Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 31

Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð um miðjan ágúst í stærðfræði og eftirfarandi tungumálum: Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), fös. 14. ágúst kl. 16:00. Enska/English (9 einingar/15 fein*), fim. 13. ágúst kl. 16:00. Franska/French (12 einingar/20 fein*) fös. 14. ágúst kl. 16:00. Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), mið. 12. ágúst kl. 16:00. Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*), fös. 14. ágúst kl. 16:00. Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), mið. 12. ágúst kl. 16:00. Stærðfræði/Mathematics (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein) mið. 12. ágúst kl. 18:00. Sænska(Swedish (6 einingar/10 fein*), fös. 14. ágúst kl. 16:00. Þýska/German (12 einingar/20 fein*), mið. 12. ágúst kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning (On-line registration) í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/. Frekari upplýsingar á (more information on) www.mh.is. Rektor STÖÐUPRÓF/PLACEMENT TESTS er í rauninni ekki hægt að starf- rækja Þjóðlagasetrið við núverandi aðstæður. Þjóðlagasetur okkar Ís- lendinga getur því aðeins þrifist að það komist á föst fjárlög Alþingis.“ Hvaðan sprettur áhugi þinn á þjóðlögum? „Ég hafði í upphafi engan sér- stakan áhuga á þjóðlögum. Ég var miklu fremur vegfarandi sem kom að slysi og björgunarstarf var óumflýjanlegt. Þjóðlagaarfurinn okkar hafði um árabil verið í ösku- stónni. Lítið sem ekkert hafði ver- ið fyrir hann gert. Sú iðja að kveða rímnalög og syngja þjóðlög var að mestu horfin úr menningu okkar. Mér rann blóðið til skyldunnar að taka þátt í að lífga þjóðlagaarfinn við.“ Varðveisla menningarinnar Þú ert tónlistarkennari, stofnar Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, stjórnar Háskólakórnum og semur ævintýraóperu fyrir börn. Er mik- ilvægt fyrir þig að þekking berist milli kynslóða? „Það fylgir því vissulega mikil ástríða að miðla tónlist til ungs fólks. Að varðveita eigin menningu skiptir mig miklu máli. Ég hef líka bent á að náttúra landsins sé hluti af menningu okkar og að okkur beri að varðveita hana. Dómskerfið hefur reyndar ekki alveg verið mér samstiga í þeim efnum.“ Er það samfélagsleg ábyrgð sem rekur þig áfram í tónlistinni? „Ég held að það sé bæði list- rænn metnaður og viljinn að láta gott af sér leiða sem hvetji mig áfram. Vissulega skiptir það máli að allir leggi sitt af mörkum í sam- félagi okkar, það gerir okkur öll ríkari og lífið skemmtilegra. Sam- félagsleg ábyrgð felst reyndar í því að gera barnafjölskyldum kleift að komast á ævintýraóperur óháð fjár- hag. Þannig er aðgangseyri á Baldursbrá mjög stillt í hóf. Fyrirhugaðar sýningar á Bald- ursbrá eru aðeins tvær en ef al- menningur sýnir óperunni áhuga fjölgum við sýningum. Við stöndum nefnilega í þeirri trú að draumur Baldursbrár um að sigrast á fjöll- um og firnindum þrátt fyrir kol- fastar rætur eigi erindi við alla, ekki aðeins börn heldur einnig við fullorðna.“ á á svið í Hörpu Ljósmynd/Jón Ólafur Björgvinsson Ljósmynd/Kristín Sigurjónsdóttir Frumsýning Frá barnaóperunni Baldursbrá í Siglufjarðarkirkju. Ljósmynd/Kristín Sigurjónsdóttir Sprell Gaman á frumsýningu barnaóperunnar Baldursbrár. Ljósmynd/Jón Ólafur Björvinsson Þakkir Gunnsteinn þakkar áheyrendum með Star Wars tónlist á Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.