðinu. Þús-
undir eigi ekki greiðan að-
gang að heimilislækni, sem
verði til þess að fólk leiti að-
stoðar á sjúkrahúsum, sem
sé dýrasta úrræðið. Með
þessu sé miklum fjármunum
sóað, en lausn gæti verið, og
af því sé góð reynsla, að
semja við einkaaðila um
rekstur heilsugæslustöðva.
Mikill áróður er rekinn
gegn einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu. Raunar eru
það einmitt þeir sem há-
mörkuðu kostnaðarþátttöku
sjúklinga sem tala mest gegn
einkarekstri og einmitt á
þeirri forsendu ekki síst að
hann muni leiða til aukins
kostnaðar sjúklinga.
Þarna þarf þó ekki að vera
neitt samhengi á milli.
Einkarekstur þarf ekki að
fela í sér aukna þátttöku
sjúklinga í kostnaði en getur
falið í sér betri nýtingu þess
fjármagns sem sett er í heil-
brigðiskerfið og þar með
bætta þjónustu við sjúklinga.
Heilbrigðiskerfið er of þýð-
ingarmikið fyrir alla lands-
menn til að kreddur, for-
dómar og ranghugmyndir
ráði för. Fyrirsjáanlegt er að
efla þarf þjónustu heil-
brigðiskerfisins, einkum
vegna öldrunar þjóðarinnar.
Til að leysa það viðfangsefni
dugar ekki að hafna fyrir
fram þeim leiðum sem líkleg-
astar eru til lausnar.
Vonandi verða ábendingar
Óla Björns Kárasonar um
heilbrigðiskerfið, þýðingu
þess og þróun til þess að ýta
undir skynsamlega umræðu
um þessi mál og stuðla að
heilbrigðari uppbyggingu
kerfisins.
Hafna verður kredd-
um þegar unnið er
að bættri þjónustu
við almenning}
Heilbrigðara
heilbrigðiskerfi
Þ
egar þetta er ritað er verslunar-
mannahelgin í þann veginn að
bresta á. Þegar þú lest þessar línur
er hún að baki. Fyrir fram vona ég
að allt hafi gangið vel, flestir hafi
nú náð fótfestu á ný eftir slarkið og þeir sem af-
réðu að fórna gráum sellum á altari áfengis-
skemmtunar hafi að minnsta kosti haft gaman
af. Sérstaklega vona ég að enginn komi mark-
aður af kynferðisofbeldi eftir helgina, sem illu
heilli virðist þó vera órjúfanlegur hluti þess
þegar fólk kemur saman í þúsundavís og
skemmtir sér. Það skal alltaf vera misjafn
sauður í mörgu fé; það þarf alltaf einhver að
vera fáviti. Með þetta í huga þykja mér tilmæli
lögreglustjórans í Vestmannaeyjum skjóta
skökku við hvað kynferðisofbeldi varðar.
Hún vill að um það ríki þögn, ef til kemur.
Þessar tilskipanir lögreglustjórans eru þvert á allt það
starf sem unnið hefur verið í þágu fórnarlamba kynferðis-
ofbeldis, en rauði þráðurinn í þeirri vinnu hefur verið að
mikilvægast sé að rjúfa þögnina. Í þögninni fái ofbeldið að
grassera og gerendur að athafna sig enn frekar. Í þögn-
inni fái skömmin að naga sálir fórnarlambanna. Í skugga
þagnar lifir ofbeldið áfram. Því verður ekki hjá því komist
að spyrja, hvers vegna á að þegja um ofbeldið? Til að hlífa
fórnarlömbunum? Er þá ekki einmitt verið að ýta undir þá
meinlegu grundvallarranghugmynd að fórnarlömbin hafi
eitthvað til að skammast sín fyrir og réttast sé að sussa
bara gerninginn niður svo að fórnarlamb kynferðis-
ofbeldis þurfi ekki að skammast sín? Þetta er
kolvitlaus aðferðafræði og gagnast engum
nema gerendum. Þeir þrífast á þögninni.
Í ljósi þess að nauðganir eru kærðar nánast
eftir hverja einustu Þjóðhátíð í Eyjum er
furðulegt að skipuleggjendur skuli ekki líta til
Eistnaflugs í Neskaupstað eftir fyrirmynd að
því hvernig þessum málum skuli háttað. Í stað
þess að segja „þegar eitthvað slæmt gerist
skulum við ekki segja frá því“ höfða Eistna-
flugsmenn til dómgreindar gesta sinna og
skora á þá, skýrt og skorinort: „Ekki vera fá-
viti!“ og viti menn, á hinni árlegu hátíð sem
haldin hefur verið síðan 2005 hefur ekki ein
einasta nauðgun verið kærð. Gestir taka
áskorunina til sín, blóta Bakkus eins og gengur
þegar maður hittir mann en gæta þess að vera
ekki fávitar. Gæta þess að nauðga ekki.
Þarna mega Eyjamenn draga stóran lærdóm af og tala
með sama hætti og Eistnaflugsmenn; ráðast að rót vand-
ans og fyrirbyggja í stað þess að þagga niður misgjörðir
og afleiðingar. Með því er fórnarlömbunum enginn greiði
gerður heldur gerendunum eingöngu. Skömmin er nefni-
lega, eins og öllum á að vera orðið ljóst, ekki fórnarlamba
kynferðisofbeldis heldur gerendanna og aðeins þeirra.
Þögnin er um leið skjólið fyrir skömminni.
Að því sögðu vona ég innilega að svo vel hafi allt farið
fram um helgina að enginn þurfi að koma heim með sár á
sálinni eftir kynferðisofbeldi.
Vonandi var enginn fáviti. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Vonandi varstu ekki fáviti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
A
lþingi samþykkti fyrir
þinghlé í sumar ný
heildarlög um meðferð
elds og varnir gegn
gróðureldum. Lögin
leysa af hólmi eldri lög frá 1992, um
sinubrennur og meðferð elds á víða-
vangi. Markmið með lagasetning-
unni er að tryggja öryggi og heilsu
fólks, koma í veg fyrir eignatjón og
draga úr mengun og skaða á um-
hverfinu.
Skýrari reglur settar
Í hinum nýju lögum eru settar
skýrari reglur en áður um meðferð
elds á víðavangi og skyldu hvers og
eins að gæta ýtrustu varkárni í með-
ferð elds. Sérstaklega er fjallað um
sinubrennu og tiltekið að hún sé ein-
göngu heimil á lögbýlum þar sem
stundaður er landbúnaður og ein-
ungis í rökstuddum tilgangi í jarð-
rækt eða búfjárrækt og þá sam-
kvæmt skriflegu leyfi sýslumanns.
Ákvæði um slíkar leyfisveitingar eru
markvissari og strangari en sam-
kvæmt eldri löggjöf og eftirlits-
hlutverk slökkviliðanna eflt. Heimilt
verður að gera kröfu um vakt
slökkviliðs ef ástæða þykir til og
strangari ákvæði eru sett um bóta-
ábyrgð. Þá er nýmæli að sveitar-
stjórnum er heimilt að afmarka
svæði í brunavarnaáætlun þar sem
óheimilt er að brenna sinu vegna
þeirrar hættu sem af því getur staf-
að fyrir umhverfið, nálæg mannvirki
eða starfsemi á svæðinu.
Breytti gróðurfarinu
Í greinargerð sem fylgdi laga-
frumvarpinu segir að allt frá upphafi
landnáms á Íslandi hafi menn
brennt sinu, mosa og jafnvel lyng að
vorlagi til að létta komandi gróðri
leið og gera beit betri og notadrýgri.
Ásamt kjarrbruna, einkum til kola-
gerðar, sem lengi tíðkaðist hefur
þetta vafalítið átt sinn þátt í að
breyta gróðurfari landsins, sér-
staklega að því er tekur til skóg- og
kjarrlendis. Með breytingum á veðr-
áttu og breyttum búskaparháttum
hafi hætta vegna sinubrenna aukist
síðustu ár á sama tíma og gagnsemi
hennar í landbúnaði sé umdeild.
Þá segir að augljóst sé að óvar-
leg meðferð elds utan dyra og á
víðavangi geti valdið miklu tjóni.
Dæmi um það er nýliðnir atburðir í
Noregi, en í janúarmánuði 2014
geisuðu þar miklir gróðureldar sem
ollu gríðarlegu tjóni á umhverfi og
mannvirkjum. Hundruð manna
þurftu að flýja heimili sín og stór
svæði urðu eldinum að bráð. Að-
stæður þar eru að mörgu leyti svip-
aðar aðstæðum sem geta verið hér á
landi, þ.e. lyng og lággróður, auk
snjólétts vetrar, þurrks og vinds, en
gróðureldar geta breiðst hratt út í
þurrum gróðri og miklum vindi.
Þessi dæmi sýna hversu mikið tjón
getur hlotist af gróðureldum og
hversu lítið hinn mannlegi máttur
getur gert til að bregðast við vanda-
málinu þegar eldur hefur á annað
borð kviknað.
Ekki útgjaldaauki
Talið er að nýju lögin verði
ekki til að hækka opinber út-
gjöld til málaflokksins. Ástæðan
er sú að í nýju lögunum er settur
strangari rammi um sinubrennu
og meðferð elds á víðavangi
frá því sem var og að
sveitarfélögin
hafa meira um
það að segja
hvort leyfi eru veitt til sinu-
brennu. Gert er ráð fyrir því að út-
köllum slökkviliða vegna sinubruna
muni af þeim sökum fækka umtals-
vert.
Ný lög um meðferð
elds á víðavangi
Morgunblaðið/Júlíus
Tjón Þrír ungir menn kveiktu eld í sinu við Hvaleyrarvatn 2008 og hlaust
af því mikill skaði. Þeir voru dæmdir í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Mannvirkjastofnun hefur eftirlit
með framkvæmd hinna nýju
laga um meðferð elds á víða-
vangi.
Stofnunin var sett á fót árið
2010 og hefur það meginverk-
efni að tryggja samræmingu á
byggingar- og eldvarnareftirliti
og starfsemi slökkviliða í sam-
ráði við viðkomandi stjórnvöld
og hafa yfirumsjón með raf-
magnsöryggismálum.
Lögin voru einnig undirbúin
af stofnuninni í samstarfi við
umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið. Haft var samráð
við Bændasamtökin,
Samband íslenskra
sveitarfélaga,
Ríkislögreglu-
stjóra og fleiri
aðila.
Víðtæk sátt
virðist ríkja um
löggjöfina eins
og hún er nú.
Eftirlit með
framkvæmd
MANNVIRKJASTOFNUN